Hlægilegt

Ráðstefna er haldin um kynþáttahatur og hún leysist upp vegna kynþáttahaturs. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti var sérstaklega beðinn um að byrja ekki á sínum skelfilega söng um Ísrael, heldur nýta frekar ráðstefnuna til þess að stuðla að framtíðarsáttum.

Mjög umdeilt var fyrir ráðstefnuna að Ahmadinejad skyldi boðið að tala þar. Áður en ráðstefnan hófst átti Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fund með honum þar sem hann minnti hann á ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að síonismi falli ekki undir kynþáttahatur og staðfest er að helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni hafi átt sér stað.

Kynþáttahatur í mannkynsögunni er ekki nýtt en verður þó vonandi einhvern tíma lýst sem bernskubreki mannkyns.

xyGfFFbZU9Pv6lRViu


mbl.is Ræða Ahmadinejads lofuð í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við þyrftum samt að halda svona ráðstefnu og skylda alla þátttakendur til að sitja hvern einasta fund og meina þeim að yfirgefa staðinn í tvo mánuði. Þegar allir hafa fengið að rasa út fara þeir á knæpurnar og súlustaðina og verða bestu vinir. Það er eina leiðin til að sætta þetta fjárans mannkyn.

Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah... þá er Ísland úti sem ráðstefnuland.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvað hélt Ban Ki-moon eiginlega að Ahmadinejad (eða hvað hann heitir) myndi fjalla um landbúnað og knattspyrnu? Hvílík vitleysa. Og fulltrúar yfir 20 Evrópuríkja gengu af fundi undir rasistaræðu forsetans en fulltrúar Noregs og Íslands sátu sem fastast undir þessu. Og utanríkisráðherra er ekki einu sinni spurður út í málið.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Muddur

Hvaða kynþáttahatur kemur fram í þessarri ræðu vitleysingsins frá Íran? Ég sé ekki betur en hann sé að kalla Ísraelsstjórn kynþáttahatara. Er það kynþáttahatur að segja að einhver sé kynþáttahatari? Ekki misskilja mig þó á þann veg að ég sé eitthvað hlynntur afstöðu Íransforseta til Ísraels, þ.e. að hann vilji eyða því af landakortinu, en mér finnst oft eins og það megi aldrei gagnrýna neitt sem Ísraelar gera, bara af því að þeir eru gyðingar og það var farið illa með gyðinga í helförinni. Helförin var fyrir 60 árum og þeir sem ábyrgð báru á henni eru annaðhvort dauðir eða hrörleg gamalmenni, hvernig væri að horfa á framferði Ísraela í Palestínu í dag, fremur en að gefa þeim frípassa vegna löngu orðinna hluta?

Muddur, 21.4.2009 kl. 12:57

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"....ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að síonismi falli ekki undir kynþáttahatur..."

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 13:01

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ætli menn sér að tala af alvöru um kynþáttahatur eiga þeir að hlusta á ræður annarra í stað þess að strunsa út eins og sármóðgaðar kellingar.

Ég tek undir með Muddri, ég hef nákvæmlega ekkert á móti Ísrael og hef alltaf stutt þá, en það má vel gagnrýna þá eins og aðra.

Þvílíkur tepruskapur.

Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 13:41

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég get alveg tekið undir þetta hjá ykkur, en diplomatískir vegir eru krókóttir en jafnframt undarlega formfastir. Það er varla að ástæðulausu því hvernig yrðu fundir ólíkra menningarsamfélaga ef allir væru alltaf rífandi kjaft?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 15:27

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í þessu tilfelli verður að leyfa mönnum að rasa út. Þetta er ekkert venjulegt málefni.

Og ertu ekki sammála mér um að til nokkurs er að vinna?

Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 15:33

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þeir hætta að drepa hvern annan... þá er ég sáttur

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 15:42

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Finnst þér í alvöru í lagi að manni sem hefur afneitað helförinni sé leyft að "rasa út" á ráðstefnu á vegum SÞ um kynþáttafordóma. Þarna verdur þú mér miklum vonbrigðum Baldur kær. Auðvitað má gagnrýna Ísraelsmenn eins og aðra. Það hef ég gert sjálfur. En afstaða íslensku sendinefndarinnar að mótmæla ekki á neinn hátt ræðu forsetans (sem fer gegn ályktun SÞ) er í hæsta máta óeðlilegt. Ísrael og Ísland hafa lengi verið vinátturíki. Það verður auðvitað aldrei undir vinstristjórn þar sem afstaðan er öll Palistínumegin.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 22:54

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, löng ferð hefst á einu skrefi. Við verðum að leyfa fólki að rasa út. Það er ægileg reiði í garð Ísraelsmanna meðal Múslimaþjóða. Sannaðu til Guðmundur, orð eru til alls fyrst og þó fólki líði ekki vel undir reiðilestrunum þá verðum við að láta okkur hafa það. Við brúum aldrei gjána milli austurs og vesturs nema með því að tala og hlusta.

Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband