Ekki nóg selt til erlendra aðila

Fyrirtækjum og einstaklingum blæðir vegna gengisþróunarinnar, en þó ekki öllum fyrirtækjum. Fyrirtæki í útflutningi hagnast og sjómenn eru margir hverjir hæst ánægðir með þróun mála, sérstaklega þeir sem eru á frystitogurum og loðnuskipum.

Ekki veit ég nákvæmlega hvernig Landsvirkjun kemur út úr þessu, t.d. varðandi Kárahnjúka. Raforkuverðið til álvera er nú í hæstu hæðum en það eru skuldirnar líka. Það er þó bót í máli að heimsmarkaðsverð á áli er hærra en gert var ráð fyrir í arðsemisútreikningum Landsvirkjunnar, þó ekki sé miðað við gengið.

Íslendingar þurfa að framleiða meira til útflutnings, nú sem aldrei fyrr. Raforkan kemur þar sterk inn. En fyrst og fremst þarf almenningur að spara. Spurning hvort ekki mætti setja sparnað inn í aðalnámsskrá grunnskóla. Foreldrar flestra barnanna virðast ekki kunna það og kannski myndu þau læra eitthvað í leiðinni þegar þau líta eftir heimanámi barna sinna. Annars er ég með ágætis ráð til sparnaðar; hætta bara að eyða!

credit-card

 

 

 


mbl.is Orkuveitan í kröppum dansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband