Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir
Stjórnmálamaður í Samfylkingunni, sem hefur verið áberandi í baráttu sinni gegn virkjunum og stóriðju, segir á bloggi sínu við þessa frétt:
"Hvernig verður staðan ef það þarf að loka álverinu fyrir austan eftir einhver ár?"
Ég leyfi mér að setja hér inn athugasemd mína á blogginu hjá honum:
![]() |
Tap á rekstri Alcoa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 13.1.2009 (breytt kl. 01:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
stóriðja og virkjanir | 10.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þar sem ég veit að andstæðingar álvera á Íslandi fagna þessum fréttum, þá verð ég að hryggja þá með því að 1.440 dollara verðið nú, er hærra en bjatsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Ef ég man rétt, þá gerðu þær spár ráð fyrir 12-1300 dollara verði.
En álverð er ekki bara háð verði á olíu, því framboð og eftirspurn ræður þar að sjálfsögðu miklu líka. Það er næsta víst að eftirspurnin á áli minnkar ef bankakreppan í heiminum verður að allsherjarkreppu. Við sem erum hlynt því að kapitalisminn gangi hnökralaust fyrir sig, vonum auðvitað það besta.
![]() |
Álið lækkar með olíunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 8.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þeir sem hafa verið hvað mest áberandi í mótmælum undanfarið, eru hinir sömu og barist hafa hvað harðast fyrir umhverfisvernd á Íslandi, hvernig svo sem á því stendur. Kannski er þetta fólk einu activistarnir á landinu. Það er bara svo undarlegt, að þegar aðrar þjóðir líta á jarðhitanýtingu sem umhverfisvænt, þá líta íslenskir umhverfisverndarsinnar á nýtinguna sem glæp gegn ófæddum kynslóðum. Og hvers vegna hafa vinstrimenn eyrnamerkt sér umhverfisvernd? Fundu þeir þetta út á einhverjum krísufundi.... "Ah, umhverfisvernd.... það er engin með það, gerum það að okkar!"
Svaka bissness í því.
![]() |
Clinton hældi íslenskum jarðhita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 2.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Það væri gaman að sjá rökstuðninginn fyrir neikvæðum áhrifum álvers. Þeir sem eru heiftarlega á móti því að við nýtum vatn eða jarðvarma okkur til hagsbóta og til þess að selja orkuna til stórra raforkukaupenda, nota stundum þann hræðsluáróður að virkja eigi allt sem mögulega virkjanlegt sé og að álver eigi að rísa í hverju krummaskuði. Ef það væri raunin, þá væru auðvitað yfirgnævandi meirihluti þjóðarinnar á móti slíkum fyrirætlunum. En það er bara ekki raunveruleikinn. Raunveruleikinn er að nýta þessa orkumöguleika á tveimur til þremur stöðum, til viðbótar þeirra sem fyrir eru, þ.e. orkuöflunar til stórkaupenda.
Það er gott að búa í Fjarðabyggð!
![]() |
Meirihluti telur álver hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 23.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sól í Straumi, samtökin sem börðust gegn stækkun álversins í Straumsvík og kosið var um deiliskipulag fyrir (ekki stækkunina), hafa verið dugleg að grafa ýmislegt misjafnt úr fortíð Rio Tinto. Það er ekki erfitt verk því fyrirtækið fór offari, sérstaklega á árum áður þegar ekki þótti eins fínt að vera umhverfisvænn. Sem betur fer hafa flest ef ekki öll fyrirtæki tekið sig á í umhverfismálum en það eruþá helst mannréttindamál sem eru fótum troðin í skjóli glæpsamlegra stjórnvalda.
Það var mjög athyglisverð fréttin sem andstæðingar Alcoa á Reyðarfirði "láku" út um fyrirtækið. Þar sagði að mjög óeðlilega hátt hlutfall starfsmanna fyrirtækisins hefðu fengið krabbamein og væri það rakið til óheilnæms útblásturs verksmiðja þeirra. Þessari frétt var hampað af álversandstæðingum og þeir voru sigri hrósandi. Þegar farið var að skoða málið betur þá áttu þessar krabbameinstölur uppruna sinn frá verksmiðju í Ástralíu en fréttin var ekki ný. Hún var tæplega 60 ára gömul!
Æ,æ,.... jæja, gengur bara betur næst.
![]() |
Kreppubónus hjá Alcan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 20.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú! Eru þetta ekki bara ómerkileg verksmiðjustörf sem ekkert nema láglauna og undirborgaðir útlendingar vilja?
Ég er sannfærður um að það er ákveðinn hluti þjóðarinnar sem heldur þetta, miðað við upplýsingaflæðið sem frá andstæðingum stóriðjunnar streymir. Í hinni glæsilegu skrifstofubyggingu álversins á Reyðarfirði sem er fyrir neðan verksmiðjuna og fáir hafa séð, starfar rúmlega fjórðungur starfsmanna álversins. Lang flest af því fólki hefur háskólamenntun á ýmsum sviðum. Auk þess er töluverður hluti starfsmanna álversins úr nánast öllum iðngreinum, trésmiðir, vélvirkjar, járn og blikksmiðir, rafvirkjar o.s.f.v.
Öfgasinnaðir andstæðingar stóriðjunnar á Íslandi gera sér enga grein fyrir þeim skaða sem þeir valda á umræðunni um atvinnusköpun á Íslandi með málflutningi sínum. Staðreyndir þurfa að liggja á borðinu en ekki eitthvert ímyndað bull.
![]() |
Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 13.11.2008 (breytt kl. 16:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bergur Sigurðsson á þakkir Landsvirkjunar skyldar fyrir starf sitt sem framkvæmdastjóri Landverndar. Það var jú Landsvirkjun sem studdi stofnun samtakanna með fjármunum. Það vita allir sem eitthvað fylgjast með virkjana og stóriðjumálum, að Landsvirkjun er ásökuð um spillta stjórn og óvönduð meðul í viðleitni sinni til að uppfylla lagalega skyldu sína, þ.e. að framleiða rafmagn með sem hagkvæmasta hætti. Ég er ekki viss um að Landsvirkjun hafi reiknað með, þegar þeir komu Landvernd á koppinn, að samtökin myndu beita slíkum meðulum í andvirkjunaráróðri sínum sem þau einmitt ásaka aðra um að beita, þ.e. óheiðarleika.
Samtökin létu m.a. gera níðrit sem þau kölluðu "sérfræðingaskýrslu" um Kárahnjúkaverkefnið. Þeirri skýrslu var flaggað ótt og títt af virkjunarandstæðingum sem miklum sannleika, bæði um nútíð og framtíð. Sennilega var framtíðin nálægari en höfundar skýrlunnar áttuðu sig á, því ekki stendur steinn yfir steini í framtíðarspánum.
Bergur talar um og margir fleiri sem gert hafa andstöðu við álver að sérstöku áhugamáli hjá sér, að hvert starf í álveri sé óhemju dýrt. Með þeirri fullyrðingu er verið að gefa í skin að fjármunirnir sem fara í stóriðju og álversuppbyggingu, sé fjármagn sem tekið sé frá annari og viturlegri atvinnuuppbyggingu. En staðreyndin er auðvitað sú að það er fjarri sannleikanum því þeir fjármunir sem fara í stóriðjuverkefni eru ekki teknir frá neinum öðrum verkefnum, hvorki úr ríkissjóði né sveitarfélögum eða öðrum opinberum sjóðum. Tryggvi Skjaldarson bloggar við þessa frétt einnig og svarar þessari fullyrðingu ágætlega.
Þegar undirbúningur vegna Kárahnjúka stóð sem hæst, laust eftir aldamótin, þá fullyrtu andstæðngar áformana að ef hætt yrði við allt saman þá myndu þeir geta skapað 700 störf í "einhverju" öðru. Þetta sögðu virkjunarandstæðingarnir auðvitað í fullkomnu ábyrgarleysi í þeirri vissu að aldrei myndi reyna á þetta. En Vestfirðingar heyrðu í þeim og buðu þessum aðilum Vestur til að kenna Vestfirðingu töfraformúluna. Engin kom.
![]() |
Dregur úr líkum á álveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 3.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Fresta rannsóknarborunum að Þeistareykjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 31.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þeir sem hafa það að aðaláhugamáli að vera á móti stóriðju ættu kannski að hugsa sinn gang þegar þeir sjá þessar tölur. Og þetta er ekki allt, því afleidd störf eru ekki inni í þessum útreikningum.
Fyrirtækin, sem greiða hæstu gjöld í Reykjanesumdæmi eru þessi:
- Alcan á Íslandi 1.456.634.761 króna
- Grindavíkurkaupstaður 406.022.344 krónur
- Reykjanesbær 376.449.843 krónur
- Kópavogsbær 305.029.461 krónur
- Hafnarfjarðarkaupstaður 281.296.533 krónur
- Sandgerðisbær 253.386.207 krónur
- Sveitarfélagið Garður 232.944.548 krónur
- Þorbjörn 228.550.580
- Hitaveita Suðurnesja 226.840.007 krónur
- Íslenskir aðalverktakar 173.083.271 króna
- Nesbyggð 162.325.147 krónur
- Nesfiskur 149.264.892 krónur
- Sveitarfélagið Vogar 146.034.006 krónur
- Norvik 145.443.930 krónur
- N1 144.670.872 krónur
- Byko 139.902.711 krónur
- Flugfélagið Atlanta 135.880.316 krónur
- Marel Food Systems 134.680.322 krónur
- Samkaup 127.667.564 krónur
- Stálskip 108.313.570 krónur
- Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli, 105.593.837 krónur
- Garðabær 101.984.794 krónur.
![]() |
Alcan greiðir mest fyrirtækja á Reykjanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 31.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 946839
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Margt minnir á 2007
- Það er stöðugt verið að krossfesta kristið fólk.
- Hlutunum snúið á haus
- Heiðmörk, bylting, óbreytt ástand eða rafmagnslest um svæðið
- Samsæriskenning dagsins - 20250417
- Frábært viðtal við Kristján Loftsson
- Öryggismál og Brusselspuni
- Forstýra fyrir forstjóra ... Femínizka byltingin gengur bara vel, takk fyrir ...
- Valdið á bak við orðin, réttmætt eða ekki?
- Þorgerður harmar opinberlega þáttöku Hafþórs í kraftlyftingum í Rússlandi, en...
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Fyrsta veðurspá fyrir sumardaginn fyrsta
- 15 sinnum út um glugga: Þetta er enginn edrútími
- Óviðræðuhæfur maður í umferðaróhappi
- Lögregla varar við innbrotum yfir páskana
- Köstuðu grjóti að sundlaugargestum
- Truflaði fjarskipti Neyðarlínunnar
- Byssuskot fannst á leikvelli
- Dómurinn hafi ekki áhrif á Íslandi
- Ómetanlegur fundur
- Sósíalistar og einhleypir karlmenn óánægðastir
Erlent
- Hútar segja 13 látna í árás Bandaríkjahers
- Kona sló til varðar við flótta af sjúkrahúsi
- Veitti banaskotin með skammbyssu móður sinnar
- Tveir látnir í skotárás í Flórída
- Kláfur féll til jarðar á Ítalíu
- Sannfærð um að hægt sé að semja um tolla
- Skotárás í háskóla í Flórída
- Engill dauðans kominn til Noregs
- Alheimskreppa ólíkleg þrátt fyrir tollastríð
- Styttir sumarfrí þingmanna
Fólk
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
- Féll fyrir eigin hendi aðeins 54 ára
- Dóttir Perry fylgdist spennt með geimskotinu
Íþróttir
- Karlar: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum
- Þurfum að gera allt enn betur en í kvöld
- Vinna leikinn á okkar mistökum
- Magnað afrek norska liðsins
- United áfram eftir stórkostlegan níu marka leik
- Valsmenn unnu ótrúlegan fyrsta leik
- Solanke skaut Tottenham í undanúrslit
- Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap
- Vita ekki hvers vegna Arnór var ekki með
- Stórkostlegur Viggó skoraði 14
Viðskipti
- Evrópa hefur regluvætt sig úr samkeppni
- Viðskiptastríð um fágætismálma
- Elísabet og Bergsveinn ráðnir markaðsstjórar
- Kínverjar vængstýfa Boeing
- Dregið mjög úr áhuga á Íslandi á lykilmörkuðum
- Óvissa má ekki ríkja um ríkisábyrgð
- Of mikil skýrslugerð
- Ákveðin hjarðhegðun í gangi á markaðnum
- Sterkari bankar kostur
- Tollastefna Trumps
"Ég hélt að gerðar væru einhverjar kröfur til stjórnmálamanna í Samfylkingunni. Kröfur um að þeir séu sæmilega upplýstir. Og þú Dofri, sem hefur sérstakan áhuga á að vera á móti álverum, ættir að vita betur, ættir í raun að vita allt sem hægt er að vita um álfyrirtækin.
Það er útilokað að álverinu á Reyðarfirði verði lokað á næstu árum. Nema þú gerir ráð fyrir að Alcoa verði í heild sinni gjaldþrota. Finnst þér það líklegt? Finnst þér líklegt að nýjasta og tæknilegasta álverinu, flaggskipinu, verði lokað? Finnst þér líklegt að þetta rúmlega 100 ára gamla álfyrirtæki brjóti bindandi samning sinn til 40 ára við Landsvirkjun, með tilheyrandi skaðabótamáli og álitshnekkjum?
Þú þarft að vinna heimavinnuna betur Dofri".
Það hlýtur að vera hörgull á frambærilegu fólki í Samfylkingunni.
P.s. Fjárfesting Alcoa á Reyðarfirði nam 1 miljarði $, óframreiknað. Ég segi það aftur... hversu líklegt er að slíkri fjárfestingu verði fleygt á næstu árum, jafnvel þó Alcoa yrði gjaldþrota?