Ég, mótmælandinn

Áhugamótmælendur eru búnir að átta sig á því að fámennur hópur mótmælenda með kröfuspjöld, vekur litla sem enga athygli. En ef andskotast er í lögreglunni með ögrandi hætti, þá er það forsíðufrétt.

motmæli


mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó er stærri hópur búinn að átta sig á því að fámennur hópur með kröfuspjöld truflar engan en ef hávaði og sjónrænir gjörningar ná til þeirra sem skilaboðin eru ætluð, geta góðir hlutir gerst. Þetta ágæta markmið, að trufla þá sem eru ábyrgir fyrir fjöldamorðum, kemur lögreglan í veg fyrir að náist, með því að andskotast í mótmælendum, ógna þeim, handtaka, úða eitri í auga þeirra og berja þá með kylfum. Það þótti t.d. tilefni til að handtaka 2 menn núna áðan að kveikt var í natófánanum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gunnar -

- ertu ekki í standi maður? Heldur þú að þetta lið hafi verið í pólitískum mótmælum?  Ó nei

þetta ofbeldisfólk fékk skýr skilaboð - ef þið kallið þetta mótmæli þáer ykkur óhætt að ráðast á ráðamenn - slasa lögregluþjón - spill eigum almennings og það verður bara allt í lagi.

Þau haldaáfram þangað til þeu verða stöðvuð - ef ekki af lögreglu þá af borgurum eins og okkur sem eru búnir að fá nóg.

Legg til að þú hafir frumkvæðið að því að kalla saman her fólksins. Til varnar Íslandi.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held það séu afskaplega fáir í dag sem vilja Ísland úr NATO. Og sá agnarsmái minnihlutahópur má að sjálfsögðu mótmæla veru okkar í þeim félagsskap, það er hans réttur. En þetta fólk má ekki brjóta lög, það er bara svo einfalt.

Og það er hlægilegt á sjá forystumann úr VG standi þarna innan um "grímliðið", öskrandi með krepptan hnefann á lofti. Svo vill þetta fólk að það sé tekið alvarlega í lýðræðislegu félagsmálastarfi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 01:43

4 identicon

Æ greyið mitt Ólafur. Hann Stefán Eiríksson hefur lýst því yfir að þeir sem stóðu í grjótkasti voru þekktir glæpamenn. Það hefur ekkert með mótmælendur að gera. 

Ég legg til að þú sjálfur farir í það að safna hvítliðum Ólafur. Það kæmi sér vel fyrir byltinguna ef kæmi á daginn að þeir sem vilja gefa spillingarliðinu færi á að halda áfram að grafa undan okkur, séu upp til hópa innréttaðir í þínum stíl.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 01:43

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nú er ESB NATO sinni ég er að velta fyrir mér hvar í stjórnmálum þessir mótmælendur eru. Varnarbandalög hafa sinn tilgang ennþá að mínu mati. 

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 01:44

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Júlíus.

Þessi mótmæli eru bara svo spennandi og skemmtileg að fólkið getur ekki hætt... eða verður a.m.k. að trappa sig niður. Spurning hvort 12 spora kerfið geti ekki hjálpað þessu fólki að vinna bug á mótmælafíkninni

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 01:57

7 identicon

Eruði alveg tómir í hausnum?? Haldiði að það sé gaman að standa úti í snjó og kulda, rennblautur í tærnar og reyna að halda ró sinni þegar manni er ýtt, hrint, hent hingað og þangað af einhverjum jökum sem manni dytti aldrei í hug að reyna að stjaka við, en stendur einfaldlega í lappirnar, bara á stað sem einhverjum tómhausnum, með piparúða í annarri og kylfuna í hinni, dettur í hug að henti sér ekki?!?!!!

Hópur mótmælenda er að sjálfsögðu misjafn frá einum mótmælum til þeirra næstu. Sumir eru ósammála smáatriðum við þetta kerfi sem við búum við, og ekki eru allir á móti sömu smáatriðunum. Aðrir eru ósáttir við valdakerfi vestrænna ríkja eins og það leggur sig, og hafa þar af leiðandi mörgu að mótmæla því þeir eru á móti flestum smáatriðunum, rétt eins og heildarmyndinni. 

Þeir menn sem þannig hugsa eru á móti því að sumir menn hafi það ÓGEÐSLEGA gott, á meðan aðrir kveljast, eru hnepptir í þrældóm eða myrtir til að viðhalda þessu kerfi og þ.a.l. sjá til þess að hinir fyrrnefndu geti haft það jafn viðbjóðslega gott.

Ég get ekki gert upp við mig Gunnar hvort þú sért hreinlega vondur maður, eða bara ofboðslega fáfróður, en ég vona að það sé heldur hið síðarnefnda, og að þú munir opna augun fyrr en síðar!

Gulli (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:36

8 identicon

Það er gaman að ná árangri. Það var gaman á þriðjudaginn í síðustu viku þegar kom á daginn að þúsundir manna voru tilbúnir til að halda uppi ólöglegum mótmælum til að koma ríkisstjórninni frá völdum. Það var gaman þegar þingfundi var aflýst á miðvikudaginn og SAMT flykktist fólk í þúsundatali á Austurvöll. Það getur verið gaman að plana aðgerðir og koma þeim í framkvæmd, einkum þeim sem hafa listrænt yfirbragð.

En sannleikurinn er sá að langoftast er þetta aðallega vinna. Langoftast náum við í mesta lagi þeim árangri að fjölmiðlar fjalla um aðgerðina sjálfa fremur en ástæðuna fyrir henni og þá þurfum við að nota þó þá athygli til að rífa upp umræðu um það sem skiptir máli. 

Sem stendur saurga fulltrúar Nató íslenska grund með nærveru sinni. Fáir vita almennilega hvað Nató er og enn færri hverskonar fjármunum við eyðum í þá glæpastofnun. Í stað þess að fjalla um ástæðurnar fyrir þeirri kröfu að Ísland gangi úr Nató og leyfi ekki slíkar ráðstefnur hér, fjalla fjölmiðlar eingöngu um piparúða og fjölda handtekinna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:33

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gulli, ég er hættur að reyna að gera heiminn betri með svona aðferðum og þar með að reyna að gera annað fólk betra. Been there, done that.

Nú reyni ég bara af veikum mætti að gera sjálfan mig að betri persónu. Það er ærið verkefni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 15:58

10 identicon

Þú yrðir miklu fljótari að verða betri persóna með því að taka afstöðu gegn ranglæti. Ég man ekki hver á þennan frasa en hann er klassískur; það eina sem þarf til að illskan þrífist er að gott fólk standi aðgerðalaust.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:28

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].

Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.

Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.

Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrá út í yztu æsar.

Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.

Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 16:51

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það væri strax skárra að ráðherrar hefðu ekki atkvæðarétt á Alþingi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 16:56

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skattavaldarnir 8 manns + 23 fylgisspakir lagasmiðir [sem þarf að semja við,og eiga að veita aðhald og stuðla að jafnrétti samkvæmt Þjóðvöldum]gera 32 eða starfhæfa bruðlstjórn í andi ríkjandi einföldunar á stjórnskipunarlögum. Landsbyggðarþingmenn vor meiri hörkutöl  enn nú og fjöldi þeirri meiri þess vegna varð þess misnotkun á stjórnarskrá ekki eins áberandi tel ég víst. Fyrstu ráðherrarnir voru yfirleitt framúrskarandi en þá ríkt sú hefð að hampa þeim sem voru til fyrirmyndar í stað ofuráherslu á meðalmanninn sem fyrirmynd sem tröllriðið hefur samfélögum sósíal-demok-rata. Þjóðfélagið eða þjóðin er hugtök sem eiga að ríkja í opinberri umræðu.

Samfélag hefur meiri keim að klíkusamfélagi. Bræðrasamfélög, ...

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband