Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Gríðarlegur áhugi var fyrir þessu uppátæki Obama og miljónir manna fylgdust með og komu með spurningar til forsetans. Hann hlýtur að hafa haft her manna við að vinna úr spurningaflóðinu og svo fær hann auðvitað "réttu" (eða léttu) spurningarnar til að svara. Þessari vef-fundaherferð er ætlað að efla stuðning almennings við efnahagsaðgerðir forsetans. PR-stunt, eins og það er kallað á fagmáli. Svolítið samfylkingarlegt....
Mig grunar að þetta verði vinsælt í einhvern tíma en verði þó ekki langlíft "show"
![]() |
Obama fundar á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eftir niðurstöðu kosninganna 2007, var nokkuð ljóst að samstarfi Sjálfstæðisflokksins við Framsókn var lokið. Eins manns meirihluti var ekki á vetur setjandi, hvað þá til fjögurra vetra. Ég heyrði marga félaga mína í Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar segja, að vænlegast væri að reyna samstarf við VG, einfaldlega vegna þess að fólk vissi hvar það hefði þann flokk og að hann væri tiltölulega samheldinn. Sömu sögu væri ekki að segja um Samfylkinguna.
Menn sögðu í gríni, en þó í fullri alvöru, að ef þú spyrðir hver stefna Samfylkingarinnar væri, þá yrðu svörin nánast jafnmörg og þingmannatala þeirra segði til um. Það hefur komið í ljós að styrkur Samfylkingarinnar er ekki nægur þegar verkefnin eru krefjandi og flokkurinn stóð á brauðfótum eftir bankaáfallið, sérstaklega þegar Ingibjörg Sólrún var fjarverandi vegna veikinda sinna.
Margir virðast vera að átta sig á því að Össur Skarphéðinsson er ekki heylsteyptur pólitíkus. Tækifærissinni er hugtak sem kemur ósjálfrátt upp í hugann. Össur var "heilinn" á bak við stjórnarslitin.
![]() |
Íhugaði vel samstarf við VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það er eftirsjá í Geir H. Haarde af þingi og ég óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Ég fékk e-mail áðan með eftirfarandi texta og myndum:
Davíð og Lalli Johns
Sendi ykkur flottar myndir af Davíð Oddsyni og Lalla Johns.
En þessum myndum fylgir saga.
Þannig var að Davíð Oddson var á gangi í miðbænum og hitti þar á förnum vegi Lalla Johns og tóku þeir tal saman eins og þeir eru vanir.
Áður en þeir kveðjast þá spyr Lalli Davíð hvort hann geti séð af 5oo krónum svona upp á kunningsskapinn og segir Davíð það ekki málið og fer í vasa sinn og dregur upp 5000 kr og réttir Lalla. Lalli varð hugsi stutta stund og segir svo ;
Davíð minn, ekki skal mig undra þótt allt sé eins og það er í dag ef þú gerir ekki greinarmun á 500 kr og 5000 kr.
![]() |
Geir kveður og X heilsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jóhanna talar alltaf um hvað það kosti mikið að fara í 20% niðurfellingu skulda, en hún talar ekki um hvað það kostar að gera það ekki. Með því að fara 20% leiðina, er verið að lágmarka tap bæði erlendra kröfuhafa, bankanna og ríkissjóðs. Hluti hugmyndarinnar felst einmitt í því að ná samkomulagi við erlenda og innlenda kröfuhafa í þrotabú bankanna um að afskrifa tiltekinn hluta krafnanna til þess að fá þá örugglega hitt borgað. Auk þess vilja þeir meina sem niðufellingarleiðina vilja fara, að ekki sé í raun um niðurfellingu eða afslátt á skuldum að ræða, heldur leiðrétting á höfuðstólnum vegna gengis og verðbólguþróunar undanfarinna missera.
Margar úrfærslur má eflaust hafa á 20% leiðinni og einhverjar þeirra gætu eflaust linað þjáningar í hjarta jafnaðarmannsins, sem engist af angist vegna þess möguleika að einhverjir sæmilega stæðir enstaklingar hagnist á þessari leið. Eflaust er hægt að lina eitthvað þjáningar jafnaðarmannsins hvað þetta varðar, en þá verður líka að ræða þessa tillögu og koma með athugasemdir og leiðir til úrbóta en ekki sópa þessu út af borðinu sem einhverju óraunsæju bulli.
Vinstriflokkarnir vilja fara vaxtabótaleiðina og hækka þær greiðslur um helming, sem sagt um heila 5 miljarða. .....Vá!! Það mun breyta öllu!
![]() |
Hafnar flatri niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.3.2009 (breytt kl. 13:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
V-grænir er eini flokkurinn sem segir að það hafi verið mistök að einkavæða bankana, enda voru þeir á móti því þegar það var gert. Allir virðast þó viðurkenna nú að framkvæmd einkavæðingarinnar hafi verið ábótavant. Talað er um að að hin dreifða eignaraðild sem upphaflega var lagt upp með og fallið var frá, hafi klárlega verið mistök og svo heyrist einnig að íslensku kaupendur bankanna hafi verið reynslulitlir í bankarekstri.
Bjarni Benediktsson, formannskandidat, var á yfirreið hér eystra á sunnudaginn til að kynna sig og sjónarmið sín. Ég og nokkrir Sjálfstæðismenn hittum hann heima hjá Jens Garðari Helgasyni á Eskifirði, sem er á framboðslista flokksins hér í kjördæminu. Jens býr nú í húsi Aðalsteins Jónssonar heitins, (Alla ríka). Þetta var svona létt kaffispjall, þægilegt og óþvingað.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hitti Bjarna augliti til auglitis og hann virkar alþýðlegur og þægilegur persónuleiki. Það verður spennandi að sjá hvernig honum muni ganga í formannsslagnum.
![]() |
Segja að mistök hafi verið gerð við einkavæðingu bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar fólk áttar sig á því að það var ekki kapitalisminn sem brást, heldur kapitalistarnir, þá vaknar það upp við vondan draum. Vinstrimenn hafa komist til valda.
Sagan segir okkur að það hefur áhrif til kjararýrnunar þegar vinstriflokkar ráða för. Sú reynsla er ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Unga kynslóðin þekkir ekki þessa sögu, en hún mun verða áþreifanlega vör við afleiðingar hugmyndafræði vinstrimennskunnar á næsta kjörtímabili. Þá geng ég út frá því sem vísu að Samfylkingin og V-grænir verði í meirihluta í næstu ríkisstjórn.
Reyndar tel ég um 80% líkur á því að samstarf þessara flokka haldi ekki út heilt kjörtímabil. Ég mun vitna í þetta blogg mitt þegar það kemur á daginn.
![]() |
Bankaleyndin gengið út í öfgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Eftir áralanga bið fyrrum stjórnarandstöðu, hefði maður haldið að þeim þætti gaman í vinnunni, nú þegar vinstriflokkarnir hafa tímabundið hrifsað til sín völdin.
![]() |
Þingmenn mæta illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef einu sinni hitt Kristján Þór Júlíusson og hann hefur þægilega nærveru. Stundum finnst venjulegu fólki erfitt að nálgast og tala við mikla foringja og ég hef á tilfinningunni að Davíð Oddsson hafi verið þannig manngerð. Ég hef aldrei hitt Bjarna Benediktsson, "hitt" formannsefnið, svo ég get ekki dæmt um hann.
Bjarni Ben yrði að ég held sterkur og glæsilegur foringi Sjálfstæðisflokksins og ég treysti honum ágætlega til að leiða flokkinn. Kristján Þór yrði fínn í varaformanninn.
![]() |
Kristján Þór íhugar framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar Framsóknarmenn komu með þessa tillögu fyrst, þá hafði ég miklar efasemdir um að hún væri raunhæf, þ.e. væri einfaldlega of dýr. Auk þess hafði ég áhyggjur af að gera þetta flatt, því þá er auðvitað slatti af fólki sem nýtur góðs af án þess að þurfa í raun á því að halda. En svo kemur síðar í ljós að fulltrúi AGS tók vel í þetta og sagði þetta fyllilega raunhæft með nánari útfærslu. Þetta var nefnilega í raun alls ekki fullmótuð hugmynd hjá Framsóknarmönnum og þeir óskuðu einmitt eftir hugmyndum um hvernig best væri að útfæra hana.
En þetta var slegið út af borðinu og ekki rætt frekar. Vinstriflokkarnir sem hrópað hafa hvað hæst um að eitthvað þurfi að gera fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, vilja ekki ræða þetta frekar. Að gera ekki neitt, virðist skárri kostur í þeirra augum.
Það gleymist nefnilega eitt veigamikið atriði þegar kostnaðurinn er reiknaður. Með aðgerð af þessu tagi er verið að lágmarka tap, bæði bankakerfisins og hins opinbera. Þegar búið er að reikna það atriði inn í jöfnuna, þá lítur dæmið ekki eins svakalega út hvað útgjaldaliðinn varðar.
Er ekki full ástæða til að skoða þessa hugmynd aðeins nánar?
![]() |
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ég er hvorki/né hlyntur stjórnlagaþingi, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki kynnt mér málið nógu vel. Ég reikna þó frrekar með að það sé af hinu góða fyrir þjóð okkar en óhjákvæmilega spyr maður sig hvort tímasetningin sé rétt núna. Myndi það drepa okkur að bíða með þetta þar til á næsta kjörtímabili, þ.e.a.s. eftir 2013? Höfum við ekki nóg við aurinn að gera þangað til?
Minni á skoðanakönnun hér til hægri
![]() |
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.3.2009 (breytt kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði