Hekla á hausnum

Ég heyrði því fleygt um daginn að Hekla, bílaumboðið riðaði á barmi gjaldþrots. Ég veit ekkert hvort einhver fótur sé fyrir því, en hitt veit ég að fyrirtækið hagnaðist gríðarlega á framkvæmdunum við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, enda var opnað útibú frá Heklu hér á Reyðarfirði. Ef satt er að fyrirtækið eigi í erfiðleikum nú, hvernig væri þá ástandið ef ekki hefðu verið framkvæmdirnar fyrir austan?

Einhvern tíma var mér sagt að bíla og vélaframleiðendur græddu minnst á framleiðslu nýrra bíla og tækja, en framleiðsla varahluta væri aðal gróðalindin. En svo er framleiðslan auðvitað aðskilin svo hægt sé að sýna tap á einni deild og þannig fá einhverjar skattaívilnanir eða stuðning á annan hátt. Bílaframleiðsla er jú nokkuð mannfrekur iðnaður, auk þess sem sum lönd eru afar stolt af bílum sínum og hafa ákveðinn "goodwill" meðal almennings.

Ég týndi bíllykli af WW Passat sem ég keypti árið 2007. Tveir lyklar fylgdu bílnum. Þar sem bíllin er atvinnutækið mitt, leigubíll, er mjög óþægilegt að hafa bara einn lykil, svo ég kannaði hvað nýr lykill myndi kosta.

007

Þetta er ekki venjulegur bíllykill eins og flestir þekkja, heldur er þessu stykki stungið í gat, fyrst til hálfs til að fá forhitarann í gang (Díslilbíll) og svo í botn til að starta. Inn í lyklinum er svokallaður "neyðarlykill", sem ég tók úr og setti á lyklakyppuna mína. Neyðarlykillinn er svarta plaststykkið en með þessum neyðarlykli er ekki hægt að starta bílnum heldur aðeins opna hann. Mjög erfitt er að komast inn í bílinn án þessa lykils ef fjarstýringalýkillinn er ekki fyrir hendi. Hægt er að kaupa svona "neyðarlykil", þetta litla plaststykki, en það kostar 10.000 kr. !!!

Aðallykillinn kostar hins vegar 40.000 kr.! Lyklarnir báðir sem fylgdu bílnum kosta því samtals 100.000 kr. með þessu ómerkilega plaststykki, en það er 3% af heildarverði bílsins, splunkunýjum!

Ætli Dr. Gunni viti af þessu?

 

 


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ert þú ekki atvinnubílstjóri? Veistu hvað það kostar að endurnýja rafhlöðu í svona fjarlykli?

Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, ég hef ekki hugmynd um það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Gulli litli

Dýr myndi Hafliði allur.

Gulli litli, 11.1.2009 kl. 09:22

4 Smámynd: Dunni

Mér hefur einhver veginn fundist að Hekla hafi alltaf verið um það bil að fara á hausinn. Það var bara á síldarárunum þegar fólksvagnart og Landróverar ruku út eins og heitar lummur og nokkrir settu Caterpillar í bátana sem velmegun ríkiti í Hekluhúsinu.

En að einn bíllykill kosti 4o þúsund krónur er lýgilegt.  Hvað skyldi Alli fá fyrir sinn Lykil??

PS.  Ég keypti lykil í Mondeóinn minnn fyrir nokkrum árum og sá kostaði 900 NOK.  Mér fannst það okur. Hvað þá 40000!!

Dunni, 11.1.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband