Bölvaður dóni og tækifærissinni

Það vantar ekki viskulegt yfirbragðið á andlit Þráins Bertelssonar. Röddin er sömuleiðis yfirveguð og gáfuleg.

Hann var góði og mjúki maðurinn í útvarpsþætti á RUV um helgina. Þá sagði hann að Íslendingar væru ríkir, bæði af orkuauðlindunum og ekki síst af mannauðnum.... að Íslendingar væru í eðli sínu gott fólk... og við ættum að einbeita okkur að því að rífast minna, en vinna meira saman.

Þetta rímar ekki vel við mann sem eys svívirðingum yfir samstarfskonur sínar á Alþingi, og segir svo þegar hann er krafinn um afsökunarbeiðni:

 "Fyrr frýs í Helvíti, en ég biðjist afsökunar á þessu".

FootinMouth


mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Þráinn er sér kapituli í skammarlegri stöðu alþingis. Hann far 170 þús. í laun sem listamaður, 500 þús. sem alþingismaður og sjálfsagt einhverjar krónur aukalega fyrir setu í Þingvallanefndinni og þetta er hans framlag. Maðurinn er til háborinnar skammar. Maður hefði haldið að jafn þroskaður maður og Þráinn myndi búa yfir meiri orðasnilld en þetta.

Pétur Harðarson, 9.5.2011 kl. 15:21

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er þetta ekki ágætis nafngift yfir þær stöllur? Íhaldsbeljur er kannski betra. Annars má þetta lið niður á þessu auma og spillta alþingi kalla hvort annað hvaða nöfnum sem er, mín vegna.

Guðmundur Pétursson, 9.5.2011 kl. 17:34

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við búum í siðmenntuðu þjóðfélagi. Kurteisi er hornsteinn þess. Við umgöngumst hvert annað með virðingu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2011 kl. 18:47

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið fra af virðingu við þjóðina til orðs og æðis ?

Er það þannig kurteysi sem þú ert að tala um Gunnar ?

hilmar jónsson, 9.5.2011 kl. 20:52

5 Smámynd: Elle_

Langstærsta flokksskrímslið fyrr og síðar er svikaflokkur Jóhönnu. 

Elle_, 9.5.2011 kl. 22:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig samrýmist það siðmennt þjóðarinnar að kona sem ásamt manni sínum tók risa græðgislán með fullri vitund og vilja í þeim tilgangi einum að landa feitum hagnaði, með sem minnstu inngripi ríkisins.

Þessi sama kona hikstar ekki einu hikki þegar hún sendir tapið á græðgisgjörningi þeirra hjóna til skattgreiðenda þessa lands.

Svo kemur þessi drusla fram og heimtar afsökunarbeiðni og að henni sé sýnd virðing!

Nýtur hún þinnar virðingar Gunnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 23:09

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Allir eiga að njóta virðingar þangað til sekt er sönnuð, en hingað til hef ég ekki heyrt um neitt sem sannar sekt þessa fólks nema það sem þið  tvíburarnir Hilmar og Axel hafið sakað þetta fólk um, og ekki get ég nú tekið mark á því!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 9.5.2011 kl. 23:51

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En sjáið þið ekki tækifærismennskuna í Þránni? Tvöfeldnina? Óheiaðrleikan? Hræsnina?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2011 kl. 01:20

9 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Kurteisi kostar ekki neitt en borgar sig alltaf...

Þessi gömlu sannindi eiga vel við hér sem og annarsstaðar... Hvort sem að einhver er sekur um fjármálamisferli eður ei.

Eiður Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband