Kaupmenn stela frá sjálfum sér

Kaupmenn, heildsalar, útgerðarmenn og allir sem sýsla með neysluvörur í fyrirtækjum sínum, s.s. matvæli, þrifnaðarvörur o.s.f.v., "stela" frá sjálfum sér til einkanota og færa inn bókhaldsliðinn "vörurýrnun".

Árleg rýrnun í verslunum vegna hnupls er áætluð um sex milljarðar króna. Hversu stóran hlut eiga búðareigendur?


mbl.is Hnuplað fyrir sex milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Í fyrsta lagi þá gera það alls ekki allir þó vissulega sé það algengt. Sérðu t.d. fyrir þér að Gunnar Ingi færi með poka um búðina til að ná sér í vörur eftir lokun. Allt geymt á myndavélum sem aðrir en hann eru að skoða.

En burtséð frá því er það hverfandi hlutur af þessum 6 milljörðum.

Landfari, 12.11.2012 kl. 18:16

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heldurðu virkilega að eftirlitsmyndavélar komi í veg fyrir að verslunareigendur taki með sér poka heim af neysluvörum?

Nei, það gera þetta sjálfsagt ekki allir, en mig grunar að þeir séu fleiri en þú heldur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2012 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband