Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Ef það var "klaufalegt" orðalag að segjast ætla að innheimta fyrir sektinni með því að velta kostnaðinum út í vöruverðið... hvernig er þá rétta orðalagið?
Ari Edwald útskýrir það ekki í tilkynningunni, en talar um eitthvað allt annað, eins og hann hafi aldrei sagt hitt.
Það er alþekkt að fyrirtæki hagi sér með þessum hætti en sjaldgæft að þau viðurkenni það berum orðum.
Ari Edwald viðurkenndi það berum orðum en sá eftir því.
Biðst afsökunar á klaufalegu orðalagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 12.7.2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Kaupmenn, heildsalar, útgerðarmenn og allir sem sýsla með neysluvörur í fyrirtækjum sínum, s.s. matvæli, þrifnaðarvörur o.s.f.v., "stela" frá sjálfum sér til einkanota og færa inn bókhaldsliðinn "vörurýrnun".
Árleg rýrnun í verslunum vegna hnupls er áætluð um sex milljarðar króna. Hversu stóran hlut eiga búðareigendur?
Hnuplað fyrir sex milljarða á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 12.11.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
... grillsjopunni í morgun og fékk mér eina pulsu. Mig langaði að drekka Egils appelsín með pulsunni, en sjoppan selur bara gosdrykki frá Vífilfelli.
Má það?
Veðrið skartaði sínu fegursta á Seyðisfirði, sól og blíða og sjoppan var full af skandinavískum unglingum sem komu með ferjunni.
Fjarðarheiðin er alhvít af þykkum snjóalögum og hún hlýtur að vera paradís vélsleðamannsins um þessar mundir.
Grunur um samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 19.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú er nýju matsfyrirtæki flaggað til að gera úttekt á lánshæfi íslenska ríkisins. Öll hin hafa málað sig út í horn með vanhæfni sinni og bulli.
Er einhver sérstök ástæða til að trúa þessu fyrirtæki, frekar en hinum?
Lánshæfiseinkunn Íslands lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 19.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tók myntkörfulán til bílakaupa og ég sóttist eftir þeim sjálfur. Það var enginn sem ráðlagði mér að gera það.
Öðru máli gegnir um mann sem ég þekki náið og var að byggja sér hús. Hann gekk á milli margra "sérfræðinga" frá bönkunum sem ráðlögðu honum eindregið að taka 30 miljón króna myntkörfulán. Þeir sögðu að þó gengi íslensku krónunnar versnaði, þá myndi það aldrei versna meira en sem næmi sparnaðinum sem fælist í lægri vöxtum.
Ég trúi þessum manni frekar en Sigurjóni Árnasyni.
Húsnæðislánin voru tómt rugl" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 13.4.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndbandið sem fylgir þessari frétt, er stórkostlegt. Það myndi sóma sér vel sem auglýsingamyndband fyrir erlenda ferðaskrifstofu í söluherferð sinni fyrir Íslandsferðum.
Það þarf að huga að markaðsmálum varðandi þetta gos. Það eru allar líkur til þess að þetta verði aldrei meira en "lítið og nett" og alveg kjörið til að gera sér mat úr, bæði á meðan á því stendur, en ekki síst að því loknu.
Ég tel, að með góðri skipulagningu margra fagaðila á ýmsum sviðum, megi skapa hér mannfrekan "iðnað", um eldgosið í Fimmvörðuhálsi.
Það er óskandi að minningarskjöldurinn um ungmennin þrjú frá Færeyjum, Svíþjóð og Íslandi, sem fórust nokkurn veginn á þeim stað sem fyrri gossprungan opnaðist, sleppi frá hrauninu. Fátt virkar betur sem krydd í náttúruna, (sérstaklega á Bandaríkjamenn) en dramatískar sögur um örlög fólks. Hraunið hefur nú þegar runnið beggja vegna skjaldarins, sem er dramatík í sjálfu sér.
Mallar áfram næstu vikurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 2.4.2010 (breytt kl. 11:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Oft hefur mér fundist orðaval lögfræðinga hálf hlægilegt
"...getur héraðsdómari úrskurðað að fullnægt verði með aðfarargerð rétti manns sem honum er aftrað að neyta og sem hann telur sig eiga og vera svo ljósan, að sönnur verði færðar fyrir þeim með gögnum,".
Það er nebbblega það
Fallist á útburðarbeiðni bankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 23.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mismunandi samningar, segir Gylfi.
Ég veit ekki hvað hann á við nákvæmlega en útkoman er nákvæmlega eins fyrir alla... helvítis fokking fokk.
Það verður allt brjálað í þjóðfélaginu ef það á að draga fólk í dilka vegna orðalags í samningum þeirra. Í þessu máli eiga allir að sitja við sama borð.
Hæstiréttur þarf að skera úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 14.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um leið og pólska lánið er tengt greiðslum AGS, þá tengist það Icesave-málinu. Hik AGS vegna þróunar umræðunnar á Íslandi um Icesave samkomulagið, er augljóst. Ags er að hugsa vandlega næsta leik.
Lán frá Pólverjum fylgi sama mynstri og Norðurlandalánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 11.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í föðurlandi kapitalismans, Bandaríkjunum, eru lög sem banna lán fyrir kaupum á hlutabréfum með veði í bréfunum sjálfum. Merkilegt ef slík lög gilda ekki í Evrópu.
Rannsaka íslensku bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 5.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?