Var Birgitta á barmi taugaáfalls??

birgittaNefnt hefur verið að ýmsir þingmenn hafi ekki viljað styðja vantrauststillöguna um daginn, vegna þess að þá myndu þeir missa vinnuna. Eflaust eitthvað til í því.

Ég tók eftir því að Birgitta Jónsdóttir virtist óvenju taugaóstyrk í ræðustól þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Það var engu líkara en hún væri á barmi taugaáfalls.

Nú eru bandarískir dómstólar að fjalla um "twitter" mál Birgittu. Hún hefur beitt fyrir sig friðhelgi sem þingmaður. Hvað gerist ef hún er ekki lengur þingmaður? Verður hún berskjölduð gegn vondu körlunum í Ameríku?

Stuðningsmenn Birgittu, m.a. ráðherrar ríkisstjórnarinnar (Össur) hafa biðlað til evrópskra þingmannasamtaka, um að að ekki beri að afhenda aðgang að twitter síðu hennar á grundvelli friðhelginnar.

Slík "vernd" er ónýt ef hún er ekki lengur þingmaður.

Svo má velta fyrir sér, af hverju Birgitta vill ekki afhenda gögnin af fúsum og frjálsum vilja. Er það prinsippatriði, eða hefur hún eitthvað alvarlegt að fela?


mbl.is Jóhanna fái Ólínu til að miðla málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Friðhelgi Birgittu hefur ekkert að segja í Bandaríkjum Norður Ameríku.

Og hún verður vissulega ekki framseld þangað, hvorki með friðhelgi eða án. 

En henni er ekki óhætt að fara til BNA eins og málin standa.  

Ef kaninn ætti eitthvað vantalað við hana myndu þeir handtaka hana umsvifalaust.  

Nema hún væri með diplómatavegabréf sem alþingismenn hafa ekki að öllu jöfnu. 

Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 14:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stuðningsmenn Birgittu, m.a. ráðherrar ríkisstjórnarinnar (Össur) hafa biðlað til evrópskra þingmannasamtaka, um að að ekki beri að afhenda aðgang að twitter síðu hennar á grundvelli þess að hún njóti friðhelgis sem þingmaður.

-

Slík "vernd" er ónýt ef hún er ekki lengur þingmaður.

-

Svo má velta fyrir sér, af hverju Birgitta vill ekki afhenda gögnin af fúsum og frjálsum vilja. Er það prinsippatriði, eða hefur hún eitthvað alvarlegt að fela?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2011 kl. 14:52

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég bætti þessu svari mínu við pistilinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2011 kl. 14:55

4 identicon

Bandaríkjamenn fengu taugaáfall við hryðjuverkaárásina. Það er engum óhætt að fara þangað eins og málin standa. Það gilda í raun herlög í landi þar sem hægt er að handtaka fólk út af tómri taugaveiklun. Og Össur vindhani einblínir á friðhelgi þingmanna. Það er nú jafnaðarmennskan í raun.

http://www.youtube.com/watch?v=n3_iLOp6IhM

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 15:46

5 identicon

Ég skil ekki alveg samhengið milli færslunnar og fréttarinnar, þó báðar séu góðar.

Ætlar Össur kannski  að láta Jóhönnu biðja Ólöfu um að fá Ólínu  til að sjá um að þetta Twitter basl Birgittu tilheyri fortíðinni (í bili)?

Ég er alls ekki að gera lítið úr þessu máli en ég sjálf er á barmi taugaáfalls yfir því hvað gæti gerst næst í þessari "sápu" spennu.

Agla (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 16:15

6 identicon

Birgitta Jónsdóttir er áreiðanlegastii þingmaðurinn í sögu landsins.

Það er ekki nema von að sjálfstæðismenn vilji níða hana niður í eigin þágu með kjánalegum fyrirsögnum í anda böttplöggseljandi fjölmiðlamógúla.

Gangi þér vel að skrapa botninn.

Björn I (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 17:36

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sannleikurinn á eftir að koma í ljós. Þingmenn eru stundum afskaplega sjálfmiðaðir og ef Birgitta er að halda dauðahaldi í þingmannsstarfið í þessum tilgangi... tja... hvar er þá áreiðanlegheitinn og heiðarleikinn.

-

Er þetta afsprengi "búsáhaldabyltingarinnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2011 kl. 17:40

8 identicon

Ég set stórt spurningarmerki við Birgittu, Björn I. Ræðan hennar var hrein hörmung. Þór Saari virðist vera sá eini sem er í lagi á þessari annars ömurlegu samkomu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 18:27

9 identicon

Mér eru tengslin við fréttina enn  algjör ráðgáta.

Þú segir "ef Birgitta á eftir að halda dauðahaldi í þingmannastarfið í þessum tilgangi...tja.."

Við bíðum spennt eftir næsta þætti. "Sannleikurinn á eftir að koma í ljós"!

Agla (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 23:29

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hún virkaði ekki á neinum barmi, hún var eins og áfallið hefði þegar riðið yfir. Þessi manneskja er ótrúleg. Hvaða heilvita manneskju dytti í hug að framfylgja sínum hjartans málum á þann hátt að lenda á fyrirsjáanlegum veggjum, aftur og aftur, bókstaflega henda sér á þá.  

Hún ætti bara að koma sér í gott frí og ná almennilegri heilsu, það er hörmung að sjá hana. Þá fyrst væri færi, því hún er á flestan hátt bara nokkuð vel þenkjandi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.4.2011 kl. 03:54

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Agla, það er betra að hafa rétt eftir, þegar maður vitnar í orð einhvers og setur það inn í gæsalappir. Ég kannast ekki við tilvitnun þína. Tengslin við þessa frétt er "stjórnmál og samfélag".

-

Get tekið undir þetta, Bergljót.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2011 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband