Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fyrri reynsla Breta af samningamönnum Íslendinga í Icesave-málinu er á þann veg að þeir notuðu elstu og einföldustu trikkin í bókinni. Þeir koma fram við okkur eins og börn... viðvaninga... einfeldninga... bjána.
Ég myndi ekki senda Svavar og kó á prúttmarkað í Portúgal til að kaupa sandala. Þeir kæmu blankir til baka og sandalalausir í ofanálag.
Nú horfir til betri vegar enda menn í samninganefnd okkar sem láta ekki spila með sig. Nú eru Bretar á hnjánum og biðja okkur um að fara ekki heim.
![]() |
Bretar vilja ræða málin áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.3.2010 (breytt kl. 01:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir erlendir málsmetandi menn, þar á meðal bandaríski sérfræðingur okkar í samninganefndinni, segja að mjög mikilvægt sé að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Með afgerandi "Nei" niðurstöðu, verði samningsstaða okkar betri í framhaldinu, að hún sendi skýr skilaboð, ekki bara til Breta og Hollendinga, heldur heimsbyggðarinnar allrar, um að framferði af þessu tagi muni almenningur ekki líða.
En Jóhanna og Steingrímur eru við sama heygarðshornið. Þau eru sterkustu bandamenn viðsemjenda okkar í málinu.
Pælið í því!
![]() |
Kann að frestast um viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.3.2010 (breytt kl. 16:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hverjir eru að bregða fæti fyrir að eðlilegar og brýnar framkvæmdir geti hafist? Jú, annar af tveimur stjórnarflokkunum, V-grænir... og meira að segja ákveðin öfl innan Samfylkingarinnar líka
Blóðið rennur úr íslenskum almenningi, fyrirtækjum og áhugasömum framkvæmdaraðilum. Áhugi erlendra fjárfesta minnkar með degi hverjum.
Eitt af því sem Ísland, lítið land úr alfaraleið og langt frá helstu mörkuðum, hefur getað státað af á undanförnum árum, er framboð af orku og þekkingu og mannauði á því sviði og ekki síst pólitískur stöðugleiki.
Núverandi ríkisstjórn hefur tekist að eyðileggja þetta fyrir okkur.
![]() |
Óþolandi atvinnuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.3.2010 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við eigum að borga stýrivexti af lánunum í viðkomandi löndum, e.t.v. með örlitlu ofanálagi og 1/3 af höfuðstólnum.
Þetta mál er þriggja landa klúður
Þessar nýlenduþjóðir, Bretar og Hollendingar hafa langa reynslu og hefð fyrir því að "Búllýa" smærri og veikari þjóðir. Þeir kunna það.
En við höfum sterkt vopn í höndunum, nefnilega almenningsálitið í heiminum.
"Skattgreiðendur allra landa! Sameinumst!"
![]() |
Áfram fundað í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.3.2010 (breytt kl. 12:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvaða hagsmuni getur bandaríski erindrekinn haft af því að skálda upp þennan minnismiða?
Þetta ógætilega tal sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, er auðvitað hneisa og ríkisstjórnarflokkarnir vilja klóra yfir skítinn með því að segja að ekkert sé að marka minnisblaðið.
![]() |
Söguskýring bandaríska sendifulltrúans röng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef nú oft haft lúmskt gaman af Steingrími Joð og hef talið hann nokkuð klárann kall, þó ég sé víðsfjarri honum í pólitíkinni.
En þetta svar hans um að segja "Já" við lélegri samningi en tilboð Breta hljóðar uppá nú, ber vott um að Steingrímur sé farinn á taugum og eigi að leggja sig inn á eitthvert heilsubæli sér til hressingar.
![]() |
Segja ráðherrarnir já eða nei? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Flestir þeirra sem búið hafa í Kópavogi í áratugi vita hverslags grettistaki Gunnar I. Birgisson hefur lyft í mörgum framfaramálum í sögu bæjarins. Meira að segja margir pólitískir andstæðingar hans viðurkenna það.
Því miður varpa vafasamir verktakasamningar sem Kópavogsbær hefur gert í valdatíð Gunnars, skugga á annars glæsilegan feril hans.
Nú þarf Gunnar að sætta sig við niðurstöðu prófkjörsins og auðvitað væri réttast að hann drægi sig alfarið út úr pólitík. Raunar átti hann ekki að bjóða sig fram að mínu mati.
![]() |
Engin viðbrögð frá Gunnari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.2.2010 (breytt kl. 15:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ef þessi frétt er algjörlega úr lausu lofti gripinn, þá er augljóst hver tilgangurinn er... og ég kann ekki við svona vinnubrögð.
Ef hins vegar kemur á daginn að Steingrímur hafi átt í einhverju leynimakki í þessu máli, þá er hann þar með búinn að framkvæma pólitískt "harakiri"... með stæl.
![]() |
Segir fréttina tilhæfulausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Últra vinstrimenn hata kapitalismann og líta á hann sem óvin sinn. Þeir skilja hann ekki og þess vegna er það ekkert skrítið að þeir skilji ekki hagkerfið sem hann þrífst í.
Skattapólitík þeirra er til vitnis um þetta. Nýir skatta af öllu mögulegu tagi minnka veltuna í þjóðfélaginu og þ.a.l. skattstofninn. Afhverju skilja þeir þetta ekki?
![]() |
Minni umsvif á fyrstu mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aldrei sér maður íslenska feminista mótmæla á þennan hátt... þær eru kannski bara svona miklar teprur?
Sóley sæta, nýkrýndur sigurvegari í prófkjöri VG í Reykjavík, væri örugglega flott í mótmælum af þessu tagi.
En talandi um prófkjörið... "Hardcore" feministi í forystuhlutverki í borginni ... ég sé fyrir mér algjört hrun hjá borgarstjórnarflokki VG í Reykjavík.
![]() |
Hálfnaktar konur mótmæla í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Biðlisti eftir hjúkrunarrými hefur lengst um 63,7% frá 2020
- Hernaðarútgjöld...
- Metal upp your ass
- Strandveiðigjöldin
- Frh orsakir sjúkdóma: Endurskilgreining á veirum og frumuviðbrögðum
- Tour de France
- Bensínreiturinn við Skógarhlíð
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Stjórnarflokkunum eru mjög mislagðar hendur - einnig í orkumálum
- Ætlum við að bregðast komandi kynslóðum?