Færsluflokkur: Dægurmál
Ég fékk bílpróf árið 1977 þá 17 ára og við félagarnir sem stunduðuð rúntinn í Reykjavík grimmt á þessum árum kíktum reglulega til Valda ef við misstum kopp. Við vorum orðnir vel kunnugir Valda og hann spurði okkur stundum hvort við hefðum orðið varir við einhverjar holur í malbikinu á leiðinni uppeftir. Valdi var nefnilega útspekúleraður í koppafræðunum, hann vissi sem var að ef bílar keyrðu yfir ójöfnur þá voru meiri líkur á að kopparnir dyttu af og lentu í vegkantinum. Þar gat hann gengið að koppum vísum með reglulegu millibili. Ef við sáum holur í veginum þá sögðum við honum að við hefðum fundið koppahreiður. Slíkar fréttir kunni Valdi vel að meta.
Ég hef ekki séð Valda í eigin persónu í meira en aldarfjórðung en hann lítur nákvæmlega eins út í dag og þá, nema kannski að nú eru nokkur grá hár í yfirvaraskegginu hans.
![]() |
Koppabransinn riðar til falls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 25.9.2008 (breytt kl. 19:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðan umhverfisverndarsinnar uppgötvuðu orðið "óafturkræf" (framkvæmd), hafa þeir slegið um sig með orðinu í tíma og ótíma. En hvernig er með eitthvað sem er friðlýst, er það óafturkræf framkvæmd? Ég held að svo hljóti að vera því annars væru umhverfisverndarsinnar varla svona áfjáðir í að friðlýsa allar þær koppagrundir sem þeir reka augun í og lýsa gjarnan sem ómetanlegum náttúrperlum. Og ef viðkomandi landssvæði eru ekki ómetanlegar náttúruperlur, þá er það a.m.k. hluti af einhverri óskilgreindri heild sem ekki má raska. Perlufestar og gimsteinabönd....æ, þau eru orðin svo mörg lýsingarorðin frá þeim. Það er löngu búið að gengisfella öll þau helstu, s.s. ómetanlegt, stórkostlegt, einstakt o.s.f.v., svo þeir reyna auðvitað að uppfæra orðskrúðið reglulega.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga auðvitað að hafa samráð um hvernig umgangast beri sameiginlegt umhverfi þeirra. Umhverfis- og samgöngusvið segir að landfyllingin á Kársnesi gæti haft margvíslegar afleiðingar fyrir Reykjavík: áhrif á lífríki og sjávarstrauma, hávaða- og svifryksmengun eykst og ásýnd Skerjafjarðar breytist. Þetta eru reyndar kunnuglegir frasar og afar ólíklegt að lífríki Skerjafjarðar breytist eitthvað að ráði við þessa landfyllingu en ásýnd Skerjafjarðar breytist, það er nokkuð ljóst. En verður ásýndin og umhverfið eitthvað verra?... eða verður það bara öðruvísi?
Ég held að fólk muni áfram geta notið strandlengjunnar og lífríkis hennar á höfuðborgarsvæðinu, hér eftir sem hingað til þrátt fyrir landfyllingu í Kársnesi. Ég er þó ekkert að styðja nafna minn Birgisson í Kópavogi í þessu máli. Ég hef ekki kynnt mér þetta mál nægilega vel til þess að taka afstöðu til þess.
![]() |
Reykjavík gagnrýnir áform um landfyllingu á Kársnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 24.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið
![]() |
Konur dreymir verr en karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 12.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mér finnst eðlilegt að blogg fái ekki að tengjast sviplegum fréttum af slysum og dauðsföllum á Mbl.is. En svo koma einstöku sinnum fréttir sem ekki má blogga og tengja við, sem ég fæ ómögulega séð að sé óviðurkvæmilegt eða ósanngjarnt. Þá velti ég því fyrir mér hver ástæðan geti verið.
Útlendingamál virðast viðkvæm þegar fjölmiðlum hentar það. Ef afbrot er framið og glæpamaðurinn er af erlendu bergi brotinn, þá er yfirleitt tíundað þjóðernið. Maður spyr sig stundum "Til hvers?".
Þegar útlendinga og innflytjendamál eru annars vegar, þá virðist ósýnilegur her helst vilja stjórna umræðunni og fjölmiðlar virðast hræddir við þennan her. Þetta er hópur fólks sem er ósameinaður í sjálfu sér en merkilega oft hliðhollur vinstri væng stjórnmálanna. "Þetta fólk" er haldið þeim hvimleiða misskilningi að það sé betra, réttsýnna og réttlátara en annað fólk.
Þessi ósýnilegi her er ástæðan fyrir því að Mbl.is vill ekki að bloggað sé um húsleit lögreglunnar hjá hælisleitendunum í Reykjanesbæ. Hælisleitendur eru fremstir píslarvotta réttlætisins, í augum þessara stofukomma.
Ég er farinn að verja óhuggulega löngum tíma sólarhringsins við tölvu. Ég vinn í 50% starfi fyrir framan tölvuskjá, ég er að vinna í 4 verkefnum sem ég þarf að skila í næstu viku í Háskólanum og svo er ég að lesa og skrifa blogg á milli þess sem ég les fréttir á netmiðlunum. Augun á mér eru að verða ferköntuð.
Dægurmál | 11.9.2008 (breytt 12.9.2008 kl. 00:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


Öfgakenndir dýraverndunarsinnar er fólk svipaðrar tegundar og öfgakenndir náttúruverndarsinnar og oft rúmast báðar þessar öfgakenndir í sömu persónunni. Ef fólk er haldið báðum þessum kvíðaröskunarkvillum og við bætist grænmetisæta af ströngustu sort, sem aðeins borðar þá hluta grænmetisins sem ekki skaðar plöntuna sjálfa, þá erum við að tala um nokkuð athyglisverðan karakter.
Fyrirsögnin í þessari Mbl. frétt; "Gæludýrin í góðum málum" er svolítið sérkennileg. Ef það á að taka mig af lífi, þá er ég ekkert í góðum málum þó ég sé rotaður með hamri fyrst.
Aktivistar bjarga fiskum úr fiskeldisstöð!
![]() |
Gæludýrin í góðum málum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 2.9.2008 (breytt kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hefur oft sýnt að hann er húmoristi en hann hefur jafnan notað þann hæfileika sinn í pólitísku áróðursskyni. Að kalla myndir hans "heimildarmyndir" og verðlauna hann fyrir þær er fáránlegt og óskiljanlegt. Svona álíka vitlaust og þegar Andri Snær fékk verðlaun í flokki heimilda og fræðirita fyrir ruglbók sína "Draumalandið".
Michael Moore hefur orðið uppvís að því að falsa myndbrot og fara frjálslega með staðreyndir. En hann fær fólk til að hugsa um hlutina sem ætti að vera jákvætt, en það er slæmt þegar fólk tekur fullyrðingum hans sem staðreyndum.
![]() |
Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 31.8.2008 (breytt kl. 14:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þessar skepnur hljóta að vera í einhverju góðu æti þarna, er ekki sjóbleikja að ganga þarna? Hvað ætli svona skepna éti mikið á dag? Hefur einhver smakkað andanefjukjöt? Hafa þær kannski lengi verið friðaðar?
![]() |
Gestalæti á Pollinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 25.8.2008 (breytt kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

![]() |
Grænir og vænir - ekki fyrir blinda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 21.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


![]() |
Með kannabisplöntur í glugganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.8.2008 (breytt kl. 18:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú ber svo við hér á Reyðarfirði að mun hlýrra er á fjörðum en á Héraðinu. T.d. var 20,9 gráðu hiti á Reyðarfirði kl. 11 í morgunn, en aðeins 11 gráður í Hallormsstað.
Nú kannast maður við Austfjarðablíðuna
![]() |
29 gráður og sólskin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.7.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 946788
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði