Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bjarni frændi

Bjarni Benediktsson Já, ég er af Engeyjarætt og bara nokkuð sáttur við það. Mig minnir að amma mín og Bjarni Ben forsætisráðherra hafi verið þremennningar.

Sumir vildu hvetja Bjarna Benediktsson til þess að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir H. Haarde. Sjálfur var ég ekki fráhverfur þeirri hugmynd og það þrátt fyrir að ég telji að Geir sé yfirburðamaður í íslenskri pólitík í dag. En sú staðreynd að ekki var brugðist á nokkurn hátt við í aðdraganda bankahrunsins, er nægjanleg í mínum huga til þess að skipta um mann í brúnni.  Ég er samt nokkuð viss um að enginn hefði haft í Geir að gera, hann á gríðarlegu fylgi að fagna meðal flokksmanna.

Foringjahollusta af verstu sort, kunna einhverjir að segja, en virðing og traust segja aðrir. Davíð Oddsson felldi sitjandi formann árið 1991, en það hafði ekki gerst áður í sögu flokksins. Hvernig menn taka ósigri við slíkar aðstæður er sjálfsagt einstaklingsbundið. Átök um formannssætið þurfa ekki að vera slæm fyrir flokka, það sannar formannsslagurinn milli Þorsteins og Davíðs. Davíð vann þann slag með tiltölulega litlum mun, en flokkurinn reis í kjölfarið og samheldnin í flokknum var öðrum til eftirbreytni. Skoðanaskipti héldu áfram í flokknum, gagnstætt því sem andstæðingar hans hafa haldið fram, en flokkurinn talaði einni röddu útávið í veigamiklum málum, í samræmi við stefnuna sem ákveðin var á landsfundi.

Ægivald Davíð, sem sumir hafa kallað svo, var ekki fólgið í skoðanakúgun af hans hálfu, heldur sannfæringarkrafti hans og rökvísi. Hann átti auðvelt með að rökstyðja sitt mál og var fljótur að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Fólk treysti honum.      Í blindni? Eflaust einhverjir, einhverntíma.

 Davíð var einn sterkasti og merkasti foringi íslenskrar stjórnmálasögu.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattmann

mynd_matxsq

Það verður mjög spennandi að fylgjast með Steingrími J. Sigfússyni sem fjármálaráðherra. Upplýsingarnar hljóta að koma á færibandi frá honum, kannski í dagbókarformi á netinu?


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk ára Samfylkingarinnar

Margir sjálfstæðismenn vildu frekar ríkisstjórn með VG eftir síðustu kosningar. Þeir sögðu að þeir væru heilsteyptari flokkur og sjálfum sér samkvæmir. Menn vissu hvar menn hefðu þá og það væri mun heilbrigðari sáttmála hægt að gera við slíkan flokk heldur en Samfylkinguna. Í Samfylkingunni væru hins vegar margar opinberar skoðanir á hlutunum og þar væri hver höndin uppi á móti annarri.

Þetta hefur sannast margsinnis á undanförnum vikum og mánuðum og síðast núna, eins og Sigmundur Davíð bendir á í þessari frétt. Þessi fkokks-djöfull sem þeir þurfa að draga á eftir sér, mun gera útaf við flokkinn eins og Alþýðuflokkinn sáluga. Það er næsta víst.


mbl.is Samfylking beitti klækjabrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grand Entrance

Vinstriflokkarnir héldu að þeir gætu rétt Framsóknarflokknum undirritaðann stjórnarsáttmála sinn til samþykkis, óskoðaðan. Það finnst mér hrokafullt í meira lagi. Hvað varð um umræðupólitík Ingibjargar og allan fagurgala VG um gagnsæjar upplýsingar og allt á borðinu?

big-fjrmenningaklkan_jpg_340x600_q95Og svo átti að verða eitthvert húllumhæ við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli á morgun! Stjórnin ætlar að koma inn með "Grand entrance", líkt og Tjarnarkvartettinn gerði óaðfinnanlega. Áramótaskaupið gerði þeim atburði ágæt skil og nú er næsta skaup að fá alveg briljant efni í hendurnar, fyrirhafnarlaust.

Er þessi ríkisstjórn mynduð um hræsni og sýndarmennsku?

 


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn sýna ábyrgð

Auðvitað er Framsóknarflokkurinn ekki tilbúinn að tvístra kosningavíxlum út um allt, það er ekki þeirra stíll, né Sjálfstæðisflokksins. Það er stíll vinstriflokkanna til að öðlast tímabundnar vinsældir. En svo vaknar fólk auðvitað upp við vondan draum þegar borga þarf víxlana. Þá hrynur fylgi þeirra.... sagan endalausa.

twofaced


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórflokkurinn

20070730140544429Samfylkingin er kraðak fjögurra vinstriflokka; Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins, Kvennalistans og Þjóðvaka, gamala flokksins hennar Jóhönnu, sem hún myndaði vegna illinda við Jón Baldvin á sínum tíma. Vinstrimenn hafa ekki verið þekktir fyrir samstöðu, það sýnir sagan. Er einhver von til þess að það breytist? Ég hef miklar efasemdir um það.

Eitthvað hefur myndun nýrrar ríkisstjórnað tafist á síðustu metrunum og heyrst hefur að framsóknarmenn hafi sett eitthvert strik í reikninginn. Stjórnin er jú undir verndarvæng þeirra. Hún á beinlínis líf sitt undir Framsókn. Það hljóta framsóknarmenn að nýta sér, þeir eru ekki í pólitík af ungmennafélagsástæðum, "bara að vera með".


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var borgarfulltrúi VG einn þeirra?

Nokkrir tugir mótmælafíkla komu saman við Hilton hótelið. Þeir eru að trappa sig niður eftir eftir allt "rush-ið" og alsælu undanfarinna vikna. Þeir geta bara ekki hætt. Spurning hvort 12 spora kerfið geti ekki hjálpað þessu fólki.

489003

torleifur_gunnlaugssonMaðurinn við hliðina á þeim grímuklædda er Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG. Var hann einn hinna handteknu?

 Á heimasíðu VG eru upplýsingar um tekjur og eignir borgarfulltrúa flokksins. Þar segir um Þorleif:

Fastar tekjur:

  • Borgarstjórn Reykjavíkur 449.616
  • Formaður borgarstjórnarflokks 112.404
  • Varamaður í borgarráði 26.977
  • Stjórn Faxaflóahafna 85.000
  • Starfskostnaður 40.000

Eignir:

Íbúðarhúsnæði og heimilsibifreið. Á fyrirtækið ÞG dúklagnir ehf ásamt eiginkonu sinni, tekjur af fyrirtækinu eru óverulegar.

Hlunnindi:

Borgarstjórn greiðir fyrir símakostnað að hluta.

Það er gott hjá þeim að sýna tekjur sínar fyrir störf sín á vegum hins opinbera, en utan þess er þetta frekar hallærislegt. Enda er í raun engar upplýsingar í rest, bara sýndarmennska.


mbl.is Sex voru handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég, mótmælandinn

Áhugamótmælendur eru búnir að átta sig á því að fámennur hópur mótmælenda með kröfuspjöld, vekur litla sem enga athygli. En ef andskotast er í lögreglunni með ögrandi hætti, þá er það forsíðufrétt.

motmæli


mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktun SUS

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna ályktaði eftirfarandi og ég tek heils hugar undir með þeim:

SUS harmar tilgangslaus stjórnarslit

Samband ungra sjálfstæðismanna harmar þá ömurlegu atburðarás sem orðið hefur til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun fara frá völdum. Ljóst er að málefnalegur ágreiningur varð ekki til þess að fella samstarfið. Ótrúlega óskammfeilin kröfugerð Samfylkingarinnar á hendur Sjálfstæðisflokknum á síðustu dögum er augljós fyrirsláttur.

Hið raunverulega markmið Samfylkingarinnar var að knýja fram stjórnarslit. Þetta gerist jafnvel þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi fallist á að boðað yrði til kosninga 9. maí.Það er forystu Geirs H. Haarde að þakka að tjónið af kerfishruni bankanna varð ekki meira en raunin hefur orðið. Með aðgerðum í kringum hrun bankanna var tryggt að eðlileg viðskipti gætu áfram átt sér stað í landinu og rask af völdum þessara hamfara var lágmarkað. Þetta skipti höfuðmáli fyrstu dagana eftir hrunið. Síðan hefur markvisst verið unnið að áætlunum um endurreisn fjármálakerfisins í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga og stofnanir.

Traust tök Geirs H. Haarde á þeim stóru málum sem þurfti að bregðast við hafa verið þjóðinni til happs, en hafa verður í huga að umfang vandans er líklega án fordæmis í heiminum á friðartíma. Í þessu ljósi munu aðgerðir Geirs H. Haarde verða metnar þegar fram líða stundir.Sú taugaveiklun og ístöðuleysi sem Samfylkingin hefur sýnt á síðustu vikum er uggvekjandi fyrir íslenskt samfélag. Ástand þjóðmála er grafalvarlegt og heimurinn allur stefnir í alvarlega efnahagslægð. Við þær aðstæður verður mörgum órótt og stoðir samfélagsins svigna undan því álagi sem hvílir á einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Undir þessu álagi hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins staðið.

 Geir H. Haarde hefur sýnt að aldrei myndi hann skorast undan þeirri skyldu sem hann tók að sér sem forsætisráðherra og um heilindi hans hefur aldrei nokkur þurft að efast. Samfylkingin reyndist hins vegar vera sú kvísl sem fyrst brotnaði undan storminum þrátt fyrir að standa í miklu skjóli af forsætisráðherra. Á meðan forystumenn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa unnið að uppbyggingu þá hefur stór hluti Samfylkingarinnar beint kröftum sínum í innbyrðis sundrungu og taugaveiklun. Því miður hefur Samfylkingin brugðist þjóðinni og sjálfri sér með þeirri tækifærismennsku og klækjum sem nú hafa hrakið þjóðina út í tilgangslaus stjórnarskipti og pólitíska óvissu. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ráðrúm til að hefjast handa við að vekja enn á ný traust á að frelsi einstaklingsins til orðs og æðis sé hornsteinn mannvænlegs samfélags og að Ísland eigi að vera bæði frjálst og opið.

f.h. stjórnar SUS  Þórlindur Kjartansson
mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög spennandi tímar

Samfylkingin

Hvernig mun byltingu vinstriflokkanna reiða af? Er tíminn fram að kosningum nógu langur til þess að fólk átti sig á fyrir hvað þessir flokkar raunverulega standa? VG vill hafa tímann stuttan. Það er eðlilegt.


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband