Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heillaóskir

Það er við hæfi að óska nýum seðlabankastjóra velfarnaðar í starfi. Það mun samt væntanlega ekki auka traust erlendis frá, að skilaboðin frá Íslandi séu þau að þjóðin eigi ekki hæfa menn í starfið. Að hún sé hálfgert þriðja heims ríki sem þurfi aðstoð "lærðra manna" við úrlausn vandamála sinna.

En kannski er rétt að fá utanaðkomandi einstakling í þetta. Það virðist sama hver er á Íslandi í dag, engin er hafinn yfir tortryggni. Tja.... nema aðahagfræðingur Seðlabankans sem fær að halda sínu starfi. Hann bar víst ekki ábyrgð á neinu í sínu starfi. Errm


mbl.is Versta seðlabankastjóraembætti á Vesturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strengjabrúða áfram?

Samkvæmt hatursmönnum Davíðs Oddssonar, þá réði Davíð öllu og bar ábyrgð á öllu og meint vantraust á Seðlabankanum var Davíð að kenna. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur þá væntanlega setið og staðið samkvæmt fyrirmælum Davíðs og verið svokölluð strengjabrúða hans.

En auðvitað var þetta ekki svona og leikhópur fáránleikans, vinstriflokkarnir, vita það vel. Takmarkinu er náð, að klekkja á Davíð Oddssyni, það eitt skipti máli.

Enginn virðist geta bent á að erlendir aðilar hafi ekki borið traust til Seðlabankans og svo virðist að eini tilgangurinn með nýju lögunum hafi verið að fullnægja hefnd og heift vinstrimanna á Íslandi, á manninum sem einna auðveldast hefur átt með að greina hræsnina í þessu liði og segja þjóðinni frá því á einföldu og skýru máli. Það er eðlilegt að vinstrimönnum svíði undan slíku.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammakaffi

Milli kl. 8 og 9 á morgnanna, hafa nokkrir Sjálfstæðismenn hist reglulega í nokkur ár yfir kaffibolla í söluskála Olís hér á Reyðarfirði. Það má eiginlega segja þetta sé heiti potturinn okkar.  Þarna verða oft hressilegar umræður og fólk úr öðrum flokkum er einnig fastir gestir, enda allir velkomnir. Þessi menningarlega samkoma hefur verið kölluð "Sammakaffi", í höfuð umboðsmanns Olís hérna, Samúels Sigurðssonar, sem er góður og gegn Sálfstæðismaður. Fasti kjarninn sem mætir er 5-10 manns en í morgun kom gestur sem ekki hefur áður verið í kaffinu, nefnilega Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrv. ráðgjafi Geirs H. Haarde í efnahagsmálum.

TryggviTryggvi býður sig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæmi okkar, Norð-Austurkjördæmi. Þegar ég sá það á Mbl.is um daginn að Tryggvi Þór biði sig fram, velti ég vöngum yfir meintum samastarfsörðugleikum hans við Geir Haarde, því eins og margir vita slitnaði upp úr samstarfi þeirra skömmu fyrir stjórnarslitin. Ég taldi að kjósendur Sjálfstæðisflokksins þyrftu að vera upplýstir um ágreining formanns flokksins og Tryggva, en fréttir af því hafa verið nokkuð mísvísandi, allt frá því að um eitt mál hafi verið að ræða og upp í víðtækan skoðanaágreining.

Tryggvi upplýsti okkur um það að samband hans við Geir væri með ágætum og þeir hittust og/eða hefðu samband reglulega. Stjórnarherrarnir leita að sjálfsögðu álits margra sérfræðinga á málum og Tryggva fannst sem sjónarmið hans hlytu ekki nægjanlegan hljómgrunn hjá Forsætisráðherra og fannst því réttast að samstarfi þeirra hvað þetta varðaði lyki, enda varð svo með fullri sátt beggja aðila.

Tryggvi Þór kemur mjög vel fyrir, svona auglitis til auglitis. Hann hefur þægilega nærveru og virkar mjög alþýðlegur og talar skýrt og einfalt mál. Hann er svona "strákurinn í næsta húsi", og auðvelt virðist að nálgast hann en er ekki persónulega fjarlægur eins og títt er um suma stjórnmálamenn. Maður fær það á tilfinninguna að hægt sé að tala við Tryggva um hvað sem er. Tryggvi er Norðfirðingur og ólst þar upp til 18 ára aldurs og eiginkona hans er Eskifirðingur.

Eftir þessi stuttu kynni við hann í morgun, óx hann mikið í áliti hjá mér og ég gæti vel hugsað mér að styðja hann til 2. sætis á lista okkar Sjálfstæðismanna.


Pólitísku dagarnir taldir?

c_documents_and_settings_gisli_my_documents_my_pictures_ihald_is_myndir_isgÉg spái því að ISG dragi sig út úr pólitík. Kyndillinn sem hún tók úr hendi Össurar Skarphéðinnssonar er varla nema grútartýra í dag. Kannski er framboð Jóns Baldvins einhver teikn um fráfall hennar úr pólitík.

Stjarna ISG skein skært á borgarstjóraárum hennar en hringlandahátturinn varðandi landsmálapólitíkina skaðaði hana mikið og hún hefur ekki borið barr sitt síðan sem stjórnmálamaður. Landsmálin eru ekki hennar tebolli.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kynnir áform sín síðar í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flautaþyrillinn

c_users_dell_desktop_jon_443950Ég gerði skoðanakönnun hér á blogginu mínu í desember sl. Ég svaraði nei í þessari könnun. Jón Baldvin á sér marga fylgismenn og eflaust myndi hann fá slatta í persónukjöri. J.B. er litríkur karakter og eflaust verður gaman að honum á þingi en flautaþyrill var hann og flautaþyrill er hann. Konungur populismans hefur ekkert breyst.

Hér að neðan er niðursta könnunarinnar.

 

 

Spurt er:  Er Jón Baldvin á leið í pólitík að nýju?

Já, með Samfylkingunni 16,0%
Já, og stofnar nýjan flokk 33,8%
Nei 50,3%
376 hafa svarað

mbl.is Jón Baldvin tilkynnir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilaþvottastöð

Íslenska þjóðin hefur verið heilaþvegin. Heilaþvottastöð Baugsveldisins hefur verið afkastamikil undanfarin ár. Að þvottinum afstöðnum, var þeytivindan sett á 1.400 snúninga og hún snýst enn. Þegar slökk verður á henni, mun fólk ráfa um ringlað í einhvern tíma.... en hvað svo?

Ég renndi í fljótheitum yfir álit bloggheimsins á Davíðs-viðtalinu. Andstæðingar Davíðs tala um : Geislabaug, dramatík, leiksigur.... en engin gagnrýnir efnislega það sem Davíð sagði í viðtalinu. Segir það ekki allt sem segja þarf?


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prik fyrir vinstri flokkana

Hugmynd framsóknarmanna hljómar rosalega vel, svona rétt fyrir kosningar, en Jóhanna og Steingrímur J. sýna ábyrgð og raunsæi í málinu, finnst mér. 90% lánin var krafa framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðunum 2003 og það kom sér eflaust vel fyrir einhverja sem þess nutu, en viðbúið er að einhver hluti þeirra séu að kikna undan verðtryggðu lánunum í dag. Ég óttast hins vegar að þessi hugmynd framsóknarmanna verði útfærð af vinstriflokkunum í einhverjum sósíalískum stil og að útkoman verði bullandi óánægja vegna mismununar.

Tímasetningin á 90% lánunum gat ekki verið verri. Á sama tíma og framkvæmdirnar við Kárahnjúka og álverið á Reyðarfirði voru í hámarki, var 7 sinnum meira fjármagni heldur en framkvæmdirnar eystra kostuðu samanlagt, dælt inn í hagkerfið. 90% lánin voru hugsuð til að hjálpa ungu fólki til að eignast sína fyrstu íbúð, en þegar bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkaðinn, þá notaði almenningur ódýra lánsféð til að borga upp gömlu Íbúðalánasjóðslánin og keypti sér dýra bíla, nýjar innréttingar og mublur eða fór í dýr ferðalög o.fl. fyrir mismuninn, ef einhver var. Þá fyrst varð fjandinn laus varðandi þensluna. Auk þess var auðvitað byggt allt of mikið af húsnæði.

Andstæðingar framkvæmdanna fyrir austan (VG) kenndu þeim um alla þensluna, en það var auðvitað bara eins og hvert annað stjórnarandstöðupíp. Þeir vissu betur.


mbl.is Setur Íbúðalánasjóð á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommarnir fara á kreik

Pólitískar hreinsanir? Vinstrimenn koma sínum mönnum að. Í heilagri reiði sinni í 18 ár, hafa þeir gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hygla sínum mönnum, en nú kemur í ljós að hugsjónir vinstrimanna eru bara orðin ein. Ekkert á bak við þau.

Í lok apríl, byrjun maí, mun þriðja ríkisstjórnin væntanlega líta dagsins ljós á þremur mánuðum. Verður þá önnur umbylting í mannvali við hið flókna og tímafreka verkefni sem samningar, rannsóknir o.fl. er? Þurfa ekki nýjir stjórnarherrar að koma "sínum" mönnum að?

Hvað varð um "Burt með spillinguna"? 


mbl.is Svavar stýrir Icesave nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæf ríkisstjórn!

Á sama tíma og stjórnarflokkarnir tala um að hér sé of mikið ráðherravald, þá vilja þeir keyra í gegn seðlabankafrumvarpið með hraði, en það miðar að því að auka völd Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til muna.

Þetta frumvarp er sprottið úr hefndarþorsta pólitískra andstæðinga Davíðs Oddssonar. Ég hélt að þessi stjórn hefði annað og betra við tíma sinn að gera, en hún metur það sennilega svo að nú sé eina tækifærið til að láta til sín taka. Þessir flokkar fá tæplega annað tækifæri.


mbl.is Þingfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir voru samstarfsörðugleikarnir?

Upp úr samstarfi Geirs H. Haarde og Tryggva Þórs í forsætisráðuneytinu slitnaði vegna samstarfsörðugleika. Sýn þeirra á hagstjórnun og málefnum Seðlabankans var ólík og Tryggvi hefur viðurkennt nú í seinni tíð að það hafi verið ein ástæða samstarfsörðugleikanna, en þær séu fleiri. Sumir hafa talað um ólíka sýn þeirra á Evrópumálin.

tryggvi_r_Herbertsson__jpg_340x600_q95Það er athyglisvert að Tryggvi tali í dag um nokkrar ástæður samstarfsörðugleikana. Í Sandkorni DV, 18. okt. sl. segir: (Undirstrikun mín)

"Skyndilegt brotthvarf Tryggva Þórs Herbertssonar úr ráðgjafahlutverki hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur vakið nokkra athygli. Tryggvi Þór hefur staðfest að um hafi verið að ræða eitt atvik en neitar að upplýsa hvað er nákvæmlega þar að baki. Trúnaðarbrestur er því á borðinu en Tryggvi mun hafa þótt tala á köflum allt að því gáleysislega og bárust forsætisráðherra kvartanir vegna þess".

Mér finnst að kjósendur Sjálfstæðsisflokksins eigi að fá að vita í hverju samstarfsörðugleikar Forsætisráðherra og tilvonandi framboðskandidatsins, Friðriks Þórs Herbertssonar, fólust. Minn ágæti foringi, Geir Haarde, hefur mitt fyllsta traust þar til hann lætur af formennsku nú í lok mars. Hans mat á vinnuframlagi Tryggva til forsætisráðuneytisins, hlýtur að vega þungt í hugum margra.

Spurning hvort "leki" úr forsætisráðuneytinu, um persónulegt álit Forsætisráðherra á Tryggva, skaði hann eða efli. Ég giska á skaði.


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband