"Drottningarviðtöl" eru ekki við hæfi á þessum tímum

Margt ágætt finnst mér koma fram í rökstuðning Tryggva Gíslasonar í síðari bréfi hans. En það breytir því ekki, að allar spurningar sem Sigmar kom fram með, eru einfaldlega þær sem yfirgnævandi meirihluti þjóðarinnar vill fá svör við, og það helst ekki síðar en strax. Sumu er e.t.v. ekki hægt að svara á þessari stundu og öðru er e.t.v. best að svara ekki, ef það þjónar hagsmunum almennings. En að agnúast út í Sigmar Guðmundsson fyrir að vera svolítið harkalegur við forsætisráðherra við þessar aðstæður, finnst mér vera skilaboð um að eingöngu meigi taka "drottningarviðtöl" við æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Vill þjóðin það? 

Þjóðin er reið vegna aðstæðna sem upp eru komnar í þjóðfélaginu. Ef ráðamenn þjóðarinnar höndla ekki aðgangshörku af því tagi sem Sigmar sýndi í Kastljósinu, þá eiga þeir að finna sér annan starfsvettvang. Geir Haarde fannst mér standa sig ágætlega í afar erfiðri stöðu, þó vissulega væri farið að þykkna í honum í seinni hluta viðtalsins, en svona lagað verður hann að lifa við á þessum tímum. Það eru fleiri en hann sem hafa áhyggjur af stöðu mála.

 

"2. Sigmar kom iðulega með fullyrðingar (sleggjudóma) og leiðandi eða lokaðar spurningar, ekki opnar, málefnalegar spurningar eins og á að nota þegar menn vilja komast að hlutlægri, traustri niðurstöðu".

Segir Tryggvi í síðara bréfinu. Er þá ekki best að fá svör við sleggjudómunum frá fyrstu hendi? Ég hefði haldið það.

 


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála þér Gunnar en samt finnst mér að Sigmar og fleiri verði samt að vera kurteisir en vissulega eiga þeir að spyrja spurninga.  Ég þoli bara ekki þegar fréttamenn grípa eilíft frammí þegar þeir eru ekki einu sinni búnir að fá svar hjá viðmælanda.  Þetta finnst mér vera áberandi í Kastljósþáttum.   

Marinó Már Marinósson, 23.10.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég get tekið undir það, framígrip á ekki að eiga sér stað og kurteisi þarf alltaf að vera til staðar, en þó spyrjandinn endurspegli þá reiði sem er í þjóðfélaginu, þá finnst mér það réttlætanlegt og þarf ekki að túlka sem dónaskap, a.m.k. gerði ég það ekki þó Geir sé minn maður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tek undir það sem þú segir í þessari færslu Gunnar. Auðvitað eiga spyrlar að sýna kurteisi, það fannst mér Sigmar gera nokkuð þokkalega.

Það getur verið nauðsynlegt að grípa fram í fyrir viðmælanda því stjórnmálamenn eiga það til að tala út og suður í löngu máli án þess að víkja nokkurn tíma að því efni sem spurt var um, þá er nauðsynlegt að grípa fram í, en það er ekki sama hvernig það er gert.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Simmi hefur nú enda legið undir ámæli um ljúft flámæli eftir Dodo viðtalið.

Steingrímur Helgason, 23.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband