Gagnrýnin á Geir

Geir Haarde hefur engin orð um þá gagnrýni sem Davíð viðhafði augljóslega á hann sjálfan. Sjálfum finnst mér Geir alls góðs maklegur, en orð Davíðs eru umhugsunarverð. Hefði formaður Sjálfstæðisflokksins getað haldið á málum öðruvísi? Brast honum kjarkurinn og sjálfstraustið?

Hér að neðan er tilvitnun í ræðu Davíðs, sem að mestu er beint að Geir að mínu mati. Ræðuna má sjá og heyra hér: Davíð Oddsson  Takið eftir hvernig Davíð meitlar orð sín á ljóðrænan hátt og notar stuðla óspart. Aðalsmerki góðra ræðuritara.

"Öflugur flokkur sem ekki hefur svift sjálfan sig sjáfstraustinu, getur annað tveggja, siglt vindinn eða breytt vindáttinni sér í hag. Stjórnmálamenn gera skyssur, það hefur allur heimurinn vitað lengi. Það má fyrirgefa skyssur og það er oftast gert. En það er ófyrirgefanlegt ef menn gugna fyrir rás atburðanna. Það má aldrei bogna þó á móti blási, það má aldrei hika þótt herði að og það má ekki einu sinni líta undan, þótt sýnin sé ekki frýnileg. Og það má aldrei svíkja sjálfan sig og það sem maður í hjarta sínu trúir á, fyrir stundarávinning.

Af hverju er andrúmsloftið okkur mótdrægt? Það er engu líkara en takist hafi að telja fólki trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé Baugsflokkurinn. Það var kannski Geir Haarde sem flutti Borgarnesræðuna eftir allt saman? Það er ekki nóg að hafa sannleikan sín megin, menn verða að hafa afl til að andæfa lyginni. Þeir sem drápu fjölmiðlalögin innleiddu hér lygina, þeir eru hennar menn, ekki Sjálfstæðismennirnir". (.....)

"Auðvitað er erfitt að leiðrétta rógburð og níð, sérstaklega ef hann stendur lengi og er vel skipulagður. Látið þið mig þekkja það. En sannleikurinn er seigari en þetta lið heldur, hann hefur betur að lokum. Auðvitað er hverskonar hroki ástæðulaus, óþolandi og ögrandi. Auðvitað er sjálfsagt og skylt að sýna auðmýkt og viðurkenna hreinskilningslega það sem mönnum hefur orðið á. En auðmýkt er eitt, aumingjadómur er allt annað. Þeir fulltrúar fjöldans, þingmenn eða aðrir, sem eingöngu segja það sem þeir halda að falli að tónum þeirra sem hæst hafa, eru gagnslausir menn.

 Þeir sem hins vegar eru nestaðir skoðunum sem eiga rót í trúnni á manninn, heilbrigðum vilja hans til framtaks og trúa jafnfast á það, að í erfiðleikum eigi að mylja mest undir þá sem máttvana eru og styrkja þá, og þeir sem eru tilbúnir til að takast á við þá sem um þessar mundir kasta lengstum skuggum á lífið í landinu, þeir munu best duga okkur núna. Það er þýðingarmikið, það er lífsspursmál að slíkir menn séu til í þessum sal núna. Ef þeir finnast ekki hér, er réttast að taka undir með Séra Sigvalda; "Að nú sé kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér"."


mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geir er í klemmu. Hann skipaði þessa Endurreisnarnefnd og það voru tröllslega vitlaus mistök. Afraksturinn er síðan óætur grautur í vondri skál. Hélt Geir virkilega að svona nefndarvesen og fjöldaþvaður myndi bjarga Sjálfstæðisflokknum?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Offari

Mér finnst Geir og Solla hafa brugðist okkur. En hvort nokkuð var við ráðið veit ég ekki. ákall byltingarinar var svo sterkt og traustið á stjórina of veikt. Það merkilega er að Davíð Oddson og Steingrímur J nefndu báðir að nauðsyn væri á Þjóðstjórn.

Annar þeirra hefði hinsvegar getað tekið þátt í þjóðstjórn þegar Geir loks áttaði sig á nauðsyn þess. Hann hinsvegar vildi ekki þann möguleika þá því ráðherrastóllinn heillaði hann of mikið.

Veikindi Geirs og Sollu komu á afar óheppilegum tíma.Solla hafði meðal annars tekist að halda saman vinstristjórn í Reykjavík lengur en nokkur annar. Reyndar losnaði um líminguna um leið og hún fór frá.

Því miður tókst bankeigendum að gera hæft fólk afhuga þingmensku með ofurlaunastefnu sinni. Því er ég hræddur um að þjóðin verði leiðtogalaus næsta kjörtímabil og því muni ekki takast að stappa stálinu í landann. Ég er reyndar svektur með formanskosninguna hjá Sjálfstæðisflokknum því ég tel að Kristján Þór geti gefið þjóðini kraft og trú til að takast á við vandann.

Offari, 29.3.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Er Bjarni að tala í nafni marghömpuðu lýðræði Sjálfstæðisflokksins ?

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég meina Baldur.H

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Varið ykkur sterklega á Baldri H. Hann er úlfur sem búinn er að týna sauðargærunni. Og það veit aldrei á gott,- kann ekki góðri lukku að stýra, ætlaði ég að segja.

Árni Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 16:00

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er sauðagæran sem er til vandræða.... án hennar er hann bara úlfur og úlfar eru ekkert verri en aðrar skepnur í garði Drottinns

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 16:25

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, BAldur Hermannsson þessi, sá sami vænti ég og átti stóran þátt í "Sjónvarpsmeistarastykkinu" í hlekkjum hugarfarsins, er bara "Mesta meinleysisgrey" og það getur hann sem best staðfest sjálfur!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veit ekki hvort ég get talist úlfur en hins vegar er ég hreint ekki gærulaus, því ég er eigandi að rammíslenskri sauðargæru sem ég vef um mig ofanverðan þegar ég reika um nístingsköld heiðalöndin, kyrjandi ættjarðarsöngva og hetjuljóð forn.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband