Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þegar ég hlusta á Jón Bjarnason tala, þá dettur mér helst í hug afdalabóndi í vaðmálsfötum, með hamar í annari hendinni og sigð í hinni. Það er ekki langt síðan að ég frétti það að Jón hafa farið í VG vegna þess að Framsóknarmenn höfnuðu honum. Þetta kom mér á óvart því hann virkar á mig sem forpokaður Stalínisti.
Ég held að Jón Bjarnason í fyrsta sæti VG í NV-kjördæmi, séu góðar fréttir fyrir frambjóðendur í öðrum flokkum. Ég bara trúi ekki öðru.
![]() |
Jón Bjarnason leiðir í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mér sýnist á öllu að Jón Baldvin Hannibalsson hafi ofmetið stöðu sína innan Samfylkingarinnar, hann kemst ekki í hóp 8 efstu. Og maðurinn ætlaði í formannsslag!
Æ,æ... frekar neyðarlegt fyrir kallinn á gamals aldri að láta það verða sitt lokaverk í pólitík að bíða afhroð í prófkjöri.
![]() |
Ásta Ragnheiður í 8. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru sjónarmið kvenna ólík sjónarmiðum karla, varðandi breytingar á stjórnarskránni? Hvernig í fjandanum má það vera?
Þáttaka kvenna í stjórnmálum er mun minni en karla og ég held að frami þeirra innan flokkanna sé meiri en hlutfall þeirra í flokkunum gefur til kynna. Mér finnst rangt að ýta hæfum karlmanni til hliðar fyrir minna hæfum kvenmanni.
![]() |
Þingkonur mótmæla karlanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vitleysisgangurinn í Samfylkingunni ríður ekki við einteyming. Tvö helstu formannsefni þessa margflokka fyrirbæris er Jóhanna sem fer á eftirlaunaaldur í október nk. og hitt efnið, Jón Baldvin er á áttræðisaldri. Svo bíður pólitískur spjátrungur á hliðarlínunni, Dagur B. Eggertsson, maðurinn sem talar með þumlunum út í hið óendanlega án þess að segja neitt. En hann bíður átekta eftir ákvörðun Jóhönnu og tekur ekki afstöðu fyrr en hún hefur talað.
Það er merkilegt að flokkur sem nýtur stuðnings tæplega þriðjungs þjóðarinnar, skuli ekki hafa mannval til forystu. Forystulaus flokkur er óstjórntækur.
Guð blessi Ísland.
![]() |
Beðið eftir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í okkar litla þjóðfélagi eru allskyns tengsl óhjákvæmileg. Nú er svo komið að ef einhver hefur átt hlutabréf, sérstaklega í bönkunum og er jafnframt innvinklaður í stjórnmál af einhverju tagi, þá vakna umsvifalaust grunsemdir um spillingu. Sennilega er oftast ekki um neitt slíkt að ræða en þrátt fyrir það er óheppilegt að fólk í framboði til Alþingis lendi í slíkri umræðu.
Í DV.is í morgun var frétt með fyrirsögninni "Tryggvi fékk 300 milljóna kúlulán " og Tryggvi Þór Herbertsson staðfesti fréttina. Tryggvi útskýrir síðan málið á nýrri bloggsíðu sinni, sjá HÉR . Einnig er viðtal við Tryggva í Síðdegisútvarpi Rásar 2 eftir fréttir kl. 16.00 og hægt er að heyra á vefnum.
Hver og einn verður að gera upp við sig hvort hann trúir og treystir þeim sem eru í framboði. Þegar ég las fréttina fyrst þá hafði ég ekki heyrt neinar útskýringar á málunum frá Tryggva og ég játa það að mér þótti þetta slæm frétt þar sem ég hafði hugsað mér að styðja hann til 2. sætis í prófkjöri flokksins, en eftir lestur á bloggi hans og viðtalið á Rás 2, þá get ég ekki annað séð en að maðurinn sé traustsins verður. Hann er með hreint borð í dag og það hlýtur að vera aðalatriðið. En þá vaknar e.t.v. önnur spurning hjá sumu fólki, en hún snýst um vina og ættartengsl.
Hversu langt getur tortryggnin gengið? Eru kannski allir málsmetandi menn vanhæfir í íslenskri pólitík? Mér finnst það frekar langsótt.
Heimasíða Tryggva er hér: http://www.tryggvithor.is/
![]() |
Gagnrýnir fámenna rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ingibjörg Sólrún sá sína sæng útbreidda, þegar skoðanakannanir sýndu að hún var umdeild sem foringi í flokki sínum. Það stóð aldrei neitt annað til fyrir nokkrum dögum síðan, en að hún héldi áfram sem formaður Samfylkingarinnar.
En hvað breyttist?
Skoðanakannanir, sjá HÉR
Þær raddir hafa lengi heyrst að Dagur B. Eggertsson sé réttborinn arftaki Ingibjargar í formannsstóli Samfylkingarinnar. Ég leyfir mér að fullyrða að þessi ákvörðun Ingibjargar hefur ekki komið Degi í jafn opna skjöldu og hann staðhæfir í þessari frétt.
"Rökrétt að Jóhanna taki við" My ass!
Einkennismerki Dags þegar hann tjáir sig, er að hann notar gjarnan lúkurnar og þá með þumalinn upp... eins og hann sé að húkka sér far. Hvort hann húkki sér far til vinstri eða hægri, á eftir að koma í ljós. Það vita allir að hugur hans stendur til vinstri, en það er ekki á vísan að róa þegar Samfylkingarfólk er annars vegar
Dagur mun bjóða sig fram sem formaður Samfylkingarinnar, ef Jóhanna gefur ekki kost á sér. Ég held að hún geri það ekki.
![]() |
Rökrétt að Jóhanna taki við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2009 (breytt kl. 01:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, það er sannarlegt kraftaverk að þessi öfgaflokkur skuli mælast í skoðanakönnunum með 20-30% fylgi. Reynslan hefur sýnt að þegar í kjörklefann er komið, þá gugnar fólk á því að treysta þessu liði fyrir stjórn landsins. Þjóðin varð fyrir taugaáfalli í október sl. og í kjölfarið reis fylgi VG. Vonandi verður fólk búið að jafna sig eitthvað þann 25. apríl. Allir vita að fólk í áfalli er líklegt til þess að taka illa ígrundaðar ákvarðanir, hugsunin er óskýr og dómgreindin eftir því. Guð blessi Ísland.
![]() |
Keik og stolt í sjötta sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.3.2009 (breytt kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Afsögnin skipti miklu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.3.2009 (breytt kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það er ekki að spyrja að sköpunargleði vinstriflokkanna. Opinbert styrkjakerfi er þeim ávalt ofarlega í huga og þar eru sumar atvinnugreinar öðrum æðri. Það er ekki skrítið að listamenn hafi margir hverjir vinstri slagsíðu.
![]() |
Ætla að skapa 4000 ársverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2009 (breytt kl. 16:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi héldu kynningarfund í Fjarðahóteli á Reyðarfirði í gærkvöldi. Frambjóðendurnir voru 9 talsins, fjórir karlar og fimm konur.
Svona kynningarfundir eru kannski ekki merkilegir en þó nauðsynlegir. Við vitum fyrir hvað núverandi þingmenn okkar í kjördæminu standa og þeir stóðu sig vel, þau Kristján ÞórJ úlíusson og Arnbjörg Sveinsdóttir . Arnbjörg er að mínu mati vanmetinn stjórnmálamaður sem helgast sennilega af því að hún talar lítið í ræðustól á þingi, en það er enginn mælikvarði á dugnað viðkomandi þingmanns. Af nýju frambjóðendunum fannst mér Tryggvi Þór Herbertsson standa upp úr og Björn Ingimarsson en einnig var þarna glæsileg og athyglisverð kona frá Akureyri, Anna Guðný Guðmundsdóttir
Á fundinum í gær, frá vinstri: Þórður (Doddi) Guðmundsson, fundarstjóri Reyðarfirði, Arnbjörg Sveinsdóttir Seyðisfirði, Björn Ingimarsson Þórshöfn, Kristín Linda Jónsdóttir Þyngeyjarsveit, Soffía Lárusdóttir Egilsstöðum, Tryggvi Þór Herbertsson (Neskaupsstað) Reykjavík, Gunnar Hnefill Örlygsson (?), Anna Guðný Guðmundsdóttir Akureyri, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir (?) og Kristján Þór Júlíusson Akureyri.
Sjá http://www.profkjor.is/?action=kjordaemi_nordaustur
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 947264
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hugur Einhverfra!!!
- Umsóknarstjórnin þegir
- Þetta hlýtur að vera aðal málið; að leyfa handfærabátum að veiða ótakmarkað utan kerfa. Handfæraveiðar eru þannig vistvænar veiðar að þær skaða ekki botninnn með þungum trollum og þær veiðar munu ekki höggva nein skörð í stofninn:
- Komum í veg fyrir ótímabær dauðsföll og þjáningar
- ESB sýnir Íslandi klærnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250726
- Athyglissýki í Gleðigöngum
- Þegar Simmi Nautahakk sagði Netanyahu til
- Bull á "bullshit" ofan
- Bæn dagsins...