Lausmælgi Björgvins G. var ástæða fárra formlegra ríkisstjórnarfunda

Þessum ákærulið sem Geir var dæmdur fyrir, var bætt við á síðustu stundu, en kemur upphaflegu ákærunum ekkert við, þ.e. að hrunið hafi verið Geir Haarde að kenna.

653-220Ég held að tilgangurinn með fáum opinberum ríkisstjórnarfundum hafi verið að halda Björgvini G. Sigurðssyni frá, því af fenginni reynslu af þeim manni var útilokað að halda trúnaði með hann við borðið. Þetta var gert með vitund og vilja Ingibjargar og Össurar.

Landsdómur segir að ríkisstjórnarfundir hefðu átt að marka pólitíska stefnu varðandi aðgerðir í aðdraganda bankahrunsins. Pólitísk stefna var fyrir hendi, bara án aðkomu Björgvins G., en hann hafði/hefur bara ekkert vit á þessum málum og aðkoma hans hefði ekki haft nokkurt vægi. Auk þess, eins og áður segir, var hann hættulegur við þessar aðstæður vegna lausmælgi sinnar.


mbl.is Mjög mikið áfall fyrir Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Merkilegt að þú sjáir það...Geir Haarde sagði að svona hefði þetta verið praktiserað í 60 ár.... þú veist kannski betur og Geir að ljúga því ??

Jón Ingi Cæsarsson, 24.4.2012 kl. 07:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur aldrei haft neina merkingu í Íslenskri réttarhefð í hvaða tímaröð ákæruatriðin koma inn. En Landsdómur taldi þetta það alvarlegt brot að það sakfelldi Geir.

Ekkert veit ég um vit Björgvins á þessu tíma, en hitt veit ég að augljóst er af dómi Landsdóms að dómurinn telur vitið hafi brugðist Geir illilega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 08:26

3 identicon

Það eru sterkar líkur á að þetta sé rétt hjá þér Gunnar. En enginn deilir um það að Björgvin var yfirmaður viðskipta og bankamála. En sú spurning stendur í mér þegar kemur að því að velja nýja menn í forystu á suðurlandi þá fær þessi maður mest traust allra í SF. á suðulandi. Maður hefði haldið að rétt væri að nýr maður tæki við keflinu. Nei, samfylfingarfólk á suðurlandi treystir engum betur en þessum sama manni til forystu. Það þarfnast skýringar.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 10:36

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Ingi, Geir kom lauslega inn á trúnaðinn og mikilvægi þess að viðkvæmar upplýsingar lækju ekki út á þessum tíma. Þú getur séð það í Kastljóssviðtalinu.

-

Axel, þetta er aukaatriði í þeirri vegferð/herferð sem upphaflega var farin gegn Geir/Sjálfstæðisflokknum. Ef þessi sakfelling er nóg til að róa taugar andstæðinganna, þá verðum við bara að gleðjast yfir því.

-

Egill, að svona hæfileikalaus maður skuli ná frama innan stórs stjórnmálaflokks, er rannsókanratriði. Það er eitthvað bogið við það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 10:50

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta meinta hæfileikaleysi Björgvins er alveg nýuppfinning, framsett til að þjóna líðandi stund.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 11:26

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta eru ekki ný tíðindi, Axel. Þetta er altalað meðal þingmanna, m.a.s. meðal sumra Samfylkingarþingmanna einnig, þó þeir viðurkenni það að sjálfsögðu ekki opinberlega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 12:10

7 identicon

Það var á sínum tíma fleyg setning sem einn Alþingismaður laumaði út úr sér, að Björgvin ætti "drengjamet í leka".

Öll höfum við væntanlega lesið lýsingarnar af því þegar Jón Ásgeir stefndi Björgvini á sinn fund um miðja nótt í miðju hruninu og húðskammaði hann fyrir það hvernig hlutirnir væru að ganga fyrir sig. Og Björgvin hraðaði sér á fund hans ... og tók skömmunum. Þetta segir meira en margt um hvar áherslur og hollusta Björgvins lágu, og ekki að ástæðulausu sem formaður hans eigins flokks vildi ekki hafa hann í innsta hring.

Birgir (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 12:20

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg rétt, Birgir, ég var búinn að gleyma "drengjametinu"

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 13:20

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var það ekki Davíð sem sagði þetta á Landsfundi, þá orðinn Seðlabankastjóri?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 13:22

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, reyndar "krossfestur" Seðlabankastjóri. Hann var nýflæmdur í burt af liðinu sem reyndi síðar að krossfesta Geir Haarde.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 13:25

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Skondið svo er Geir sakaður um að hafa ekki rætt slæmastöðu bankana á ríkistjórnarfundum,sem stafaði af því að Ingibjörg Sólrún treysti ekki sínum ráðherrum að fara með trúnaðarmál,en slík umræða hefði geta leitt til áhlaups ef hún hefði komist í hámæli.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2012 kl. 22:07

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er einmitt málið, Ragnar

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 22:46

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef Geir brýtur stjórnarskrá og ýtir til hliðar lýðræðisreglum og gegnsærri löglegri stjórnsýslu vegna þess að hann treysti ekki samstarfsmönnum, þá verður hann engu að síður að axla ÁBYRGÐ á því.

Einræðisherrar allra tíma hafa ALLTAF réttlætt tilveru sína með "sérstökum aðstæðum" eða einhverju viðlíka.

Skeggi Skaftason, 25.4.2012 kl. 15:06

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta voru engir einræðistilburðir. Þetta var ákvörðun beggja flokkanna, að halda Björgvini drengjamethafa utan við málið. En gott og vel, "þeir" gátu hankað hann á þessu og vonandi er þá vinstra pakkið ánægt og getur farið að snúa sér að öðru.

Spurning samt hvort það sé ekki bara verra.

Hvaða rugli taka þeir upp á næst?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2012 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband