Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sigmundur með arnar-augnaráðið fellur eins og flís við rass Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir gaf út einhverskonar ævisögu fyrir nokkrum árum. Hún fór illa í mig og ég veit að svo var um fleiri. En ef hann kemst á þing og honum tekst að koma í veg fyrir að það sé refsivert að eignast börn í þessu þjóðfélagi, eins og hann vill meina, þá verður það í sjálfu sér merkilegt.
Ég get ekki sagt að mér hafi verið refsað sérstaklega fyrir mín börn. Ég hef hins vegar gengist glaður undir ábyrgðina á þeim.
![]() |
Sigmundur Ernir í pólitíkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það kemur ekki fram í þingræðu konungs populismans, hvaða stundarhagsmuni er um að ræða, sem seðlabankastjórn var að verja með aðgerðum eða aðgerðarleysi sínu.
Árni Páll Árnason skaust á stjörnuhiminn kratískra stjórnmála með því að skjóta sér inn sem fórnarlambi í hlerunarumræðuna. Tímasetningin var afar heppileg fyrir Árna Pál, svona rétt fyrir prófkjör Samfylkingarinnar. Hann fékk hvert viðtalið af öðru á öldum ljósvakans. Skyndilega var óþekktur maðurinn orðinn "frægur".
![]() |
Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.2.2009 (breytt kl. 14:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Indriði H. Þorláksson hefur farið mikinn í fjölmiðlum á undanförnum misserum, einnig hér á Moggablogginu. Ég hef ekki dregið hann í pólitískann dilk hingað til, heldur reynt að skoða hlutlægt það sem hann hefur haft að segja. En auðvitað fellur hugmyndafræði Indriða eins og flís við rass, við hugmyndafræði VG. Má þar nefna bæði skattamál og virkjana og stóriðjumál.
Indriði er kominn heim.
![]() |
Indriði verður ráðuneytisstjóri tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.2.2009 (breytt kl. 17:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Helvíti er að heyra og sjá
Haarde þennan sómamann
kyssa beint á kjaftinn á
kerlingu sem bítur ' ann.
Vísa ort þegar Geir tilkynnti stjórnarslit og sagði þau Ingibjörgu Sólrúnu hafa kvaðst með kossi:
Að Sólrún hafi karlinn kysst,
er kærleiksþrungin saga.
En Júdas líka kvaddi Krist
með kossi forðum daga.
![]() |
Mögnuð fráhvarfseinkenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er engin hætta á ofbeldisverkum í mótmælum á meðan VG er í ríkisstjórn. Mótmælunum undanfarinna mánaða hefur verið fjarstýrt af þeim og fólki tengdum þeim flokki. Ég er ekki að segja að fólk á vegum flokssins hafi kastað grjóti í andlit lögreglumanna, en skipuleggjendur mótmælanna unnu kerfisbundið að því að hleypa mótmælunum upp. Það þarf ekki annað en að hlusta á ræður sumra þeirra sem á annað borð fengu að halda ræður.
![]() |
Vona að atburðir við þinghúsið boði ekki nýja siði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Margir eru róttækir á vinstri kantinum á ungdómsárum sínum og ég var í þeim hópi. Eitt sinn var þýskur stjórnmálamaður "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á sínum yngri árum. Maðurinn svaraði því á þennan hátt:
"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það ennþá þegar hann er fertugur, er heilalaus".
Það er "in" að vera rótækur vinstrisinni á menntaskólaaldrinum. Þeir sem á annað borð spekúlera eitthvað í pólitík á þeim aldri, eru í yfirgnævandi meirihluta á móti ríkjandi kerfi og hverjir eru líklegastir til að taka undir hið vinsæla ungdómsslagorð: "Kúkum á kerfið"? Jú, auðvitað unglingar og VG, eins og Hlynur Hallsson gerði með skilyrðislausum stuðningi sínum við skrílslæti óeirðaseggja vegna Ungdómshússins í Köben hér um árið.
Einnig hefur mátt sjá hann á blogginu mæra hina svokölluðu "borgaralegu óhlíðni", sem er fínna orð V-grænna yfir ofbeldi mótmælenda í Reykjavík á undanförnum vikum.
Það er augljóst hvaða hagsmunir liggja í húfi með tillögu um að lækka kosningaaldurinn niður í 16 ár. Velkist einhver í vafa um það?
![]() |
Hlynur Hallsson í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar magnaðan pistil í The Wall Street Journal, sjá HÉR
Í pistli Hannesar finnst mér örla á áfellisdómi yfir Geir Haarde, með réttu að ég tel.
Þó þessi mynd sé "fótósjoppuð" af pólitískum andstæðingum mínum og þessara herramanna á myndinni, þá er ekki hægt að neita því að hún er vel heppnuð og fyndin
![]() |
Pólitískar hreinsanir og heift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurnig hvort eggjakast sé viðeigandi ef stjórnin áttar sig ekki
![]() |
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég vil benda á nýja skoðanakönnun hér til hægri. Endilega takið þátt.
Fólk virðist gleyma því að það var Alþngi sem heimilaði hvalveiðar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Það voru einungis þingmenn VG og örfáir úr Samfylkingunni sem greiddu atkvæði gegn hvalveiðum.
Sjávarútvegsráðherra ákveður magnið, kvótann og Ingibjörg Sólrún sagði fyrir örfáum mánuðum síðan að sú ákvörðun væri og ætti að vera alfarið í höndum hans.
þegar lögin um hvalveiðar voru samþykkt, mig minnir að það hafi verið árið 2003, þá heyrðist sami söngurinn í talsmönnum hvalaskoðunarfyrirtækja og nú. En hvað hefur gerst? Stöðug aukning hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum! Hvað er vandamálið?
Þuríður Bacmann, þingmaður VG, sagði um daginn í viðtali við Ingva Hrafn á ÍNN, að áhættan væri alltof mikil, því einboðið væri að hvalveiðarnar settu m.a. fisksölusamninga okkar í hættu. Á sama tíma fagna allir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi veiðunum. Hvorum er meira mark takandi á; Þuríði Bahmann eða aðilum sem selja fiskinn?
![]() |
Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
".....að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að leggja fram þetta frumvarp með fulltingi Framsóknarflokksins. Eftir er að ræða við Framsóknarflokkinn um málið en honum var sent bréf varðandi málið í dag".
Það eru greinilega afar skrítnir skilmálarnir sem Framsóknarflokkurinn hefur undirgengist með loforði sínu um stuðninginn við vinstriflokkana.
Samkomulagið við Framsókn hlýtur að hafa verið einhvernvegin svona:
"Þið styðjið ríkisstjórnina og þau frumvörp sem hún leggur fram. Þegar frumvörpin hafa verið samþykkt, þá sendum við ykkur þau í pósti".
Meistarar samræðulistarinnar og allt opið og uppi á borðum
![]() |
Seðlabankastjórar víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði