Var borgarfulltrúi VG einn þeirra?

Nokkrir tugir mótmælafíkla komu saman við Hilton hótelið. Þeir eru að trappa sig niður eftir eftir allt "rush-ið" og alsælu undanfarinna vikna. Þeir geta bara ekki hætt. Spurning hvort 12 spora kerfið geti ekki hjálpað þessu fólki.

489003

torleifur_gunnlaugssonMaðurinn við hliðina á þeim grímuklædda er Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG. Var hann einn hinna handteknu?

 Á heimasíðu VG eru upplýsingar um tekjur og eignir borgarfulltrúa flokksins. Þar segir um Þorleif:

Fastar tekjur:

  • Borgarstjórn Reykjavíkur 449.616
  • Formaður borgarstjórnarflokks 112.404
  • Varamaður í borgarráði 26.977
  • Stjórn Faxaflóahafna 85.000
  • Starfskostnaður 40.000

Eignir:

Íbúðarhúsnæði og heimilsibifreið. Á fyrirtækið ÞG dúklagnir ehf ásamt eiginkonu sinni, tekjur af fyrirtækinu eru óverulegar.

Hlunnindi:

Borgarstjórn greiðir fyrir símakostnað að hluta.

Það er gott hjá þeim að sýna tekjur sínar fyrir störf sín á vegum hins opinbera, en utan þess er þetta frekar hallærislegt. Enda er í raun engar upplýsingar í rest, bara sýndarmennska.


mbl.is Sex voru handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

já og einmitt sá sami og lak út trúnaðarupplýsingum um skjólstæðing félagsmálanefndar Reykjavíkurborgar í fjölmiðla, fyrir um 2 mánuðum síðan.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 03:02

2 identicon

Sennilega ekki merkilegur kappi, en má mótmæla fyrir mér.
En miðað við hvað hér er mikið sett út á VG þá mætti halda að það hafi verið þeir sem hafi verið hér við stjórn síðustu árin, og komið öllu í kalda kol.
Er þetta ekki einhver þráhyggja, spurning hvort fleiri ættu að athuga með 12 spora kerfið !

Birgir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú Ingólfur, sá sami.

12 sporin eru til margra hluta nytsamleg Birgir, þó þau gagnist ekki öllum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband