Loksins eitthvað

Það er nú ekki oft sem ég er sammála Steingrími Joð, en EF eitthvað er til í því að IFM setji þau skilyrði að við greiðum upp alla þessa Icesave-reikninga og að við þurfum að samþykkja skilmála langt út fyrir alþjóðalög, þá tek ég undir orð hans. "Vér mótmælum allir".

Steingrímur hefur ítrekað kvartað yfir upplýsingaskorti, en Finacial Times virðist hafa greiðari aðgang að upplýsingum en stjórnarandstaðan. Ég hef reyndar staðið í þeirri meiningu að ríkisstjórnin hafi ekki einræðisvald um lántökur af þessu tagi, heldur sé það bundið í lög að Alþingi taki ákvörðun um málið. Er það ekki rétt hjá mér?


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Hér er athyglisverð grein.

http://www.dv.is/frettir/2008/10/22/neitid-ad-borga-og-flyjid-land/

Heidi Strand, 22.10.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Allt svona þarf að gera með fyrirvara um samþykki alþingis samkvæmt 40. og 41 grein stjórnarskrárinnar: 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Haraldur Bjarnason, 22.10.2008 kl. 15:50

3 identicon

Það hafa verið færð mjög sannfærandi lögfræðileg rök gegn því að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldum Landsbankans vegna Icesave. Það er algjört lágmark að láta reyna á málið fyrir dómi.

Grein eftir tvo lögfræðimenntaða menn birtist í síðustu viku í Morgunblaðinu og töluverð umræða hefur verið um þessa grein. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður telja að innlánstryggingarkerfin beri ábyrgð á skuldbindingum sínum með því fjármagni sem þar finnst en öðru ekki. Þeir telja að ríkissjóði beri ekki að leggja sjóðnum til fé. „Við teljum augljóst að hlutverk Tryggingasjóðsins er ekki að takast á við allsherjar bankahrun eins og gerst hefur hér á landi. Ef svo hefði verið hefði þurft að greiða gífurlegar fjárhæðir inn í hann sem næmi mörgum tugum prósenta af heildarinnlánum“, segja Stefán og Lárus í grein sinni.

SH (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Halli. Steingrímur hefur verið að gefa í skin að það sé verið að semja um eitthvað í reykfylltum bakherbergjum, á ólýðræðislegan hátt. Það hljóta að verða einhverjar málefnalegar umræður um þetta á Alþingi.

SH: Já, ég vísaði einmitt í umræðu um þetta á blogginu, sjá HÉRNA

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 17:30

5 identicon

Finnst alveg rétt sem kemur fram að alþýðan fólkið á bakvið þingmennina fær litlar upplýsingar og svo er nú aldeilis búið að skera niður það sem lofað var og ríkistjórnin beindi tilmælum um í upphafi þeas með húsnæðislánin nú á bara að frysta myntkörfulánin hinir verða bara að standa í skilum þrátt fyrir að verðbólga og vístitala hafi hækkað margfalt umfram laun.

Það á að greiða upp skuldir fjárglæframanna sem kölluðu allt sitt the perfect plan og sýndu öðrum þjóðum hroka á maðan þær hristu hausinn og spurðu hvernig væri hægt að búa til peninga með lánsfé  

Nei held að við verðum að fara að huga að almenningi hér sem er að upplifa þetta ástand í meiri nálægð heldur en þingmennirnir sem eru svo bara á fancy place að éta með Jón Ásgeiri ofl spúttnikkum

Steingrímur er flottur og raunsær og þetta telst seint kommúnisti að vilja að þjóðin og þeir sem málið skiftir sjái þetta á gagnsæjan hátt og upplýstan en ekki sé verið með eitthvað þóf eða talað undir rós meðan verið er að gefa auðmönnum sem komu þjóðini í þetta ástand tíma til að skjóta sínu undan

Endilega greiða mínar skuldir áður en ég lendi í lánstrausti og verð kallaður fjárglæframaður eða hryðjuverkamaður

Finnst hinn almenni borgari vera að gleynmast í þessu öllu

það er allavega mín skoðun 

Gudmundur (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband