Bandaríkjahatrið blundar

Bandaríkjahatur er ríkjandi meðal margra róttæklinga á vinstri kantinum.

Ég er þó alls ekki að alhæfa um alla VG-liða með þessari staðhæfingu. En ef það er ekki meirihluti, þá er það a.m.k. afar hávær minnihluti (getur varla verið svo lítill) innan flokksins, sem hrópar niður allt sem bandarískt er og lítur á NATO sem holdgerving þessa voðalega skrímslis í Westrinu, Bandaríkjanna, sem er reyndar að vissu leiti rétt hjá þeim.... en þó auðvitað í órafjarlægð frá því sem róttæku vinstrimennirnir ímynda sér.

Megin inntak bandarísku stjórnarskrárinnar er frelsi til orðs og æðis.

Segja má að "frelsi til viðskipta" sé e.t.v. töfraformúlan sem gerir Bandaríkjamenn hvað hamingjusamasta. Ef þeir fá hins vegar ekki frelsi til viðskipta, þá beitir þeir gjarnan ýmsum bolabrögðum, t.d. alþjóðlegum viðskiptaþvingunum.

"Ef ég fæ þig ekki, skal enginn fá þig!", oft með afar slæmum afleiðingum fyrir "brúðina", eða gera leynisamninga við spilltar ríkisstjórnir. En alþjóðlegar viðskiptaþvinganir eru ekki gerðar einhliða af Bandaríkjamönnum, það segir sig sjálft.

Þetta gera öll stórveldi með nokkuð reglubundnum hætti, í einhverri mynd.

Róttækum vinstrimönnum gremst ógurlega þegar alþjóða samfélagið er sammála Ameríkananum í utanríkispóltík þeirra. NATO er ekki alþjóðasamfélagið, heldur samsafn vinaþjóða Bandaríkjanna.

Það er eðlilegt að VG-liðum líði mjög illa í síðarnefnda félagsskapnum. 

En það er þetta með "Frelsið" sem virðist vefjast eitthvað fyrir vinstrimönnum. Það samræmist ekki hinu pólitíska uppeldi þeirra. Það þarf að hafa pólitíska stjórn á öllu að þeirra mati, stýra öllu; neyslu, hegðun, menningu, hugsun. Alien


mbl.is „Átakanlegt yfirklór VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég er ekki svo viss um að allir þessi falsspámenn væru sérstaklega ánægðir ef að þeir byggju í því Sovét sem þeir eru að reyna til hins ýtrasta að koma hér á.

Það er eitt að vera óánægður með hvernig staðan er en annað að komast að rót vandans og/eða breyta einhverju.

Hverjir komu WC í stuðning við innrásina í Líbýu?

Var það Davíð?

Nei, Það var Jóhanna.

Her sá til þess að WC sveik þjóðina?

Var það Davíð, Nató eða USA?

Nei, Það var Jóhanna.

WC finnst óttalega þægilegt að benda á einhvern annann en raunveruylega er sekur í stað þess að líta sér nær.

Óskar Guðmundsson, 31.5.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband