Og sveitalýðurinn kiknar í hnjáliðunum

Ríkisstjórnin á Bessastöðum   Þessi tilgerð ríkisstjórnarflokkanna er víst til þess að sýna landsbyggðinni einhverskonar virðingu. Jóhanna Sig. sagði í Kastljósinu í gær þegar Helgi Seljan spurði hana út í kostnað við þetta að nokkur hundruð þúsund krónur skiptu nú litlu. Því er ég ósammála, þessi sýndarmennska gerir ekkert annað en lítið úr landsbyggðarfólki.  "Royalinn" heldur að landsbyggðarlýðurinn fái "starstruck" við nærveru ráðherraliðsins en það er misskilningur.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Nei, sveitalýðurinn kiknar ekki í hnjáliðunum. Við höfum sömu skömm á sýndarmennsku af þessu tagi og annað gott fólk.

Ríkisstjórnarfundir eiga að vera í Reykjavík, þar er höfuðborgin, svo einfalt er það, þó Steingrímur hafi ekki áttað sig á því.

Ingimundur Bergmann, 12.5.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Simbelt, það falla öll vötn til Reykajvíkur, þar á stjórnsýslan heimili. 

Ef þau ætla að gera einhverja álvöru úr þessu þá eiga þau að funda í það minnsta einusinni í mánuði úti á landi, til skiptis á sem flestum stöðum og fá til sín sveitarstjórnarmenn til að lýsa sínum sjónarmiðum á lagasetningar framkvæmdavaldsins.  Þá yrði nú fjör.

Eiður Ragnarsson, 13.5.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband