Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Samfylkingin hefur verið að reyna að skapa sér ímynd, frá því hún fæddist. Heilög ást jafnaðarmanna á lýðræðinu, íbúalýðræði, samræðupólitík og þar fram eftir götunum, hefur verið hornsteinn þeirrar ímyndar sem flokkurinn vill bera. Þetta er yfirskriftin.... svona útá við.
Jafnaðarmenn hafa ítrekað orðið uppvísir að því á undanförnum vikum, að beita pólitíska andstæðinga sína óeðlilegum þrýstingi. Þrýstingurinn hefur verið í formi hótana um að tiltekin atburðarrás fari í gang, ef ekki verði farið að óskum þeirra.
Það er merkilegt að gamall refur eins og Jón Baldvin, skuli kasta svona stríðshanskanum fyrir sitjandi formann flokksins á erfiðum tímum. Er J.B. með "póker-face" í stöðunni, bara að blöffa? Sér ISG við honum og hellir sér í slaginn? Eða á hún millileik, þ.e. að tilkynna erfðaprins sinn til sögunnar, Dag B. Eggertsson? Hvor ynni þann slag, Dagur/Jóhanna?
![]() |
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar ég heyri "Raddir fólksins", þá sé ég andlit Harðar Torfasonar. Hvað segir það mér? Hvað eiga allir þeir fjölmörgu mótmælendur sem komið hafa saman undir merkjum Harðar Torfa, sameiginlegt? Harla fátt að ég tel, annað en reiðina.
Hvað er þetta "Raddir fólksins"? Hefur einhver kosið þetta fólk til einhvers? Hafa þessi samtök, ef samtök skal kalla, einhver lög eða stefnumarkmið? Er einhver opinber talsmaður þessara samtaka, og ef svo er, hvernig var hann valinn?
Fínt hjá Herði Torfa að bjóða krafta sína til þings í apríl-kosningunum, hvort sem það verður í formi nýs framboðs, eða á vegum VG. En mér finnst fullsnemmt að afhenda honum einhverja valdasprota á grundvelli vinsælda hans sem mótmælaforingja.
í hópi mótmælenda Harðar, voru gjörólíkir einstaklingar og seint munu þeir allir berjast fyrir sama málstað og Hörður, a.m.k. á hinum almenna pólitíska vettvangi. En þessi samtök Harðar, hafa öðlast undraverðan pólitískan frama, í faðmi hinnar nýju ríkisstjórnar.
Þessi pínulitla "Harðar-klíka", er komin inn á teppi hjá Forsætisráðherra.
![]() |
Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.2.2009 (breytt kl. 06:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þegar kasti ræður kylfa.... rímar við Jón og Gylfa.
Það er þungur áfellisdómur í grein þeirra félaga. Annars finnst mér merkilegt hvað margir segjast í dag hafa vitað að bankahrunið hafi verið yfirvofandi allt síðasta ár og jafnvel lengur. Ef þetta var svona almennt vitað, hvernig gat þetta þá gerst allt saman? Þessir fjölmörgu vitringar og stórfjölskyldur þeirra, eru væntanlega með allt sitt á þurru. Skítt að hafa ekki þekkt persónulega neinn af þessum vitringum, ég hefði "Spread the word"
![]() |
Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núverandi stjórnarflokkar (og Framsóknarflokkurinn) sækja nú andlegan styrk til systurflokka sinna í Evrópu. Þetta gerist rétt fyrir kosningar. Er þetta einhver ný taktík í kosningabaráttu, að fá útlendinga til að segja þjóðinni hversu góðir viðkomandi flokkar eru?
Það er ekkert óeðlilegt að stjórnmálaflokkar á Íslandi séu í einhverju sambandi og bræðralagi við samsvarandi flokka í útlöndum, ég bara minnist ekki að þetta hafi verið svona áberandi rétt fyrir kosningar áður.
![]() |
Tekið verði tillit til sérhagsmuna Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef sagt það lengi að Davíð og Seðlabankastjórnin öll átti að stíga til hliðar sjálfviljugur í október sl., þó ekki nema til þess að skapa vinnufrið í þjóðfélaginu. Ég hef líka verið þeirrar skoðunar að umdeildur stjórnmálamenn eru ekki heppilegir í áberandi embætti á vegum ríkisins. Gott dæmi um það er Forseti Íslands og Davíð.
Álitsgjafar Helgu Kristinar Einarsdottur , fréttaritara Bloomberg, virðast sérvaldir. Ekki virðist gerð tilraun til þess að fá álit annara en þeirra sem finnst viðbrögð Davíðs "neyðarleg".
Það sem er hins vegar miklu neyðarlegra í þessu máli, er bréf Jóhönnu til Davíðs og seðlabanastjórnarinnar. Það er einnig neyðarlegt að Forsætisráðherran skuli grípa til ósannsögli í fjölmiðlum varðand drátt Davíðs á að svara bréfinu, sem vel að merkja var sent heim til hans, en ekki á starfsstöðina, Seðlabankann. Jóhanna hvaðst undrandi á drætti svarsins á föstudaginn, vitandi að svars var ekki að vænta fyrr en eftir helgi. Það er skítalykt af þessu máli frá hendi Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ætti að skipta um nafn og kalla sig "Populistaflokkinn"
Ps. Eða bara "Popul-listinn"
![]() |
Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.2.2009 (breytt kl. 13:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Stjórnmál og samfélag | 9.2.2009 (breytt kl. 01:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bréf Davíðs er stílað á Forsætisráðherra, en augljóst er á yfirbragði þess að það er opið og til þjóðarinnar allrar. Davíð færir skotheld rök fyrir vitleysisganginum í öllu því ferli sem að hótunarbréfi Jóhönnu leiddi. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu.
Mér sýnist Jóhanna hafi logið að þjóðinni þegar hún sagðist undrandi á því að ekki hefði borist svar frá Davíð í gær. Hún vissi að svars var ekki að vænta fyrr en eftir helgi.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Heimspekikennarar mínir í Háskóla Íslands héldu því forðum fram, að í mannlífinu stæði valið um skynsemi og ofbeldi. Skynsemin var sögð felast í frjálsri rannsókn og rökræðu, virðingu fyrir réttindum einstaklinga og hlýðni við lögin. Ofbeldið var hins vegar talið, þegar hnefum væri beitt í stað raka og níðst á fólki.
Í janúar 2009 sáu Íslendingar, hversu stutt getur verið í ofbeldið. Æstur múgur réðst á Alþingishúsið, braut rúður, kveikti elda og veittist að lögregluþjónum. Kunnur Baugspenni sat ásamt öðrum óeirðaseggjum fyrir Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, barði bíl hans utan og ógnaði honum, afmyndaður af bræði. Er menningin aðeins þunn skán ofan á villimanninum, sem hverfur, þegar honum er klórað?
Ofanritað er úr bloggpistli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Þetta eru orð að sönnu. Restina af pistlinum má lesa HÉR
Stjórnmál og samfélag | 7.2.2009 (breytt 8.2.2009 kl. 00:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lúðvík Bergvinsson er að mér skilst eini íslenski þingmaðurinn sem hefur skemmt sér í listisnekkju Jóns Ásgeirs. Hann var reyndar ekki í henni á vegum hans heldur einhver annars viðskiptajöfurs sem fékk hana að láni hjá Bónus-unganum.
Það væsir ekki um menn í "One 0 One" skútunni. Fínt að gera góða díla þarna
![]() |
Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.2.2009 (breytt kl. 23:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég held að flestir séu á því að eitthvað þurfi að gera fyrir fólk sem er að missa húsnæði sitt. Venjulegt fólk, oft ungt með börn, eru að missa íbúðir sínar beinlínis vegna kreppunnar. Það er svo óheppið að lánin hafa hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum og allt annað hefur hækkað líka, en launin hafa lítið hækkað. Dæmið gengur ekki upp. Ber ekki þjóðfélaginu skylda til að rétta þetta fólk við þannig að það haldi húsnæði sínu og e.t.v. dálítilli reisn? Ég hefði haldið það.
Við vitum öll að sumt fólk er alltaf með allt niðrum sig fjárhagslega. Það líður vart vika að gulir miðar komi ekki inn um lúguna og varla mánuður að ekki er krafist fjárnáms, sem oftar en ekki reynist árangurslaust. Fólkið er áskrifandi að Intrum. Ég veit ekki hversu margir eru svona, en mig grunar að þeir séu fleiri en fólk grunar. Ég hef efasemdir um að það sé rétt að bjarga svona fólki. En einhversstaðar verða vondir að vera og sem betur fer höfum við félagslega kerfið til hjálpar.
Þegar ég var ungur og vitlaus, (já, já,... nú er ég bara vitlaus ) ... keypti ég mér nýjan bíl. Á þessum árum var ég einhleypur og kærulaus í peningamálum og var mikið úti að "skemmta" mér. Ég hef "skemmta" innan gæsalappa, því þessar skemmtanir voru innihaldsrýrar, leiðigjarnar og dýrar. Auk þess var þetta auðvitað óholt líferni, bæði á sál og líkama. Þegar ég hafði haft bílinn til umráða í rúmt ár, þá horfði ég á pallbíl með krana taka bílinn snemma morguns. Ég horfði á þetta út um eldhúsgluggann.
Ég var fullmeðvitaður um að ég hafði trassað að borga nokkrar afborganir og ég hafði fengið einhver bréf sem ég var löngu hættur að opna. Samt kom þetta mér í opna skjöldu. Ég fylltist lamandi vonleysi og skömm og það rann upp fyrir mér hversu skelfilega kærulaus ég hafði verið. Líferni mitt var farið að bitna á vinnunni og ég átti ekki krónu með gati.
Þegar ég lít til baka á þennan unga kærulausa mann, þá er ég sannfærður um að utanaðkomandi björgun hefði gert honum illt.
![]() |
Harma innantóm loforð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.2.2009 (breytt kl. 07:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 947269
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Mótmæli í gær
- Gulli neglir
- Tíu þúsund gönguskref víkja
- Davíð Oddsson kallar eftir afsökunarbeiðni Bjarna Ben
- Þegar Imba ritaði Hr. Tzipi Livni árið 2009
- Falsfrétt eins og hún gerist best
- Innrásin
- Þorgerður Katrín fagnar refsitollum ESB á Ísland
- Bæn dagsins...
- Stjörnur eru lífið, ljóð frá 2. janúar 2005.
Skapa traust og trúverugleika gagnvart hverjum? Samfylkingarfólki og V-grænum? Ekki virtist skorta á trúverugleikan gagnvart Seðlabankastjórninni þegar AGS lánaði okkur. Ekki heldur vilyrði ýmissa þjóða til hins sama. Gerðu þessir aðilar kröfu um að Davíð yrði vikið frá?
Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar um aðdraganda bankahrunsins munu liggja fyrir í nóvember. Ég get alveg beðið rólegur þangað til, en vinstrimenn vilja flýta aftökum áður en það verður of seint. Þeir óttast niðurstöður nefndarinnar.