Þóra Kristín flokkspenni

thorakristinÞað er athyglisvert hvernig Þóra Kristín Ágeirsdóttir matreiðir fréttir sínar, eða tekur engin eftir því nema ég? Þegar henni var sagt upp síðast á fréttastofu, þá var látið að því liggja að það hefði verið af pólitískum ástæðum. Pólitískar skoðanir fréttamanna eiga aldrei að lita fréttaflutning þeirra. Litur Þóru Kristínar er augljós, hann er rauð-grænn. Flokksblöðin liðu undir lok fyrir mörgum árum síðan en flokkspennarnir að sjálfsögðu ekki.

 


mbl.is Litlu minna en Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bentu mér á rangfærslur í þessrri frétt.

Þarna eru taldar upp staðreyndir og ekkert annað.  Einnig fær fulltrúi landsvirkjunar að bera af sér ásakanir um að þetta sé reyksprengja, en slíkar ásakanir hafa einmitt farið hátt undanfarið.

Ég sé ekki annað úr þessarri færslu þinni en að þér sé illa við Þóru Kristínu, eða þér sé illa við að staðreyndir komi fram. 

kv. Gunnar.

Gunnar B (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"risavaxið lón", kemur bara úr munni þess sem vill sverta þessar fyrirhuguðu framkvæmdir. Sá sem hefur enga sérstaka skoðun á þessu myndi sennilega segja "stórt lón" Efsta stig lýsingarorða er gjarnan notað af þeim sem er mikið niðri fyrir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og stór lýsingarorð hafa áhrif þegar þau eru notuð af "hlutlausum" fjölmiðlum

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 19:06

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta verður risavaxið lón. Er einhver ástæða til að vera sár yfir því að lýsingarorð sem lýsa hlutunum séu notuð? Ég verð að vera sammála nafna þínum B að hún leyfði manninum að bera af sér aðdróttanir Landverndar. Ég hef ekki myndað mér skoðun á lóninu ennþá or það skiptir engu máli í því ferli hvort einhver fréttamaður notar orðið stórt eða risastórt. Áhrifin á umhverfið, árnar og lífríkið á svæðinu og hugsanlegur avinningur munu mynda mína skoðun.

Villi Asgeirsson, 9.9.2008 kl. 06:56

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, nei, ég er ekkert sár. Það er bara allt á sömu bókina lært já henni......  í öllum fréttum

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þekki Þóru Kristínu vel og hún vinnur faglega að öllum sínum fréttum. Auðvitað hafa fréttamenn eins og aðrir skoðanir á hlutunum en með því að leyfa báðum sjónarmiðum að komast að í deilumálum er faglega unnið. Þóra Kristín var hins vegar í þessari frétt bara að flytja blákaldar staðreyndir, tölur sem segja sitt. Ég man eftir því að ég þufrfti að tala sýslufulltrúann á Egilsstöðum til í langan tíma til að svar fyrir sig og sína menn þegar mótmælendur við Kárahnjúka sögðu lögregluna hafa beitt ofbeldi þar. Stundum halda embættismennirnir að betra sé að þegja og þá lendir sökin á okkur fréttamönnum.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband