Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég hef verið þeirrar skoðunnar að við eigum að borga, a.m.k. einhvern hluta af innistæðutapi viðskiptavina Icesave, en alls ekki með þeim afarkostum sem Bretar og Hollendingar vilja að við gerum.
Ég hef verið þeirrar skoðunnar að samningaleiðin sé best fyrir okkur.... að við viljum að þannig gerist kaupin á eyrinni.
Fyrsti samningurinn sem Svavar Gestsson kom með til Íslands, var ekki samningur, heldur reikningur. Reikningur sem Bretar réttu honum og sögðu "veskú". Svavar tók að sér starf sendilssins og setti reikninginn inn um bréfalúguna hjá íslenska fjármálaráðuneytinu.
Almenningsálitið í heiminum er að snúast Íslendingum í vil í þessu máli. Það eru nefnilega fleiri reiðir út í alheims bankahrunið en íslenskir skattgreiðendur.
Ég leyfi mér að birta hér pistil Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í heild sinni.
Og þið sem sjáið rautt þegar minnst er á Hannes.... takið nú höfuðið út úr rassgatinu á ykkur og takið afstöðu til þess sem maðurinn er að segja í þessum pistli, en ekki væla "Hannes þetta og Hannes hitt".
Og hefst þá pistillinn:
"Ég skrifaði grein í Wall Street Journal í gær, mánudaginn 8. mars 2010, undir heitinu Icelands Message: Dont Bail Them Out (Boðskapur Íslendinga: Greiðum ekki skuldir annarra). Tilefnið er hin sögulega þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi síðastliðinn laugardag, 6. mars.
Þar bendi ég á, að deila Íslands við Bretland og Holland snúist um það, að þessi tvö ríki krefji ríkissjóð Íslands um endurgreiðslu á fé, sem þau lögðu út fyrir innstæðueigendur á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveimur í upphafi bankahrunsins í október 2008.
Íslendingar telji hins vegar, að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðunum. Á þeim hafi aðeins verið ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem stofnaður var og rekinn í fullu samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Ef fé í þeim sjóði hrekkur ekki til, þá fer hann í þrot, en reikningurinn er ekki framsendur til ríkissjóðs. Norðmenn taka sömu afstöðu. Þeir segja, að ekki sé ríkisábyrgð á hinum norska tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta.
Í öðru lagi viðurkenna evrópskir ráðamenn, þar á meðal Jean-Claude Trichet og Wouter Bos, að reglur EES um innstæðutryggingar voru ekki hugsaðir fyrir allsherjarbankahrun, eins og varð á Íslandi.
Í þriðja lagi áttu Bretar snaran þátt í bankahruninu íslenska með því að neita hinum breska banka í eigu Kaupþings um fyrirgreiðslu á sama tíma og allir aðrir breskir bankar fengu aðstoð og enn frekar með því að stöðva rekstur Landsbankans í Bretlandi og setja hann á lista um hryðjuverkasamtök við hlið Al-Kaída og Talíbana. Þetta felldi auðvitað eigur bankanna stórkostlega í verði.
Ég minni á, að Icesave-málið snúist ekki um neinar smáupphæðir, heldur hugsanlega um hálfa árlega landsframleiðslu Íslendinga. Bretar og Hollendingar hafi neytt Icesave-samningnum, sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni, upp á Íslendinga með hótunum um einangrun landsins og jafnframt notað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem eins konar handrukkara.
Málið vekji upp almennari spurningu: Eiga skattgreiðendur að bera kostnaðinn af því að bjarga fjáraflamönnum frá sjálfum sér? Ef óreiða er verðlaunuð, þá fyllist heimurinn af óreiðumönnum. Bankamenn og viðskiptavinir þeirra (til dæmis breskir og hollenskir sparifjáreigendur) geta ekki ætlast til þess að hirða gróðann, þegar vel gengur, en neita að bera tapið, þegar illa gengur. Íslendingar hafi fyrir sitt leyti svarað þessari spurningu í þjóðaratkvæðagreiðslunni."
![]() |
Ísland vinni heimavinnuna sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2010 (breytt kl. 16:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
V-grænir hér í NA-kjördæmi töldu sig búa yfir afar metnaðarfullum áætlunum í atvinnumálum fjórðungsins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga og auglýstu það grimmt.
Og í hverju var metnaðurinn fólginn? Jú, þeir ætluðu nefnilega að fjölga opinberum störfum!
Þetta "eitthvað annað" er sem sagt fundið... en við bara sáum það ekki
Blasti við allan tímann
![]() |
Ríkisstjórnin áformar nýjar ríkisstofnanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2010 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir vissu að heimabruggun myndi aukast við hinar fáránlegu hækkanir á áfengi.... nema snillingarnir í ríkisstjórnarflokkunum.
Skattar eru einhverskonar "fetish" í þeirra augum.
![]() |
Bruggtækin dregin fram að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2010 (breytt kl. 10:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Steingrímur kvartar sáran undan því að hafa fengið Icesavemálið í arf frá fyrri ríkisstjórnum. Við skulum gefa okkur að það sé rétt hjá honum. En það breytir því ekki að hann er ófær um að leysa málið í dag, hann er einfaldlega vanhæfur til þess... og ríkisstjórnin öll, með mállausu mannafæluna í forsæti.
En fátt er svo slæmt að það geti ekki versnað
Nú, hefur komið í ljós að "bestu mögulegu samningar" sem Íslendingum bauðst í Icesave deilunni,... að allt væru fullreynt, voru ekki þeir sem ríkisstjórnarflokkarnir þvældu í gegnum Alþingi með naumum meirihluta.
Klemman sem Steingrímur er í.... hmmmm
![]() |
Vorum nálægt samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flokksdindlar ríkisstjórnarflokkanna, V-grænna og Samfylkingar, gagnrýna forseta Íslands fyrir að móðga "vinaþjóðir" okkar á Norðurlöndum með því að tala hreinskilningslega um að þau styðji Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni.
Það eina sem Ólafur Ragnar gerir er að tala um hlutina eins og þeir eru.
Þessi frétt sem ég tengi þetta blogg við... og Þessi frétt einnig, segir allt sem segja þarf. Hversu skýrt þarf þetta að vera, svo "flokksdindlarnir" átti sig á þessu?
![]() |
Lán frá Finnum háð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jóhanna og Steingrímur hafa á undanförnum mánuðum marg ítrekað sagt að þeir samningar sem þau náðu um Icesave og vildu samþykkja fyrir þjóðarinnar hönd, væru bestu samningar sem mögulega fengjust. Allar samningaleiðir væru fullreyndar. Að lengra yrði ekki komist og ef við samþykktum ekki skilmálana strax, þá færi hér allt í kalda kol.
Fyrst kom Svavar Gesstsson færandi hendi heim í sumar... ekki með samning, heldur reikning frá Bretum og svo vitleysan í desember sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti. Ef þetta er ekki neyðarlegt fyrir þessa fyrrum stjórnarandstöðusnillinga, þá geta þau hlaupið berrössuð um Austurvöll, blygðunarlaust.
Ekkert, akkúrat ekkert er að marka þetta fólk. Viljum við hafa það í forsvari fyrir þjóðina?
Nei, auðvitað ekki. Slíku fólki er ekki treystandi.
![]() |
Bretar vilja sýna sveigjanleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.3.2010 (breytt kl. 16:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eftir því sem kjörsókn er betri, því skýrari skilaboð erum við að senda Bretum og Hollendingum. Góð kjörsókn er góð auglýsing fyrir málstað Íslensku þjóðarinnar.
Merkjum X við NEI
![]() |
Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stjórnmál og samfélag | 4.3.2010 (breytt 5.3.2010 kl. 01:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 4.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er akkúrat ekkert jafnrétti fólgið í því að skikka fyrirtæki til þess að hafa kvenfólk í stjórn. Í raun er þetta niðurlægjandi fyrir kvenþjóðina.
Auk þess munu fyrirtæki sem ekki finna typpislausan stjórnanda sem hugnast þeim, einfaldlega finna lepp til að fylla stöðuna.
![]() |
Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.3.2010 (breytt kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ætlum við að bregðast komandi kynslóðum?
- Öfgar ala af sér öfga.
- Fjöldi hælisleitenda á Íslandi 2025 og kostnaður ...og ríkisútgjöld
- SEGJUM NATO AÐILD UPP OG HLÚM AÐ VARNARSAMNINGNUM VIÐ BANDARÍKIN..
- Upp með krókana - Dýraníðingar.
- Æra Aðalsteins og líf Páls skipstjóra
- Hundrað ástralskir læknar vara við kynþroskablokkum
- Bæn dagsins...
- Ónýtt flóttamannakerfi ESB
- Samdráttur yfirvofandi
En Jóhanna og hennar meðreiðarsveinar..... neeeeei, þau nota tækifærið til að segja heiminum hve andstaðan við þetta sé vitlaus.
Við erum víst fábjánar