Afmæli og eldgos

Það er víst ekki rétt að myndast hafi nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi en margar tillögur hafa þegar komið fram á nafni á þessum nokkurra þúsunda ára gömlum hól og eitt þeirra er "Ísbjörg"  (Icesave).

Ég varð fimmtugur þann 15. mars sl. og hélt upp á það með pompi og pragt á goskvöldinu. Segja má að ég hafi endurvígt Félagslund á Reyðarfirði með veislunni, en félagsheimilið hefur verið "dautt" hús í nokkur misseri vegna þess að því hafði verið breytt í bíóhús með föstum bekkjum og rekið sem slíkt í nokkra mánuði. En nú er sem sagt búið að rífa bíó-innvolsið út og hægt að nota húsið eins og til var ætlast í upphafi, en húsið var byggt skömmu eftir miðja síðustu öld að miklu leyti í sjálfboðavinnu bæjarbúa.

Image067

Þessa mynd er tekin af Helga Garðarssyni á Eskifirði af Félagslundi á Reyðarfirði og hana má sjá ásamt mörgum fleirum af gömlum húsum á Reyðarfirði HÉR

Rúmlega 70 manns heiðruðu mig með nærveru sinni þetta kvöld. 12 tónlistaratriði voru flutt við undirleik Daníels Arasonar á píanó. Einnig spilaði Guðjón Magnússon á fiðlu í tveimur lögum og Jökull sonur minn á rafgítar ásamt þeim í laginu sem ég söng. Og svo spilaði hljómsveit Daníels Arasonar á Eskifirði, "Randúlfsbandið", fyrir dansi fram á nótt.

Bróðir minn, Einar Gunnarsson, var veislustjóri og hafði á orði að það væri í raun stórmerkilegt að ekki stærri bær en Reyðarfjörður, hefði svona mörgu hæfileikaríku fólki á að skipa og ég tek undir það með honum.

Þóroddur Helgason og Guðmundur Frímann Guðmundsson sungu frumsaminn brag um mig, við lag Megasar og Spilverks Þjóðanna, "Saga úr sveitinni", og læt ég hann fylgja með hér fyrir neðan.

Þóroddur er hagyrðingur góður enda hefur hann ekki langt að sækja þann hæfileika, en faðir hans Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður, er landsþekktur hagyrðingur.

Frábært kvöld og ég held að allir hafi skemmt sér mjög vel og ég er ekki frá því að stuðið í húsinu hafi komið eldgosinu af stað Joyful

1

2

3

4

5

7

 


mbl.is Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til hamingju með afmælið, "gamli!"

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 18:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það, Axel

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gamli hvað?

En til hamingju með afmælið.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.3.2010 kl. 07:43

4 identicon

Takk fyrir góða skemtun og frábæran mat

G.Frímann Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 08:05

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þakka þér sömuleiðis, Guðmundur

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 14:26

6 identicon

sælir

gætir þú ekki vistað skjalið sem word 2003 ekki 2007

þá get ég opnað

kv.

Arnar (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 20:51

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ég screenshottaði þetta bara á bloggið. Veskú

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband