Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Faðir minn var lögregluþjónn í Stykkishólmi árin 1965-1969. Lögreglan á Snæfellsnesi hafði þá ekki haft sérstaka lögreglubíla til umráða, en 1965 eða 66 komu tveir eða þrír svona, í Stykkishólm, Grundarfjörð og gott ef ekki einn á Ólafsvík líka.
Þarna stendur faðir minn við nýkominn löggubílinn. Ég þvældist víða í ævintýralegum ferðum um Snæfellsnesið með honum pabba á þessum bíl. Þessi var bara með afturhjóladrif en mig minnir að Grundarfjarðarbíllinn hafi haft drif á öllum.
Vinir og fjölskylda | 1.4.2013 (breytt kl. 23:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kötturinn Zorró er síams-blendingur. Á morgnanna finnst honum gott að horfa yfir landareign sína. Skógarþrestirnir sem nýkomnir eru til Reyðarfjarðar, hafa vakið óskipta athygli hans.
En þar sem Zorró er einstakur klaufi við veiðar og hefur ekki svo mikið komið með músarræfil heim í búið, þá lætur hann sér nægja að týna saman plast og pappírsrusl úr nærliggjandi görðum. Það dregur hann svikalaust heim og leggur snyrtilega á sólpallinn, afskaplega stoltur á svip.
Vinir og fjölskylda | 4.4.2012 (breytt kl. 08:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veðrið á gamlárskvöld gat ekki verið betra, hiti rétt ofan frostmarks og nánast logn.
Brennan var sunnan við fjörð, á Hrúteyrinni. Þarna eru tveir vaskir menn úr Björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði að glæða bálið. Brennan var tendruð kl. 20.30 og kl. 21.00 hófst flugeldasýningin sem var mögnuð að vanda.
Söngfólk úr Kirkjukór Reyðarfjarðar stjórnaði fjöldasöng við brennuna.
Fire at will!
Vinir og fjölskylda | 3.1.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hreinsa upp rottueitur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 2.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er víst ekki rétt að myndast hafi nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi en margar tillögur hafa þegar komið fram á nafni á þessum nokkurra þúsunda ára gömlum hól og eitt þeirra er "Ísbjörg" (Icesave).
Ég varð fimmtugur þann 15. mars sl. og hélt upp á það með pompi og pragt á goskvöldinu. Segja má að ég hafi endurvígt Félagslund á Reyðarfirði með veislunni, en félagsheimilið hefur verið "dautt" hús í nokkur misseri vegna þess að því hafði verið breytt í bíóhús með föstum bekkjum og rekið sem slíkt í nokkra mánuði. En nú er sem sagt búið að rífa bíó-innvolsið út og hægt að nota húsið eins og til var ætlast í upphafi, en húsið var byggt skömmu eftir miðja síðustu öld að miklu leyti í sjálfboðavinnu bæjarbúa.
Þessa mynd er tekin af Helga Garðarssyni á Eskifirði af Félagslundi á Reyðarfirði og hana má sjá ásamt mörgum fleirum af gömlum húsum á Reyðarfirði HÉR
Rúmlega 70 manns heiðruðu mig með nærveru sinni þetta kvöld. 12 tónlistaratriði voru flutt við undirleik Daníels Arasonar á píanó. Einnig spilaði Guðjón Magnússon á fiðlu í tveimur lögum og Jökull sonur minn á rafgítar ásamt þeim í laginu sem ég söng. Og svo spilaði hljómsveit Daníels Arasonar á Eskifirði, "Randúlfsbandið", fyrir dansi fram á nótt.
Bróðir minn, Einar Gunnarsson, var veislustjóri og hafði á orði að það væri í raun stórmerkilegt að ekki stærri bær en Reyðarfjörður, hefði svona mörgu hæfileikaríku fólki á að skipa og ég tek undir það með honum.
Þóroddur Helgason og Guðmundur Frímann Guðmundsson sungu frumsaminn brag um mig, við lag Megasar og Spilverks Þjóðanna, "Saga úr sveitinni", og læt ég hann fylgja með hér fyrir neðan.
Þóroddur er hagyrðingur góður enda hefur hann ekki langt að sækja þann hæfileika, en faðir hans Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður, er landsþekktur hagyrðingur.
Frábært kvöld og ég held að allir hafi skemmt sér mjög vel og ég er ekki frá því að stuðið í húsinu hafi komið eldgosinu af stað
Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 22.3.2010 (breytt 24.3.2010 kl. 01:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hún var nýútskrifuð úr Kennaraháskóla Íslands... ég var tiltölulega nýútskrifaður skrúðgarðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla Ríkisins að Reykjum í Ölfusi.
Við hittumst í fyrsta sinni í Þjóðleikhúskjallaranum, snemma vors árið 1989. Hún með vinkonum sínum úr skólanum og ég með Birgi vini mínum, sem nýlega er látinn úr krabbameini, langt um aldur fram.
Ég elti hana austur á firði í heimabæ hennar, þar sem hún fékk kennarastöðu við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Ég fékk stöðu háseta á flaggskipi reyðfirska flotans, frystitogaranum Snæfugli, SU 20.
Margt hefur gerst á okkar tuttugu árum saman. Ég er lánsamur að hafa kynnst Ástu.
Á myndinni að ofan erum við hjónin að fara á Þorrablót Reyðfirðinga árið 2010. Eyrún, 19 ára dóttir okkar vildi endilega smella mynd af okkur. Ég var með nettan fiðring í maganum, því ég var að fara að syngja "Þorrablótsvísurnar" á blótinu fyrir 250 prúðbúna gesti. Ásta sagði mér daginn eftir að hún hafi sennilega verið enn stressaðari en ég, en lét á engu bera af tillitssemi við mig.
Hún "fúlaði" mig, þessi elska
Vinir og fjölskylda | 12.2.2010 (breytt kl. 13:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinir og fjölskylda | 24.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Margir hafa þá venju á jólum að hafa "möndlugraut" í hádeginu á Aðfangasag og sá sem fær möndluna á diskinn sinn fær pakka. Á mínu heimili hefur þessi siður verið alla tíð og grauturinn hefur veriðn venjulegur hrísgrjónagrautur.
Í fyrra prófuðum við nýja tegund af möndlugraut og olli ekki vonbrigðum og verður aftur í ár. Hér er uppskriftin að honum sem við fengum frá henni Ölmu Pölmu
Das grautur 825 gr hrísgrjón ( grautargrjón )5 lítrar mjólk2½ vanillustöng375 gr sykurSalt Möndlur Þeyttur rjómi Aðferð: Hrísgrjón, mjólk, vanillustangir ( kljúfið og skafið fræin úr og setjið síðan allt í pottinn, bæði fræ og stangir ) , sykur og salt soðið samanKælt, möndlum og þeyttum rjóma bætt útí Karamellusósa: 2 dl rjómi150 gr sykur40 gr sýróp30 gr smjör½ dl þeyttur rjómiVanilludropar ( ½ til 1 tsk )Aðferð: Rjómi, sykur og síróp sett saman í pott og soðið við vægan hita þar til karamellan er farin að loða vel við sleifina. Settu þá smjörið og vanillu saman við og taktu af hitanum. Hrærðu þar til smjörið er bráðið.. þá kæliru aðeins og blandar síðan þeytta rjómanum saman við ... þá verður sósan creamy og góð J
Vinir og fjölskylda | 23.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Börnin mín með eiginkonu minn og sambýliskonu til 20 ára. Þarna eru Eyrún og Jökull en þau eru fædd 1990 og 95.
Neðri myndin er af Ebbu dóttur minni sem ég átti áður. Nú bíður þessi fallega bóndakona úr Reykhólasveitinni eftir sínu þriðja barni. Hún ákvað að vera í Reykjavík þessa síðustu daga meðgöngunnar og eiginmaðurinn og börnin tvö bíða spennt heima og vona að hún komist heim fyrir jól.
Vinir og fjölskylda | 21.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við eigum silki Terrier tík, ársgamla. Hún er innan við 5 kg. á þyngd og ég hef séð hana fjúka um koll í vindkviðu. Yndisleg skepna hún Dúfa og bara þó nokkuð gáfuð af hundi að vera.
Hundur fauk á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 29.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum