Heppni

Ég fékk þetta frá bloggvini og eflaust hafið þið mörg fengið þetta líka. Ég birti þetta fyrir þá sem ekki eiga bloggvini... eða enga vini... what ever Blush

"Heppni?

Hans Petersen er fyrirtæki sem stofnað var í
upphafi síðustu aldar. Fyrirtækið gekk ágætlega
um áratuga skeið en uppúr 1980 fór að syrta í
álinn.

Fyrirtækið sérhæfði sig í ljósmyndavinnslu,
framköllun og sölu á filmum, ljósmyndavörum og
slíku. Byggt var stórhýsi í Höfðahverfinu sem
var nokkuð sérhæft, þar var eins konar
framköllunarverksmiðja sem framkallaði filmur og
myndir fyrir fjölmarga afgreiðslustaði
fyrirtækisins. Þar var stór lager og einnig
skrifstofur. Á árinu 1985, að mig minnir, var
opnuð í Reykjavík framköllunarþjónusta,
"Framköllun á stundinni", en þar voru vélar í
versluninni sem framkölluðu myndir á innan við
einni klukkustund. Þessi tækni breiddist hratt
út og voru settar upp all margar svona stöðvar.
Þessi nýja tækni kippti fótunum undan
ljósmyndaverksmiðju Hans Petersen og húsnæðið og
öll tæknin varð úrelt. Síðar kom svo stafræna
ljósmyndatæknin sem gerði endanlega út af við
fyrirtækið.

En á þessum tíma voru góð ráð dýr fyrir
eigendurna sem áttu þetta dýra húsnæði og
rekstur sem hafði verið blómlegur en stefndi
einungis niður á við. En þessi eigendur voru
heppnir. DeCode fyrirtækið hafði nýlega hafið
starfsemi á Íslandi og það bauðst til að kaupa
af fyrirtækinu húsnæðið á afar hagstæðu verði
fyrir seljendurna, mörg hundruð milljónir.

En þetta var ekki eina heppnin, svo ótrúlega
vildi til að fyrirtæki sem aðeins hafði stundað
innflutning á olíu og bensíni og dreifingu á
þessum vörum til þessa vildi allt í einu bæta
við sig þjónustu í framköllun. Það þótti mörgum
skrítið að fyrirtækið Skeljungur vildi allt í
einu borga mörg hundruð milljónir fyrir, að
margir töldu, dauðadæmdan rekstur.

Meðal þessara ótrúlega heppnu eigenda Hans
Petersen voru systur, afkomendur Petersen. Önnur
þeirra var og er vel gift manni í áhrifastöðu,
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Stuttu eftir
þessi kaup fékk DeCode og Kári Stefánsson,
spilavinur Davíðs, ábyrgð frá íslenska ríkinu
til að taka afar hátt erlent lán. Bankar, sem
enn voru í eigu ríkisins, keyptu svo hlutabréf í
fyrirtækinu sem leiddi til mikillar
hlutbréfabólu sem margir muna.

Forstjóri Skeljungs sem keypti rekstur Hans
Petersen er giftur konu sem óvænt fékk stöðu
dómsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar.
Síðar þegar olíufélögin vor sökuð um samráð
sluppu allir vel frá því, enginn fékk dóm og
aðeins smá vinstrilegur borgarstjóri þurfti að
segja af sér.
Leggi nú hver fyrir sig saman tvo og tvo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mikið vildi ég að ég væri svona heppinn..   Þetta er það fyrsta sem ég heyri þar sem Davíð vinur minn er bendlaður við spillingu.   Hvernig endar þetta finnst hvergi saklaus maður í þessu landi?

Offari, 22.12.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Maður spyr sig

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

 Einu sinni fór ég í bisniss-erindum upp í Hans Petersen. Þar voru gífurleg salarkynni og  húsmunir fagrir. Það ríkti þarna upphafin kyrrð. Fyrirtækið var í eigu kvenna og stjórnað af virðulegum frúm. Bakvið stórkostleg skrifborð úr rauðviði sátu mikilúðlegar hefðarfrúr og rjáluðu við pappírsarkir. Langt var á milli þessara skrifborða. Hver frú hafði sitt óumdeilda ríki. Ungir sveinar tipluðu léttfættir milli skrifborðanna og báru frúnum skilaboð. Þeir voru tággrannir og spengilegir í aðskornum buxum. Þeir voru mjög háttvísir. Frúrnar litu við þeim blíðlega. Aðra karlmenn var ekki að sjá. Mér fannst leiðinlegt að heyra þegar frúrnar neyddust til að láta frá sér þetta forna stórveldi.

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 19:13

4 identicon

Þessi saga er voðalega mikið "vinstri" svona. 

Allavega ekki beint "hægrilegt" að gera svona nokkuð.  Eða er það?

Skemmtileg lýsingin hjá Baldri af vinstrikellingunum og ungu sveinunum.  Þeir hafa örugglega verið síðhærðir og frúrnar notað hárið sem handþurrku.

101 (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei nei nei nei, 101 - þú misskilur allt. Þetta voru svaka nettir sveinar, alls engir lúðar, stuttklippt hár, hvítar skyrtur og vínrauð vesti, þeir höfðu tamið sér að tala mjög lágri röddu og þeir höfðu litla rassa sem frúrnar virtu fyrir sér með velþóknun. Ég sá þær hvorki klípa eða hafa í frammi neina þá tilburði sem kalla mætti áreitni. Dáðist ég mjög að frúm þessum.

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 19:44

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er rétt Benedikt

Snilldar frásögn Baldur

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Hlédís

Mér fannst einmitt að Davíð hefði látið sér nægja að troða sér í Seðlabanknn eftir að var búinn að hækka eftirlaunin. Vissi líka að hann átti vel stæða eiginkonu - en hef ekki heyrt um þetta stóra "Hans Petersen"-ævintýri fyrr en í dag.

Hlédís, 22.12.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband