Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Kratar verma toppinn

515167935_e8f2fa2121_o Bill Clinton og Gordon Brown, kratarnir í austri og vestri, verma tvö af þremur efstu sætunum. Geir á náttúrulega ekkert að vera á þessum lista. Hin alþjóðlega fjármálakreppa er ekki Íslendingum að kenna.
mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprotafyrirtækin redda þessu

Eitt bjartsýnishjalið og töfraorðið í eyrum sumra í þeim þrengingum sem herjar á íslensku þjóðina um þessar mundir, er: "Sprotafyrirtæki" Ég held að það sé tímaskekkja að dæla miklu áhættufjármagni úr opinberum sjóðum í slík fyrirtæki. Í góðæri er það í lagi, þá er lag, en í þrengingum þá gerir 90% hlutfallið um flopp á slíkum hugmyndum, ekki annað en að hækka.

Auðvitað á að taka með opnum huga hugmyndum fólks, því sumar hverjar eru mjög góðar. Einstaklingar eru líklegri en opinber battarí til þess að finna lausnirnar, en stundum þarf sérfræðiaðstoð til þess að útfæra þær  í smáatriðum. Þar gæti opinbert fé komið að gagni. 

sprotafyrirtæki


mbl.is Efnahagsspáin svört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég "skúbbaði" um þetta 9. október

ÞESSI færsla mín er frá 9. október, stuttu eftir bankahrunið

"Ég var að spjalla við Svía, ágætan vin minn í Stokkhólmi og fyrrverandi starfsmann Kaupþings þar í borg. Hann sagði mér að hrikalegar sögusagnir væru í gangi um meint "Criminal act" æðstu stjórnenda Kaupþings. Hann sagði að ef sögusagnirnar reyndust réttar, þá væri ekki langt í að Hreiðar Már og félagar hyrfu af yfirborði jarðar með fúlgur fjár. M.a. sagði hann sögusagnirnar segja að fjárfesting arabíska olíufurstans fyrir stuttu síðan í Kaupþingi, væri blekkingarleikur sem stjórnendurnir hefðu sett á svið í samvinnu við Arabann.

Svo margir ættu um sárt að binda nú, í viðskiptum sínum við bankann, að æðstu stjórnendur hans gætu sig hvergi hreift nema í fylgd lífvarða. Þetta hlýtur að koma í ljós þegar FME fer í saumana á viðskiptum bankans undanfarið".

istockphoto_3425284_money_laundry


mbl.is Segir allt með felldu í Kaupþingsviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun - 90% misheppnast

Nýsköpun er voðalega falleg hugmynd og hljómar vel í eyrum flestra, en þessi örlánahugmynd mun ekkert virka. 90% þeirra hugmynda sem nýsköpunarmiðstöðvar hafa ýmist styrkt eða lánað til, hafa endað með gjaldþroti. Ekki af því hugmyndirnar hafi verið svo vitlausar, heldur vegna þess að startpeningurinn er ekki nógu mikill. Það er ekkert hægt að gera af viti fyrir eina miljón kr., það er bara svo einfalt. Jafnvel þó þær væru tvær.
mbl.is Skoða örlán til VR-fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hekla á hausnum

Ég heyrði því fleygt um daginn að Hekla, bílaumboðið riðaði á barmi gjaldþrots. Ég veit ekkert hvort einhver fótur sé fyrir því, en hitt veit ég að fyrirtækið hagnaðist gríðarlega á framkvæmdunum við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, enda var opnað útibú frá Heklu hér á Reyðarfirði. Ef satt er að fyrirtækið eigi í erfiðleikum nú, hvernig væri þá ástandið ef ekki hefðu verið framkvæmdirnar fyrir austan?

Einhvern tíma var mér sagt að bíla og vélaframleiðendur græddu minnst á framleiðslu nýrra bíla og tækja, en framleiðsla varahluta væri aðal gróðalindin. En svo er framleiðslan auðvitað aðskilin svo hægt sé að sýna tap á einni deild og þannig fá einhverjar skattaívilnanir eða stuðning á annan hátt. Bílaframleiðsla er jú nokkuð mannfrekur iðnaður, auk þess sem sum lönd eru afar stolt af bílum sínum og hafa ákveðinn "goodwill" meðal almennings.

Ég týndi bíllykli af WW Passat sem ég keypti árið 2007. Tveir lyklar fylgdu bílnum. Þar sem bíllin er atvinnutækið mitt, leigubíll, er mjög óþægilegt að hafa bara einn lykil, svo ég kannaði hvað nýr lykill myndi kosta.

007

Þetta er ekki venjulegur bíllykill eins og flestir þekkja, heldur er þessu stykki stungið í gat, fyrst til hálfs til að fá forhitarann í gang (Díslilbíll) og svo í botn til að starta. Inn í lyklinum er svokallaður "neyðarlykill", sem ég tók úr og setti á lyklakyppuna mína. Neyðarlykillinn er svarta plaststykkið en með þessum neyðarlykli er ekki hægt að starta bílnum heldur aðeins opna hann. Mjög erfitt er að komast inn í bílinn án þessa lykils ef fjarstýringalýkillinn er ekki fyrir hendi. Hægt er að kaupa svona "neyðarlykil", þetta litla plaststykki, en það kostar 10.000 kr. !!!

Aðallykillinn kostar hins vegar 40.000 kr.! Lyklarnir báðir sem fylgdu bílnum kosta því samtals 100.000 kr. með þessu ómerkilega plaststykki, en það er 3% af heildarverði bílsins, splunkunýjum!

Ætli Dr. Gunni viti af þessu?

 

 


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprisa holdsins og eilíft líf

Þetta er ansi snjallt hjá þeim klámbræðrum en ég er hræddur um að samanskroppinni sölu á prentuðu klámi sé ekki hinni alþjóðlegu fjármálakreppu  um að kenna. En ef bandarísk stjórnvöld vilja efla kynhvötina í Kanans-landi, þá ættu þau kannski frekar að líta til lyfjaiðnaðarins, en hann ku framleiða pillur við þessu vandamáli. Hægt væri að niðurgreiða upprisu-pillurnar og slá þar með tvær flugur í einu höggi og efla þar með tvo geira iðnaðar með einni aðgerð.

rron91l


mbl.is Ríkisstyrkt klám?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það að gerast núna fyrst?

criminal_defense_photoÉg skil það svo á þessari frétt að það sé fyrst með tilkomu rannsóknarnefndar Alþingis, sem reynt sé að tryggja að gögnum sé ekki spillt. Ef ég væri hvítflibbaglæpamaður, þá myndi ég þyggja það með þökkum að fá að eyða gögnum um glæp minn, óáreittur í margar vikur. Svo myndi ég skála í kampavíni. Reyndar hef ég einnig staðið í þeirri trú að erfitt sé að eyða gögnum, eins og t.d. millifærslum á fjármagni og slíku. Peningar hafa nokkuð langa slóð sem hægt er að rekja. En hvað veit ég svosem, sem aldrei hef átt neitt nema skuldir.
mbl.is Öryggi rannsóknargagna tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleg beiðni

"Upplýsingar sem fyrirtækið vill afla er m.a. um kröfur á hendur einstaklingum, um gjalddaga, eindaga og greiðsludag. Unnið sé með þær til að reikna út meðalgreiðslutíma hjá hverjum einstaklingi, og selja aðgang að niðurstöðunum".

Þarna er alltof langt gengið í persónu-njósnum . Þeir sem eru með allt niðrum sig í fjármálum, fara á einhvern lista... vanskilalista eða eitthvað þ.u.l. og það er kannski réttlætanlegt til að gæta hagsmuna meirihluta almennings. Hins vegar verður að gæta þess þá líka að einstaklingar séu teknir af slíkum lista, þegar hlutirnir lagast hjá viðkomandi.

Lánstraust er að snuðra eftir upplýsingum til að selja. Snuðra um meðalgreiðslutíma! Bölvaður dónaskapur og ekkert annað.

Kristinn Pétursson skrifar ljómandi góðan blogg-pistil fyrir akkúrat ári síðan um Lánstraust, sjá HÉR


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni

Ég fékk þetta frá bloggvini og eflaust hafið þið mörg fengið þetta líka. Ég birti þetta fyrir þá sem ekki eiga bloggvini... eða enga vini... what ever Blush

"Heppni?

Hans Petersen er fyrirtæki sem stofnað var í
upphafi síðustu aldar. Fyrirtækið gekk ágætlega
um áratuga skeið en uppúr 1980 fór að syrta í
álinn.

Fyrirtækið sérhæfði sig í ljósmyndavinnslu,
framköllun og sölu á filmum, ljósmyndavörum og
slíku. Byggt var stórhýsi í Höfðahverfinu sem
var nokkuð sérhæft, þar var eins konar
framköllunarverksmiðja sem framkallaði filmur og
myndir fyrir fjölmarga afgreiðslustaði
fyrirtækisins. Þar var stór lager og einnig
skrifstofur. Á árinu 1985, að mig minnir, var
opnuð í Reykjavík framköllunarþjónusta,
"Framköllun á stundinni", en þar voru vélar í
versluninni sem framkölluðu myndir á innan við
einni klukkustund. Þessi tækni breiddist hratt
út og voru settar upp all margar svona stöðvar.
Þessi nýja tækni kippti fótunum undan
ljósmyndaverksmiðju Hans Petersen og húsnæðið og
öll tæknin varð úrelt. Síðar kom svo stafræna
ljósmyndatæknin sem gerði endanlega út af við
fyrirtækið.

En á þessum tíma voru góð ráð dýr fyrir
eigendurna sem áttu þetta dýra húsnæði og
rekstur sem hafði verið blómlegur en stefndi
einungis niður á við. En þessi eigendur voru
heppnir. DeCode fyrirtækið hafði nýlega hafið
starfsemi á Íslandi og það bauðst til að kaupa
af fyrirtækinu húsnæðið á afar hagstæðu verði
fyrir seljendurna, mörg hundruð milljónir.

En þetta var ekki eina heppnin, svo ótrúlega
vildi til að fyrirtæki sem aðeins hafði stundað
innflutning á olíu og bensíni og dreifingu á
þessum vörum til þessa vildi allt í einu bæta
við sig þjónustu í framköllun. Það þótti mörgum
skrítið að fyrirtækið Skeljungur vildi allt í
einu borga mörg hundruð milljónir fyrir, að
margir töldu, dauðadæmdan rekstur.

Meðal þessara ótrúlega heppnu eigenda Hans
Petersen voru systur, afkomendur Petersen. Önnur
þeirra var og er vel gift manni í áhrifastöðu,
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Stuttu eftir
þessi kaup fékk DeCode og Kári Stefánsson,
spilavinur Davíðs, ábyrgð frá íslenska ríkinu
til að taka afar hátt erlent lán. Bankar, sem
enn voru í eigu ríkisins, keyptu svo hlutabréf í
fyrirtækinu sem leiddi til mikillar
hlutbréfabólu sem margir muna.

Forstjóri Skeljungs sem keypti rekstur Hans
Petersen er giftur konu sem óvænt fékk stöðu
dómsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar.
Síðar þegar olíufélögin vor sökuð um samráð
sluppu allir vel frá því, enginn fékk dóm og
aðeins smá vinstrilegur borgarstjóri þurfti að
segja af sér.
Leggi nú hver fyrir sig saman tvo og tvo.


Beðist afsökunar

sorry2Eflaust eru margir sem vilja hlæja að þessari afsökunarbeiðni, en mér sýnist hún vera góðra gjalda verð. Þeir geta eiginlega ekki gert betur og allt verður uppi á borðinu og opið fyrir málsókn ef fólki finnst á rétti sínum brotið. Svo er aftur annað, hvort raunhæft sé að sækja sinn rétt með tilheyrandi tíma, fé og fyrirhöfn. Ef málsókn reynist tímasóun, þá er þessi afsökunarbeiðni eins og salt í sár.


mbl.is NBI og Landsvaki viðurkenna mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband