Á flótta frá "vinstri"- hugtakinu

lijaLilja Mós er harður vinstrimaður en veit sem er að "lógóið" er ónýtt.

Það er ljótt af henni að sigla undir fölsku flaggi.


mbl.is „AGS varð besti vinur VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Bæði vinstri og hægri hugtökin eru úrelt og hættuleg hugtök fyrir samstöðu og velferð ólíkrar heildarinnar.

Ég er þakklát fyrir að hafa ekki ennþá látið blekkingar-áróður leiða mig á þá villubraut stjórnmálanna, að einungis sé pláss fyrir sérhagsmunaklíkur en ekki pláss fyrir hagsmuni heildarinnar á öllum stigum.

Gangi Lilju Mósesdóttur sem best í sinni baráttu fyrir samstöðu heildarinnar, ásamt öllum sem styðja samstöðu heildarinnar, sem er svo ráðvillt og sundruð sem raun ber vitni.

Það er eitthvað mjög sérstakt við Lilju Mósesdóttur, sem samræmist algjörlega minni réttætistilfinningu. Ég er sem betur fer með skoðana og tjáningar-frelsi, sem eru gífurleg forréttindi á Íslandi og heiminum öllum í dag.

Ég starfa á mínum eigin vegum með mínar eigin hugsjónir, og styð opna og fræðandi umræðu og réttlæti fyrir alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2012 kl. 16:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hægri/vinstri er mjög góð skilgreining á pólitík. Þeir einu sem halda öðru fram eru yfirleitt vinstrimenn. Hvernig ætli standi á því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2012 kl. 16:51

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Getur þú útskýrt þetta aðeins betur fyrir mér?

Hvernig getur einhver flokkað bæði hægri og vinstri undir sama pólitíska vænginn?

Getur verið að svokallaðir vinstri-menn hafi farið illa út úr réttlátri skiptingu á auðæfunum, einhversstaðar í svikulu græðgiskrefinu?

Þú útskýrir þetta vonandi fyrir mér, fávísu kerlingunni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2012 kl. 19:06

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hægri/vinstri eru reyndar tveir vængir, hægri og vinstri.

Hvað er réttlát skipting? Hægri og vinstri hafa gjarna deilt um það.

-

Græðgi er löstur en jafnframt drifkraftur. Regluverk um viðskipti þarf að vera sanngjarnt, heiðarlegt og byggjast á jöfnum möguleikum.

Vinstri/hægri deila einnig um skilgreininguna á þessum þáttum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2012 kl. 22:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pólitíkin er eiginlega hringur eða klukkuskífa. Þar sem 6 er miðjan og svo verða menn harðari hægri eða vinstrimenn eftir því sem þeir standa nær 12, hvor á sínum væng. Á 12 standa svo öfgamennirnir. kommarnir og fasistarnir hlið við hlið, hönd í hönd,  enda eru þessar stefnur í eðli sínu sami grauturinn. Þar er Lilja stödd og getur hallað sér á báðar hliðar án þess að bregða skoðun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2012 kl. 16:53

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi skilgreining er mikil einföldun.... hef svo sem heyrt hana áður.

Kommar eru vissulega lengst til vinstri, en fasistar eru EKKERT til hægri, þó finna megi hægri hugmyndafræði í sumum málum hjá þeim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband