Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Við erum hér ekki að tala um venjulega banka eða fjármálastofnanir, heldur vogunarsjóði og innheimtufyrirtæki. Þetta eru hræfuglarnir, sem voma yfir hinum alþjóðlega lánsfjármarkaði og stinga sér ákafir niður, þegar þeir sjá vænlega bráð, til dæmis heimskan og illgjarnan fjármálaráðherra í litlu landi,.( Pressan, Hannes Hólmsteinn )
Það skal engan undra að andstæðingum Hannesar svíði undan honum þegar hann er í þessum ham.
Stjórnmál og samfélag | 28.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það vantar ekki viskulegt yfirbragðið á andlit Þráins Bertelssonar. Röddin er sömuleiðis yfirveguð og gáfuleg.
Hann var góði og mjúki maðurinn í útvarpsþætti á RUV um helgina. Þá sagði hann að Íslendingar væru ríkir, bæði af orkuauðlindunum og ekki síst af mannauðnum.... að Íslendingar væru í eðli sínu gott fólk... og við ættum að einbeita okkur að því að rífast minna, en vinna meira saman.
Þetta rímar ekki vel við mann sem eys svívirðingum yfir samstarfskonur sínar á Alþingi, og segir svo þegar hann er krafinn um afsökunarbeiðni:
"Fyrr frýs í Helvíti, en ég biðjist afsökunar á þessu".
![]() |
Bað kýrnar afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þingmenn sverja við eið þegar þeir taka sæti á Alþingi, að fara eftir eigin samvisku í ákvörðunum sínum og atkvæðagreiðslum.
"Félagaþrýstingur" á sér ýmsar birtingamyndir.
![]() |
Ásmundur hefði átt að leita álits |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.4.2011 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nefnt hefur verið að ýmsir þingmenn hafi ekki viljað styðja vantrauststillöguna um daginn, vegna þess að þá myndu þeir missa vinnuna. Eflaust eitthvað til í því.
Ég tók eftir því að Birgitta Jónsdóttir virtist óvenju taugaóstyrk í ræðustól þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Það var engu líkara en hún væri á barmi taugaáfalls.
Nú eru bandarískir dómstólar að fjalla um "twitter" mál Birgittu. Hún hefur beitt fyrir sig friðhelgi sem þingmaður. Hvað gerist ef hún er ekki lengur þingmaður? Verður hún berskjölduð gegn vondu körlunum í Ameríku?
![]() |
Jóhanna fái Ólínu til að miðla málum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.4.2011 (breytt kl. 15:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þórunn Sveinbjarnardóttir, hélt að hún væri ekki lengur í beinni útsendingu í útvarpi, þegar hún átti þessi "dönnuðu" ummæli, sem heyra má HÉR
Fréttamaðurinn var að spyrja hana um fyrirhuguð ráðherraskipti í ríkisstjórninni. Vanstilling þingkonunnar er mikil og spurning hvort eitthvað sé að heima.
![]() |
„Farið hefur fé betra“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Víst er það skrýtið, virðist mér,
sem vilja jámenn ná fram:
Að hafa Icesave yfir sér
áfram!...Þetta viðhorf vel ég ei,
viti og rökum fáklætt.
Við skulum segja nei nei nei.
Nei er jákvætt.
![]() |
Augu umheimsins á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég tók textann hér að neðan af bloggi Jóns Baldurs, HÉR. Þar eru einnig tvo athyglisverð myndbönd. Pistill Jóns ber yfirskriftina:
"Eigum við að treysta þessu fólki ÁFRAM?"
Þetta var hræðsluáróður þeirra í desember 2009 á Alþingi Íslendinga (myndband) þegar þau vildu láta þjóðina kyngja Icesave II.
Árni Páll Árnason (S): ,,Áhættan af því að samþykkja ekki þennan samning er miklu, miklu meiri. Tjónið af því að samþykkja ekki þennan samning getur verið gríðarlegt."
Oddný Harðardóttir (S): ,,Allar líkur eru á (þ.e. ef við segjum NEI) að viðsemjendur okkar leggi fram ítrustu kröfur og niðurstaða fengist eftir langan tíma sem væri óhagstæðari en sú sem nú býðst".
Björn Valur Gíslason (VG): ,,Þetta voru þeim samningar sem best var hægt að fá fyrir Ísland. Ég segi að sjálfsögðu JÁ."
Helgi Hjörvar (S): ,,Ég segi JÁ þó fyrr hefði verið."
Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG): ,,Frelsarinn þurfti að bera syndir mannanna. Eins verða ábyrgir og heiðarlegir Íslendingar að axla syndir útrásarvíkinganna og pólitískra meðreiðarsveina þeirra. ... Ég segi því JÁ þó fyrr hefði verið."
Magnús Orri Schram (S): ,,Brennuvargarnir eiga ekki að þvælast fyrir slökkvistarfi. Ég segi JÁ."
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S): ,,Stjórnarandstöðuflokkarnir ... hafa notað 180 dýrmætar stundir þingsins til að berja höfðinu við steininn."
Steingrímur J. Sigfússon (VG): ,,Ég trúi því, ég trúi því, að sagan muni sýna að við séum hér að gera rétt."
Nú lofa þau öll Icesave III vegna þess að hann er svo miklu, miklu betri en Icesave II!
Og nú koma þau AFTUR með Icesave III og vilja að við treystum þeim ÁFRAM fyrir málinu. Ég segi NEI! Þetta er orðið meira en gott hjá þeim. Ég vil halda ÁFRAM - án þeirra leiðsagnar.
![]() |
57% ætla að segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er dálítið merkilegt (eða ekki), að hörðustu "Já-ararnir" eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.
Að vísu verður að viðurkennast að "Nei-arar" finnast í öllum flokkum, en það heyrist ekkert sérlega hátt í þeim, nema þeir meti líf ríkisstjórnarinnar mikils.
Við sem viljum þessa ríkisstjórn burt og viljum jafnframt ekki borga einkaskuldir óreiðumanna, sláum því tvær flugur í einu höggi á laugardaginn, með því að setja ex við NEI
![]() |
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Einnig brotleg 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.3.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
-I used to be indecisive. Now I'm not sure.
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á ÍNN, býður upp á tvo þætti á stöðinni sinni um Icesave samninginn. Annan fyrir þá sem tala fyrir því að hafna Icesave og hinn sem vilja samþykkja "ánauðina". Þættirnir heita einfaldlega "Já" og "Nei".
"Nei" þáttinn hef ég horft á en þar tala þeir Reimar Pétursson lögfræðingur og talsmaður "Indefence" hópsins gegn samþykki samningsins. Afar málefnalegir og yfirvegaðir menn þar á ferð.
Engin hefur þekkst boð ÍNN um að tala fyrir samþykki samningsins.
Ég var óákveðinn í fyrstu, hvað ég ætla að kjósa, en ekki lengur. Mitt atkvæði verður skýrt "NEI"
![]() |
Mjótt á mununum um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.3.2011 (breytt kl. 03:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 947183
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Af lítilli háloftalægð
- Mér finnst ég ekki búa á Íslandi lengur, og mér finnst það sorglegt
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta áréttað og Jón lesinn
- Maður sýknaður fyrir barnanauðgarafóbíu
- Óreiðuskoðun dagsins
- Af glötuðum tækifærum
- -sýn-
- Vegna vígaferla Ísraela á hendur Palestínumönnum
- Hvað í ósköpunum gerðist? Af hverju birtist allt í einu jákvæð frétt um Trump á Íslandi?
- Til hamingju með afmælið Bandaríkin!
Stuðningsmenn Birgittu, m.a. ráðherrar ríkisstjórnarinnar (Össur) hafa biðlað til evrópskra þingmannasamtaka, um að að ekki beri að afhenda aðgang að twitter síðu hennar á grundvelli friðhelginnar.
Slík "vernd" er ónýt ef hún er ekki lengur þingmaður.
Svo má velta fyrir sér, af hverju Birgitta vill ekki afhenda gögnin af fúsum og frjálsum vilja. Er það prinsippatriði, eða hefur hún eitthvað alvarlegt að fela?