Færsluflokkur: Dægurmál

Hræ-æta

ViciousDog1Heimilislausi hundurinn var svangur og vildi ekki láta þennan mat fara til spillis. En sagan eins og hún er matreidd fyrir ykkur er auðvitað miklu fallegri... svona rétt fyrir jólin.

Hundar eru dýr en ekki menn. Sagt er að hundar séu bestu vinir mannsins og hver kannast ekki við: "Eftir því sem ég kynnist manninum betur, því meir elska ég hundinn minn".

 Ef hundur telur það þjóna hagsmunum sínum að bíta eiganda sinn á háls, þá gerir hann það umsvifalaust.

Ps. Þar sem ég hef orðið fyrir persónulegum og grimmum árásum í athugasemdarkerfinu vegna þessarar færslu, þá birti ég hér mynd af hundi, sömu tegundar og ég á. Ég ætla að knúsa hann aðeins og láta hann hugga mig. Böhöhöh CryingInLove

Hálfvitar! W00t

32


mbl.is Hundur vann hetjudáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil sorgleg saga

Ég fékk eftirfarandi í tölvupósti um daginn:

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa
gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði 'Þetta á eftir

taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði'.

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju
árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo
eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða
verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem
hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.
Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina
á honum 'amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?'

Gamla konan svaraði 'þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan
mín' Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði
sig um. Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til
hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. 'Þetta er dúkkan
sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin.

Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með
dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði
við mig sorgmæddur 'Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar
sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar
hún fer þangað'. Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta.

'Systir mín er farin til þess að vera með Guði. Pabbi segir að
mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með
dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana'.

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til
mín og sagði 'Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.

Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni' Svo
sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. 'Ég
vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei'

'Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara,
en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni'.

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög
hljóðlátur. Ég teigði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði
við strákinn 'en ef við athugum aftur í vasan til að tékka hvort að
þú eigir nógan pening?' Allt í lagi sagði strákurinn 'ég vona að ég eigi nóg'

Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því
og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og
meira að segja smá afgangur.


Litli strákurinn sagði 'Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening.
Svo leit hann á mig og sagði ' Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð
um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna
handa systur minni. Hann heyrði til mín'

'Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós
handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg
til að kaupa rósina líka'. Sko mamma elskar hvíta rós'.

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég
kláraði að versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla
strákinn.


Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan 'maður keyrði
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru
í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái' Fjölskyldan varð að
ákveða hvort það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga
konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?


Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að
unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og
keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna
og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni
af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar.
Ástin sem þessi itli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann
dag í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður
þetta allt frá honum.

mommyback


mbl.is Ölvaður ökumaður á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er ást?

mixtapeÉg hefði haldið að James Spade væri ekki týpan sem stráði persónutöfrum í kringum sig. Að herbergi lýstist ekki upp þegar hann gengi inn í það.... nema hann kveikti ljósið náttúrulega. En húmor þykir mikið frygðarlyf. Ef þú færð konu til að hlæja, þá má hausinn á þér snúa aftur þess vegna, húmorinn gerir þig að winner. Nicollette Sheridan er bráðhugguleg 45 ára kona sem virðist fallinn fyrir  gamanleikaranum og litla ventlinum með unglingsandlitið, James Spade. Mér finnst hann reyndar ekkert findinn, en hann hefur kannski eitthvað annað sem konur þrá.... Blush

Ástina hefur mörgum reynst erfitt að skilgreina. Hér eru samt fínar skilgreiningar sem mér barst í tölvupósti í dag:

Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 – 8 ára börnum, "Hvað þýðir Ást?"

'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'
Billy – 4 ára

'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl – 5 ára


'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy – 6 ára


Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri – 4 ára


'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny – 7 ára

'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'
Emily – 8 ára

'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'  
Bobby – 7 ára 

'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka – 6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
   

'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle – 7 ára  


'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy – 6 ára

'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd. Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa. Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy – 8 ára  


'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'  
Clare – 6 ára
 


'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára

'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'  
Chris – 7 ára  


'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann – 4 ára  


'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren – 4 ára  


'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen – 7 ára  


'Þú ættir ekki að segja "Ég elska þig" nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft.  Fólk gleymir.'  
Jessica – 8 ára


Og að lokum:  

4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.
 

Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta"

 


mbl.is Sáust kyssast og knúsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I´m lovin´ it

mcdonalds-nude-photographs

 


mbl.is Stefnir McDonalds vegna nektarmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn, takk!

Þessi alvarlegu mistök hefðu getað orðið enn dýrari en raunin varð. Auðvitað var ekkert samsæri í gangi, eins og sumir vilja halda fram, heldur fáránleg handvömm hjá þessari innheimtustofu. Mistökin eru það alvarleg að forstöðumaður viðkomandi stofnunar á skilyrðislaust að segja af sér.

Boðunarfrestur á ekki við um afplánun vararefsingar.


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert á fólkið að flýja?

Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics. Þeir eru þó nokkrir hagfræðingarnir sem látið hafa í ljós þá skoðun sína á undanförnum mánuðum fyrir hrun bankakerfisins, að í óefni stefndi. En nú eftir hrunið, þá finnst mér þeir vera að segja: "Sko, ég sagði þetta!". En þeir sögðu sko ekkert þetta,  því þeir sögðu ekki að staðan yrði svona alvarleg. Engum óraði fyrir þá miklu og djúpu kreppu sem er að ganga yfir Bandaríkin og Evrópu þessar vikurnar og samkvæmt fréttum frá USA þá er útlitið enn að dökkna þar og botninum ekki nærri náð.

Jón Daníelsson hagfræðingur, vekur athygli á sér í Englandi með einhverskonar "inside information" grein á Resource Investor vefnum. Í greininni vitnar Jón í skoðanakönnun sem gerð var á Íslandi þegar þjóðin var lömuð í sjokki eftir að hin alvarlega staða var ný runnin upp fyrir henni. Í þessari könnun kemur fram að þriðjungur þjóðarinnar íhugi að flytja af landi brott. Ég efast í sjálfu sér ekkert um að þetta hafi hvarflað að svo mörgum, en þegar fólk er spurt um þetta við svona aðstæður þá held ég að lítið sé mark á því takandi í raun.

Fyrsta hryna uppsagnanna kom eðlilega úr bankakerfinu og næsta hryna úr byggingar og verktakaiðnaðinum. Síðan er minnkun á starfsmannahaldi, minnkað starfshlutfall o.þ.h. í flestum greinum atvinnulífsins nema helst hjá ríki og sveitarfélögum. Hvert á fólkið úr bankageiranum og byggingariðnaðinum að flytja. Mér heyrist af herlendum fréttum að meðal atvinuleysi t.d. í ESB löndunum sé 6% og fari hækkandi. Samdráttur er víðast hvar í hinum vestræna heimi. Það er helst að Kínverjar ætli sér að auka framkvæmdir hjá sér en ég er ekki viss um að prentuð verði þar út "græn kort" í stórum stíl.

kína


mbl.is Þriðjungur þjóðarinnar vill flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta kynþáttahatur?

Ég á erfitt með að taka undir það að þetta hafi verið "kynþáttahatur" hjá dagskrárgerðarmanninum, en vissulega þarf að fara varlega í að draga fólk í dilka eftir útliti þess.

  Kunningi minn sem býr í Kaupmannahöfn biður alltaf um danskan bílstjóra af þeirri einföldu ástæðu að þeir tala dönsku og þeir rata um borgina. Hann var orðinn leiður á því að vera alltaf helmingi lengur á áfangastaði sína þegar bílstjórarnir voru útlendingar, auk þess sem fargjaldið var yfirleitt og eðlilega dýrara fyrir bragðið. Hann fær reyndar oft svarta bílstjóra og jafnvel handklæðahausa þegar hann biður um danska, en það eru þá menn sem kunna sitt fag eins og innfæddir og það er aðal málið í hans augum.


mbl.is Dýrkeypt hringing eftir leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler heilsar með flatböku

Þessi flatbökukeðja er fræg fyrir auglýsingar sem stuðar fólk og sennilega fá þeir mega-auglýsingu út á það eitt að auglýsingar þeirra eru bannaðar með reglulegu millibili.

hell-pizza-hitler-ad_25

Gyðingar fengu þessa auglýsingu að sjálfsögðu bannaða hjá pizzugerðarmeistara Helvítis árið 2007


mbl.is Umdeild flatbökuauglýsing dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskar frjálsíþróttakonur sleppa

11

Þarna eru þær Callur systur og Carolina Cluft ásamt einni til sem ég kann ekki deili á. þær eru að fagna góðum árangri sænska frjálsíþróttaliðsins á einu stórmótinu. Þessar fallegu stúlkur fengju bílpróf í Víetnam... er það ekki annars?

Ég er í ökukennaranámi og málband er ekki eitt af því sem ökukennarar þurfa að hafa í ökutækjum sínum.... það get ég fullyrt BlushErrm


mbl.is Brjóstasmáum bannað að keyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunnuglegir frasar

Kannski verður ávöxtunarkrafa í hlutabréfum lægri og jafnvel "eðlilegri", í kjölfar skipbrotsins á fjármálamörkuðum heimsins. Kannski er fólk tilbúið að fjárfesta með "hóflegum" væntingum um arð. Annars fannst mér þessi frétt um þennan vinnufund, ekki segja manni neitt. En ef ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur á RUV, þegar hún hélt því fram að skattgreiðendur væru nú að greiða 150 milljarða fjárglæfraskuldir vegna Kárahnjúka, er vísun í það sem koma skal hjá þessum vinnuhópi, þá getum við gleymt því að hann nái einhverjum árangri. 

Þetta er það helsta sem ég las úr fréttinni:

  • "...að halda landinu í byggð"
  • "Að halda vel menntuðu fólki hér á landi"
  • "...líta meira á Ísland sem eina heild“
  • "...  hvernig getum við hugsað hlutina upp á nýtt"
  • "...hvernig getur hátæknin hjálpað menntun, líftæknin heilsunni og svo framvegis,“
  • "...þykja vænlegar til arðsemi og aukningar á sjálfbærni og fjölbreytileika"

Einhvern veginn finnst mér ég kannast við þessa frasa. Jæja, við sjáum hvað setur.

cga0348l

 


mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband