Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mjög umdeilt var fyrir ráðstefnuna að Ahmadinejad skyldi boðið að tala þar. Áður en ráðstefnan hófst átti Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fund með honum þar sem hann minnti hann á ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að síonismi falli ekki undir kynþáttahatur og staðfest er að helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni hafi átt sér stað.
Kynþáttahatur í mannkynsögunni er ekki nýtt en verður þó vonandi einhvern tíma lýst sem bernskubreki mannkyns.
![]() |
Ræða Ahmadinejads lofuð í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
VG skuldar yfir 30 miljónir umfram eignir og þeir eru víst ekki í neinum vandræðum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er í grunninn þrisvar sinnum stærri flokkur og rekstrarkostnað sinn í samræmi við það, á eignir umfram skuldir, en flokkurinn á Valhöll því sem næst skuldlausa og geta því væntanlega sett húsið að veði fyrir endurgreiðslum á hinum "út-úr-korti" styrkjum sem formaðurinn tók við bligðunarlaust.
![]() |
Fengu meiri styrki árið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þegar uppvíst varð um daginn að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið styrk frá Neyðarlínunni, þá spratt fólk úr fylgsnum sínum hér í bloggheimum og hrópaði niður flokkinn í vandlætingu sinni. Stuttu síðar þegar upplýstist að allir hinir flokkarnir höfðu líka þegið styrki frá opinberum fyrirtækjum, þá þögnuðu þeir sem hæst létu vegna Neyðarlínustyrksins.
Nú hefur einnig komið í ljós að hinir flokkarnir hafa mokað að sér styrkveitingum sem eru yfir 500 þúsund, rétt áður en lögin tóku gildi um áramótin 06-07, sem bönnuðu fjárstyrki yfir þeirri upphæð. Að vísu fengu hinir flokkarnir lægri upphæðir en Sjálfstæðisflokkurinn fékk, en samt tífalt hærri upphæð en nýu lögin kveða á um. Þegar einhver stelur, þá er ekki aðalatriðið hversu miklu, heldur einfaldlega sú staðreynd að viðkomandi stal. Þess ber auðvitað að geta að engin var að brjóta lög með þessum gjörningum, nema ef vera skyldi forsvarsmenn fyrirtækjanna sem gáfu þessar háu fjárhæðir, en þetta er auðvitað siðlaust.
Það þarf að lofta hressilega út í Valhöll ef flokkurinn hefur áhuga á að starfa áfram sem flokkur fólksins í landinu. Ég er reiður Geir H. Haarde fyrir að taka við þessu fé. Þetta voru blóðpeningar.
![]() |
Framhaldið í höndum formannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Margir vilja rakka Valgerði Sverrisdóttur niður í svaðið en ég tek ekki þátt í því. Austfiirðingar geta verið hennir þakklátir fyrir baráttu sínu fyrir ýmsum hagsmunamálum fjórðungsins og þar stendur auðvitað álverið á Reyðarfirði upp úr.
Þegar framkvæmdir voru að hefjast hér eystra, þá setti Leikfélag Reyðarfjarðar upp frumsamið leikrit eftir Ármann Guðmundsson, sem jafnframt leikstýrði verkinu. Ármann er frá Húsavík og er einn meðlima hinnar geðþekku hljómsveitar "Ljótu hálfvitarnir". Leikritið hét Álagabærinn og leikfélagið setti met í áratuga langri sögu sinni í uppfærslum og áhorfendafjölda, en leikritið var sýnt 10 sinnum.
Gestaleikari var í hverri sýningu og lék hann indverskan gúru, "Randy Pandy Gandy", sem kom fram í lok sýningarinnar. Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðarráðherra var gestaleikarinn í einni sýningunni. Þessi kómíski farsi fjallaði um vonir og væntingar í litlu bæjarfélagi sem stöðugt verður fyrir vonbrigðum þegar áætlanir um ýmiskonar stóriðju renna ítrekað út í sandinn. Gúrúinn kom með nýja vídd í stóriðjudrauma þorpsbúa, nefnilega "Sál-ver".
Hérna er undirritaður ásamt Valgerði (Randy Pandy Gandy) eftir sýningu, en ég lék bæjarstjórann í Álagabænum, en á ýmsu gekk hjá honum karlgreyinu og í einu atriðinu fylltist hann örvæntingu í vonbrigðum sínum og drakk sig blindfullan . Bæjarstjórinn hét því virðulega nafni "Kengbeinn"
![]() |
22 ára þingferli Valgerðar lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Guðjón Arnar Kristjánsson hlýtur að þurfa að færa nánari rök fyrir þessum aðdróttunum sínum. Hann vænir Sjálfstæðisflokkinn um að múta fólki úr öðrum stjórnmálaflokkum, til fylgilags við sig.
Það hefur reyndar verið meira framboð en eftirspurn eftir fólki úr Frjálslyndaflokknum.
![]() |
Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir Haarde hefur engin orð um þá gagnrýni sem Davíð viðhafði augljóslega á hann sjálfan. Sjálfum finnst mér Geir alls góðs maklegur, en orð Davíðs eru umhugsunarverð. Hefði formaður Sjálfstæðisflokksins getað haldið á málum öðruvísi? Brast honum kjarkurinn og sjálfstraustið?
Hér að neðan er tilvitnun í ræðu Davíðs, sem að mestu er beint að Geir að mínu mati. Ræðuna má sjá og heyra hér: Davíð Oddsson Takið eftir hvernig Davíð meitlar orð sín á ljóðrænan hátt og notar stuðla óspart. Aðalsmerki góðra ræðuritara.
"Öflugur flokkur sem ekki hefur svift sjálfan sig sjáfstraustinu, getur annað tveggja, siglt vindinn eða breytt vindáttinni sér í hag. Stjórnmálamenn gera skyssur, það hefur allur heimurinn vitað lengi. Það má fyrirgefa skyssur og það er oftast gert. En það er ófyrirgefanlegt ef menn gugna fyrir rás atburðanna. Það má aldrei bogna þó á móti blási, það má aldrei hika þótt herði að og það má ekki einu sinni líta undan, þótt sýnin sé ekki frýnileg. Og það má aldrei svíkja sjálfan sig og það sem maður í hjarta sínu trúir á, fyrir stundarávinning.
Af hverju er andrúmsloftið okkur mótdrægt? Það er engu líkara en takist hafi að telja fólki trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé Baugsflokkurinn. Það var kannski Geir Haarde sem flutti Borgarnesræðuna eftir allt saman? Það er ekki nóg að hafa sannleikan sín megin, menn verða að hafa afl til að andæfa lyginni. Þeir sem drápu fjölmiðlalögin innleiddu hér lygina, þeir eru hennar menn, ekki Sjálfstæðismennirnir". (.....)
"Auðvitað er erfitt að leiðrétta rógburð og níð, sérstaklega ef hann stendur lengi og er vel skipulagður. Látið þið mig þekkja það. En sannleikurinn er seigari en þetta lið heldur, hann hefur betur að lokum. Auðvitað er hverskonar hroki ástæðulaus, óþolandi og ögrandi. Auðvitað er sjálfsagt og skylt að sýna auðmýkt og viðurkenna hreinskilningslega það sem mönnum hefur orðið á. En auðmýkt er eitt, aumingjadómur er allt annað. Þeir fulltrúar fjöldans, þingmenn eða aðrir, sem eingöngu segja það sem þeir halda að falli að tónum þeirra sem hæst hafa, eru gagnslausir menn.
Þeir sem hins vegar eru nestaðir skoðunum sem eiga rót í trúnni á manninn, heilbrigðum vilja hans til framtaks og trúa jafnfast á það, að í erfiðleikum eigi að mylja mest undir þá sem máttvana eru og styrkja þá, og þeir sem eru tilbúnir til að takast á við þá sem um þessar mundir kasta lengstum skuggum á lífið í landinu, þeir munu best duga okkur núna. Það er þýðingarmikið, það er lífsspursmál að slíkir menn séu til í þessum sal núna. Ef þeir finnast ekki hér, er réttast að taka undir með Séra Sigvalda; "Að nú sé kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér"."
![]() |
Geir: Ómaklegt hjá Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2009 (breytt kl. 16:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þegar fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því að Davíð hefði líkt sér við Jesú Krist, þá kom það mér svo sem ekkert á óvart og ekki get ég kvartað yfir lélegum skilningi fréttamanna stöðvarinnar á mæltu máli. En þegar Ríkissjóvarpið kom með sama bullið þá varð ég dálítið hissa. Davíð líkti sér ekki við eða bar sig saman við Jesú, heldur talaði hann um muninn á krosstfestingu þeirra í líkingamáli.
Hann var einfaldlega að segja að tveir strangheiðarlegir menn hefðu verið látnir fjúka með hinum voðalega Davíð Odssyni, honum til samlætis, en það hefðu þó verið sakamenn sem krossfestir voru með Jesú. Heiðarlegu mönnunum í Seðlabankanum var fórnað til þess að milda ásjónu þessarar hefndaraðgerðar á Davíð. Til þess að það blasti síður við almenningi að þetta snerist um persónu Davíðs, en ekki fagleg vinnubrögð. Enda hafa engin haldbær rök verið færð fyrir brottvikningu hans.
Þessi ræða Davíðs var alveg hreint mögnuð og það mætti alveg gefa hana út á DVD-diski. Ég myndi kaupa hann.
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mér hefur alltaf fundist Anna Pála Sverrisdótti vera voða vinstri græn eitthvað, enda svo sem ekki langt síðan hún skipti yfir úr þeim flokki í Samfylkinguna. Anna Pála var ein þeirra sem öskraði af bræði á Ingibjörgu Sólrúnu í Ráðhúsinu, þegar hún var borgarstjóri í Reykjavík. Tilefnið var afgreiðsla R-listans í afstöðu sinni til Kárahnjúkaverkefnisins. Þá var Anna Pála ung vinstri græn, nú er hún ungur jafnaðarmaður. Hvað er hægt að vera ungur lengi ungur annars?
Munurinn er óljós á þessum tveimur vinstriflokkum þegar horft er til flokksmanna þeirra. Reyndar er VG fremur einsleitur flokkur hvað mannval varðar, en Samfylkingin er trunta, "með sína áttina út í hverja löpp", eins og Þorgeir Jónsson, bóndi og hestamaður í Gufunesi sagði eitt sinn, eftir að hafa skoðað meri og snarhætti við að kaupa.
Það er hægt að færa fyrir því rök að í ólíkum skoðunum innan eins flokks, geti falist styrkur. Það er a.m.k. styrkur Sjálfstæðisflokksins. En stór og breiður flokkur verður þó að geta gengið í takt. Að vera með sína áttina út í hverja löpp er ekki vænlegt til árangurs. Slíkur flokkur er ganglaus.
![]() |
Aðrir flokkar án peningastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2009 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Oft hefur maður heyrt á undanförnum vikum og mánuðum að nú, eftir bankahrunið og hina skelfilegu gengisþróun, þá séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu og vonir bundnar við mikla tekju og gjaldeyrisöflun á því sviði. "Össur sagði að vel mætti rökstyðja að það væri góð fjárfesting af hálfu ríkisins að verja meira fé til ferðamála". Hugmyndaauðgi vinstrimanna nær ekki lengra en til ríkisstyrkja og ríkisvæðingar, þegar uppbygging atvinnuveganna er annars vegar.
Á sama tíma og menn vilja fjárfesta í þessu mikla tækifæri veikrar krónu, þá á að heita að allar aðgerðir stjórnvalda miði að því að styrkja krónuna aftur, m.a. til þess að bjarga skuldsettum heimilum og fyrirtækjum í landinu.
Vinstrimenn vilja að ríkið fjárfesti í ferðaþjónustu á grundvelli veikrar krónu. Vinstrimenn ætla að sjá til þess að krónan styrkist.....
![]() |
Miklar vonir bundnar við ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 947254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hentar ekki Íslandi
- Nýja Heimsvaldastefnan II - hernaðarstefnan
- ÍsQuislíngar elska hinn nýja Sísil Ródes
- Obama reyndi valdarán sem varðað gæti líflátsdómi ...
- Vinstrimenn vilja ekki fella niður skatta
- Óreiðuskoðanaröskun dagsins - 20250724
- Hver ræður lögum á Íslandi Alþingi eða Evrópusambandið? Opinbert bréf til íslensks almennings og stjórnmálamanna
- EKKÍ ÓNÝTT AÐ VEIÐA Í ÓNÝTAVATNI
- Allskyns samsæri
- Vísindasamfélagið
Sumir segja að vinstri/hægri skilgreiningin á stjórnmálaflokkum sé þreytt. Þetta segja einungis þeir sem eru á atkvæðaveiðum og vilja engan styggja. Svona svipað og graðnagli sem ákveður að gerast tvíkynhneigður til að auka líkur sínar.
Hvenær ætlar Borgarahreyfingin að opinbera "hneigð" sína?