Breytt staða - breytt plan

Aðstæður hafa breyst í pólitíkinni á síðustu dögum Skyndilega virðist ljóst að Alþingiskosningar verði í vor en ekki síðar á árinu eins og menn reiknuðu með. Það er ekki síður ólga innan Sjálfstæðisflokksins vegna ástandsins í þjóðfélaginu, en innan annara flokka. Ef það er á hreinu að kosið verður í vor, þá er e.t.v. ekki óeðlilegt að forystumenn flokksins vilji undirbúa fundinn í samræmi við það.

Á meðan gefst tími fyrir stjórnarflokkana að sinna þeim verkefnum fram á vorið sem nauðsynleg eru að þeirra mati. Og á meðan gefst einnig forystumönnum Sjálfstæðisflokksins ráðrúm til þess að meta stöðu sína. Margir almennir Sjálfstæðismenn telja ekki sjálfgefið að Geir og Þorgerður Katrín verði áfram forystumenn flokksins. Flokkurinn býr yfir miklu mannvali, ólíkt öðrum flokkum að mínu mati og ætti því ekki þurfa að óttast breytingar á forystusveitinni.

Geir og Þorgerður verða að láta eigið egó víkja fyrir hagsmunum flokksins og þjóðarinnar. Engin er stærri en flokkurinn sjálfur og engin er ómissandi.


mbl.is Miðstjórnarfundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Harmafrétt úr Valhöll. Geir með krabbamein og sækist ekki eftir endurkjöri á landsfuninum sem verður ekki fyrr en 26.-29. mars

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

kosningar 9. maí.... vika er löng í pólitík greinilega

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband