Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Með lífverði á flótta

Ég var að spjalla við Svía, ágætan vin minn í Stokkhólmi og fyrrverandi starfsmann Kaupþings þar í borg. Hann sagði mér að hrikalegar sögusagnir væru í gangi um meint "Criminal act" æðstu stjórnenda Kaupþings. Hann sagði að ef sögusagnirnar reyndust réttar, þá væri ekki langt í að Hreiðar Már og félagar hyrfu af yfirborði jarðar með fúlgur fjár. M.a. sagði hann sögusagnirnar segja að fjárfesting arabíska olíufurstans fyrir stuttu síðan í Kaupþingi, væri blekkingarleikur sem stjórnendurnir hefðu sett á svið í samvinnu við Arabann. Svo margir ættu um sárt að binda nú, í viðskiptum sínum við bankann, að æðstu stjórnendur hans gætu sig hvergi hreift nema í fylgd lífvarða. Þetta hlýtur að koma í ljós þegar FME fer í saumana á viðskiptum bankans undanfarið.
mbl.is Krefjast staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er botninn? Suður í Borgarfirði?

Menn hafa verið að tala um einhvern helvítis botn undanfarnar vikur, að nú væri honum náð. Spurning um að fara að svipast um suður í Borgarfirði. Var hann ekki þar einhvern tíma?

Mér fannst Davíð standa sig vel í Kastljósinu um daginn en nú er ég farinn að efast um að afdráttarlaus yfirlýsing hans um að Íslendingar myndu ekki borga fyrir skuldbindingar bankanna erlendis, hafi verið klók hjá honum. Svo virðist sem áhyggjur lánadrottna bankanna hafi breyst í ofsahræðslu við ummælin. Menn hafa verið skammaðir fyrir að tala niður krónuna en þarna var allt fjármálakerfið talað niður. Hræðsla og óþolinmæði lánadrottnanna er ekki vinur fjármálakerfisins okkar. Er ekki klókara að "kaupa" tíma og bíða með svona yfirlýsingar í fjölmiðlum? Hver dagur í biðlund gæti skipt máli. En hvað veit ég svo sem.... sem ekkert á nema skuldir. (sem betur fer GetLost)

Arbeit_Macht_Frei_LG

 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hangir eitthvað á spýtunni?

Ef rússar veita okkur þetta lán, sem við skulum vona, þá velti ég því fyrir mér hvort einhver pólitísk klásúla kunni að fylgja með sem skilyrði fyrir láninu. T.d. að opna lofthelgi okkar fyrir rússneskar herþotur eða stuðningur/hlutleysi vegna alþjóðlegra deilumála sem Rússar standa í. Maður trúir næstum hverju sem er á þessum síðustu og verstu tímum. En þetta er vonandi óþarfa fabúleringar í mér Errm

Mér sýnist að við skuldum ekki kananum nokkurn skapaðan hlut og réttast væri að sýna þeim fingurinn en Norðmenn fóru náttúrulega strax á taugum um leið og þeir fréttu af þessu "rússagulli" sem gæti verið á leið hingað. Norðmenn hafa alltaf verið skjálfandi og skíthræddir við Rússa.

blog_header_1


mbl.is Rússar sagðir hissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myntkörfulánin

  Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson sögðu í gær að komið yrði til móts við þá sem tóku myntkörfulán til húsnæðiskaupa og að Íbúðalánasjóður myndi yfirtaka lánin og endurlána á sem næst því gengi sem var þegar lánin voru tekin. Björgvin G. nefndi dæmi um manneskju sem tók 30 milj. kr. lán. Í dag dró Jóhanna hins vegar verulega úr og talar um að lánskjörin verði a.m.k. ekki verri. Verri en hvað? Hvað á hún við?
mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falið vald

falid_valdÞegar ég var táningur og mikill vinstrisinni, þá drakk ég í mig bókina Falið vald eftir Jóhannes Björn. Þetta er hatursbók um kapitalismann og skrifuð í reifarastíl og er ansi mögnuð lesning. Í formála bókarinnar segir m.a.

"Hér er einnig fjallað um skipulagðar kreppur og byltingar, ólýðræðislegt leynimakk staðbundinna og alþjóðlegra leynifélaga, furðulega starfsemi bandarískra auðhringa í Rússlandi, arðvænlegt starf sömu auðhringa í Þýskalandi Hitlers, nokkra ríkustu menn jarðarinnar, hvernig bankakerfið skapar sér auð úr engu og margt fleira í svipuðum dúr". 

Jóhannes Björn segist hvorki vera til vinstri né hægri í pólitík en það er þó augljóst að hann hatar kapitalismann og allt sem honum fylgir. Það er ljótt að sjá og heyra Þórðargleði sumra þingmanna VG, m.a. Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur , þar sem hún heimtar sökudólga í dag, fyrir ástandinu sem nú er uppi á Íslandi. Hún vill ekki að sagnfræðin bíði, heldur vill hausaveiðar núna. Það sýnir e.t.v. ágætlega hvers vegna margir álíta að VG sé ekki stjórntækt afl í íslenskri pólitík.

Nú krossa sig margir í bak og fyrir og þakka Guði fyrir að Íbúðalánasjóður hafi ekki verið seldur. Ég segi hins vegar að þar fór glatað tækifæri í að koma honum í verð, því það er augljóst að nú er það of seint.... í bili a.m.k. Það er nefnilega þannig að þegar ástandið er eins og það er núna, þá er ríkið hvort eð er komin með stjórnartaumana í Glitni og Landsbankann til þess að tryggja hagsmuni almennings og þ.m.t. íbúðalán. Ríkisvaldið hefur sett neyðarlög sem heimila því að stofna fjármálafyrirtæki ef þess gerist þörf og Íbúðalánasjóður er endurnýjanleg auðlind sem hægt hefði verið að virkja að nýju sem neyðarúrræði.

Sumir segja í Þórðargleði sinni núna; "Sko, ég sagði það!" og benda á hve mikil mistök hafi verið að einkavæða ríkisbankana í ljósi ástandsins í dag. En sterk staða ríkissjóðs í dag og skuldleysi hans er að stórum hluta einmitt einkavæðingunni að þakka. Mistökin sem gerð voru var hins vegar hömlu og eftirlitsleysi fjármálageirans sem fékk óáreittur að vaxa umsvifum þjóðarbúsins yfir höfuð..... tólf-falt! Það var dýr lexía eins og komið hefur á daginn. En mistökin hljóta að vera til þess að læra af þeim.

 

 


mbl.is Aldrei stóð til að gjaldfella lán Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus-feðgar leggjast á árarnar

Jón Ásgeir Jóhannesson segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við Seðlabankann (Davíð Oddsson) Er þetta liður í einhverju áróðursstríði þeirra feðga?

jj


mbl.is Ótti gripur um sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg selt til erlendra aðila

Fyrirtækjum og einstaklingum blæðir vegna gengisþróunarinnar, en þó ekki öllum fyrirtækjum. Fyrirtæki í útflutningi hagnast og sjómenn eru margir hverjir hæst ánægðir með þróun mála, sérstaklega þeir sem eru á frystitogurum og loðnuskipum.

Ekki veit ég nákvæmlega hvernig Landsvirkjun kemur út úr þessu, t.d. varðandi Kárahnjúka. Raforkuverðið til álvera er nú í hæstu hæðum en það eru skuldirnar líka. Það er þó bót í máli að heimsmarkaðsverð á áli er hærra en gert var ráð fyrir í arðsemisútreikningum Landsvirkjunnar, þó ekki sé miðað við gengið.

Íslendingar þurfa að framleiða meira til útflutnings, nú sem aldrei fyrr. Raforkan kemur þar sterk inn. En fyrst og fremst þarf almenningur að spara. Spurning hvort ekki mætti setja sparnað inn í aðalnámsskrá grunnskóla. Foreldrar flestra barnanna virðast ekki kunna það og kannski myndu þau læra eitthvað í leiðinni þegar þau líta eftir heimanámi barna sinna. Annars er ég með ágætis ráð til sparnaðar; hætta bara að eyða!

credit-card

 

 

 


mbl.is Orkuveitan í kröppum dansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar í peningum

Það er stórhættulegt að eiga peninga í dag, lítið skárra en að eiga hlutabréf. Ég er lánsamur maður og er alveg laus við slíka bagga.

 

 

wouldyou

mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri ehf

Jón Ásgeir Jóhannesson kallar yfirtöku ríkisins á Glitni, bankarán og að höfuðpaurinn sé Davíð Oddsson. Það er erfitt fyrir leikmenn að rökræða svona aðdróttanir því þeir sem vilja trúa samsæriskenningunni, þeir trúa henni sama hvað tautar og raular og þeir sem ekki vilja trúa þeir eru auðvitað á hinum endanum. Ég er á hinum endanum enda tiltölulega einföld og saklaus sál. Halo

Það hlýtur að vera voðalega þægilegt að hafa alltaf einhvern blóraböggul ef eitthvað fer úrskeiðis.

samsaeri


mbl.is Kallaði ráðherra og þingmenn á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppubókahöfundar

peningar    Þegar kreppir að, þá er lag fyrir allskonar kreppubókahöfunda að gefa út rit sín. Slíkar bækur seljast eins og heitar lummur við aðstæður eins og blasa við okkur í dag. Höfundar slíkra bóka skrifa þær eins og þeir hafi allan tímann vitað fyrirfram um þróun mála. Svo þegar birtir aftur til, þá skrifa þessir sömu höfundar fjálglega um hvernig best er að haga fjárfestingum okkar.

ab

 


mbl.is Hrun á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband