Bankakreppan er Clinton að kenna

Hillary%20Clinton%20from%20all4humorDemokratar, undir forystu Bills Clinton forseta, stóðu fyrir undirmálslánunum svoköluðu í forsetatíð hans. Þetta átti að vera svona dæmigerð "kratísk" jafnaðaraðgerð, að gera "öllum" kleyft að eignast þak yfir höfuðið. Hugsjón sem er auðvitað góðra gjalda verð, en er óraunhæf, sérstaklega í Bandaríkjunum.

Tekin hafa verið dæmi af heimilis og atvinnulausum blökkumanni í Suðrríkjunum. Otað var að honum hagstæðu láni til að hann gæti eignast eitthvert hreysi. E.t.v. ýkt dæmi, en þó ekki ósatt með öllu.

Lýðskrum demokrata náði nýjum hæðum, þegar Hillary Clinton sagði á kosningaferðalagi með Obama, að bankakreppan væri strákunum á Wall Street að kenna.

481310


mbl.is Forskot Obama orðið 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst rett ad benda a ad i stjornartid Clinton var um $ 200 Bi. surplus a rikissjodi midad vid - $ 400 Bi. hja Bush, reyndar sidustu 4 republikana forsetar i BNA hafa allir skilad yfir - $ 200 Bi. i sinni stjornartid. Merkilegt ad sa eini sem ekki skiladi i minus sidustu 2 aratugi var demokrati.

Er svo sem ekki ad taka fyrir tad ad tessi husnaedislana stefna sem var sett upp i hans tid var kanski ekki su besta, en ad stadhaefa ad bankakreppan se Clinton ad KENNA er nu ekki mikid annad en slappur kosninga arodur republikana flokksins.

hmm (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ef aðgerðin er kratísk, þá er hún hægri-kratísk, enda lét Clinton "hinn frjálsa markað" um að leysa húsnæðisvandann í staðinn fyrir að leysa hann á skynsamlegri hátt.

Vésteinn Valgarðsson, 22.10.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Undirmálslánin eru runnin undan rifjum Clintons og Demokrata, menn deila ekki um það. Í bandarískum stjórnmálum tíðkast málamiðlanir af ýmsu tagi eins og víðast annars staðar. Ef Demokratar fá þetta, þá fá Republikanar hitt, o.s.fr.v.

Flestir eru líka sammála um það að þessi undirmálslán hafi komið þessari skriðu af stað en vissulega er það einföldun að kenna Clinton greyinu um allt saman. Svipað og að kenna Davíð um allt

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú! Hvenær breyttist það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband