Hangir eitthvað á spýtunni?

Ef rússar veita okkur þetta lán, sem við skulum vona, þá velti ég því fyrir mér hvort einhver pólitísk klásúla kunni að fylgja með sem skilyrði fyrir láninu. T.d. að opna lofthelgi okkar fyrir rússneskar herþotur eða stuðningur/hlutleysi vegna alþjóðlegra deilumála sem Rússar standa í. Maður trúir næstum hverju sem er á þessum síðustu og verstu tímum. En þetta er vonandi óþarfa fabúleringar í mér Errm

Mér sýnist að við skuldum ekki kananum nokkurn skapaðan hlut og réttast væri að sýna þeim fingurinn en Norðmenn fóru náttúrulega strax á taugum um leið og þeir fréttu af þessu "rússagulli" sem gæti verið á leið hingað. Norðmenn hafa alltaf verið skjálfandi og skíthræddir við Rússa.

blog_header_1


mbl.is Rússar sagðir hissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það mun reynast okkur dýrkeypt, sætið í Öryggisráðinu!

Hljóðið sem heyrist er í dómínókubbunum sem eru byrjaðir að falla...

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bresku fréttamennirnir segja mér hérna að Geir þori ekki út úr húsi til að feisa spurningar þeirra. Þvílíkur volæðis aumingi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.10.2008 kl. 14:27

3 identicon

já áfram Rússland :) Opnum lofthelgina fyrir Rússum og lokum henni fyrir Nató.

Niður með helv Öryggisráðið og Nató, EU og hin fíflin :)

Íslendingar fara vonandi að standa saman á móti svona peningasaumaklúbbum.

sigríður bryndís baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Auðvitað hangir ýmislegt á spýtunni. Titringurinn á norðurheimskautssvæðinu t.d. þar sem tekist er á um gríðarlegar auðlindir og siglingarleiðir... Áhugi/ótti Norðmanna styrkir slíka tilgátu.

Fyrir utan staðsetningu Íslands á jarðkringlunni, svona í hernaðarlegu tilliti

Aðalheiður Ámundadóttir, 8.10.2008 kl. 14:45

5 identicon

Íslenskir ráðamenn verða að passa sig á því að taka öllu frá Rússlandi með gígantískum fyrirvara, enda hafa þeir í ljósi sögunnar ekki reynst bandamönnum sínir neinir sérstaklega góðir vinir heldur hafa þeir aðallega haft áhuga á því að kúga bandamenn sína til hlýðni. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að það finnst varla ríki í Austur-Evrópu sem hefur áhuga á því að gerast bandamaður Rússlands. Ætli sú ástæða liggi í því að reynslan af vinskap við Rússa sé vægast sagt slæm?

Ef þessi samningur verður gerður við Rússa þá hlýtur það að vera krafa þjóðarinnar í ljósi þess hversu hættulegir Rússar eru að annaðhvort verði sett upp NATO herstöð hér á landi í einum grænum hvelli eða þá að íslenska ríkið vígbúi sig og komi upp að minnsta kosti lágmarks vörnum gegn rússneska bjarnarófétinu.

Til heimilda bendi ég á sögu Austur-Evrópu frá 1945-1990.

Reagan (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband