Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mállausa mannafælan

Hvað erum við að gera með mállausa mannafælu í valdamesta embætti þjóðarinnar?

Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú eru uppi, þurfum við vel máli farinn og skeleggan baráttumann í forystuhlutverk. Manneskju sem hræðist ekki fjölmiðla og horfir kinnroðalaust framan í heiminn.

Það er afar dapurlegt að Íslendingar hafi ekki skörulegri stjórnmálamann fram að færa, í viðræðum við erlenda forystumenn. Jóhanna er í allt annari deild en þessir menn.

Spurning hvort hún sé jafnvel utandeilda? Frown


mbl.is Óvenjulegt tilvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur í góðum gír

Þetta er allt satt og rétt hjá Ögmundi; "Málstaður Íslands þolir nefnilega dagsljósið".

Það ætti nú líka flestum að vera nokkuð skýr vísbending, þegar annar samningsaðilinn vill sem mesta leynd yfir samningaferlinu og vill alls ekki blanda dómstólum í málið. Woundering

Vonandi fylgja fleiri lönd fordæmi Norðmanna. Þjóðir heims eiga að skrúfa fyrir þetta ríkistryggða, einkabanka, starfsloka-bónusa brjálæði.

bailout1


mbl.is Ísland þolir dagsljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er einföld lausn

"Icesave" er harmleikur í þremur þáttum. 

  1. þáttur er Ísland
  2. þáttur er Bretland,
  3. þáttur er Holland.

Það er í raun eðlilegt að byrðum vegna Icesave sé skipt jafnt á milli þessara landa, þar sem sérstaða Íslands sem tjónvalds í málinu, er svo augljós, að hafið er yfir allan vafa að ríkissjóður þjóðarinnar, getur ekki og á ekki samkvæmt alþjóðalögum og ESB- lögum, að bera skaðann einn.

Þrátt fyrir að hin löndin tvö beri sinn hlut, þá eru skuldbindingar íslenskra skattgreiðenda margfalt meiri og erfiðari en skattgreiðenda hinna landanna, eða rúmlega 50 sinnum meiri en í Hollandi og tæplega 200 sinnum meiri en í Bretlandi.

En við viljum gera enn betur en það. Við fjölgum þeim sem borga sinn hlut um tvo, þannig að byrðarnar verða minni sem því nemur, deilt á löndin þrjú. En þetta tilboð setjum við ekki fram, nema löndin tvö séu tilbúin til þess að lækka vextina á þeim lánum sem við þurfum frá þeim, til þess að uppfylla samninginn.

"Og hvaða lönd eiga svo að borga hina hlutina tvo?", kann einhver að spyrja.

Jú, Ísland borgar þá hluti.

Með þessu minnka Icesave skuldbindingar Íslendinga úr 100% í 60%. 

 Mér skilst að um sé að ræða umtalsvert marga tugi miljarða í sparnað miðað við núverandi samning, en endanleg upphæð tjónsins er reyndar ekki ljós í dag.

 Ég yrði sáttur við 0,5% í commission. Cool

 


mbl.is Erfið samningsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigupenni ríkisstjórnarinnar

1163-bush-pen-holderSá sem talar með þeim hætti sem Þórólfur Matthíasson gerir, hlýtur að sera sérstakur vildarvinur ríkisstjórnarinnar. Vissulega hafa heyrst raddir sem færa fyrir því ágætis rök, að okkur beri ekki að borga neitt umfram það sem innistæðutryggingasjóður stendur undir sjálfur.

 

 

Hins vegar kalla hinar háværu raddir í þjóðfélaginu ekki eftir því að borga ekki neitt, heldur einungis að íslenskur almenningur fái sanngjarna meðferð í þessu ólánsmáli.


mbl.is Dýrt að hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattastefna vinstrimanna

Eitt af því sem fældi mig, þá nýkominn á fertugsaldurinn, frá vinstrimennskunni sem ég hafði tileinkað mér frá unglingsaldri eru skattahugmyndir þeirra. Þær eru svo barnalegar og vitlausar að þegar ég hugsar um þær þá legg ég gjarnan lófan yfir enni mitt, lúti höfði og hristi höfuðið.

Ég leyfi mér að copy/paste þessa stuttu grein H.H.G. , sem birtist á bloggi hans.

Hmmm... hvernig var þetta aftur...Errm. Ah, já! ... Gæsalappir Joyful

"Gæsirnar, sem verpa gulleggjunum, eru fleygar. Ef hart er gengið fram í skattheimtu, þá forða þeir, sem skapa mestu verðmætin og greiða hæstu skattana, sér burt. Þetta eru gömul og ný sannindi í skattamálum, þótt þeir Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson hafi ekki viljað viðurkenna þau í ótal greinum þeirra beggja gegn víðtækum og árangursríkum skattalækkunum áranna 1991–2007.

Eitt nýlegasta dæmið um þessi sannindi er viðtal við einn virtasta kaupsýslumann landsins, Jón Helga Guðmundsson í Byko, í Viðskiptablaðinu á dögunum. Jón Helgi hefur flutt heimilisfang sitt til útlanda. Þegar hann var spurður, hvort hann hefði ekki áhuga á að fjárfesta á Íslandi, svaraði hann:

„Eins og þetta er núna þá myndi maður nú bíða með það og fá að sjá betur hvert leiðin liggur. Þá er ég að vísa í að þegar ráðamenn segja að „you ain’t seen nothing yet“, þá hljóta menn að vilja sjá hvað það þýðir áður en þeir fara að ákveða eitthvað með fjárfestingar.“

Rónarnir mega ekki koma óorði á brennivínið, eins og Árni Pálsson prófessor orðaði það. Á sama hátt mega þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélagar hans ekki koma óorði á kapítalismann. Ísland þarf duglega og útsjónarsama kapítalista. Þess í stað er nú reynt að hrekja þá alla burt."


Sjá þetta allir nema ríkisstjórnarflokkarnir?

Funny_Money_MuleMaður fer svona í alvöru að spyrja sig þeirrar spurningar Errm

Fjármálaráðherrann okkar, Steingrímur Joð, hefur dregið Icesave- skuldavagninn fyrir hönd Jóhönnu. Myndin hér til hliðar er einmitt af Steingrími með vagninn.

Samfylkingin vill borga allt í topp og langt umfram löglegar skuldbindingar íslenska ríkisins, vegna husanlegrar ESB- inngöngu okkar. Steingrímur fylgir henni að málum vegna þess að hann er tilbúinn í hvað sem er til þess að halda lífi í hreinni og sögulegri vinstristjórn. Hann kæmi jafnvel nakinn fram..... Sick , ef hann héldi að það hjálpaði til bjargar stjórninni.

Æ fleiri erlendir sérfræðingar virðast sjá hversu fáránlegar þessar Icesave- skuldbindingar eru, en það eina sem Steingrími og Jóhönnu dettur í hug, er að hugsanlega megi reyna að fá vextina eitthvað lækkaða.


mbl.is Kröfurnar verði stórlækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarsviftir

adalfundur07_3Smári Geirsson hefur mikinn sannfæringarkraft í máli og málfari sínu. Ég ber mikla virðingu fyrir Smára, þó við séum ekki samhljóma á pólitíska tónstiganum. Hann hefur staðið sig vel í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og oftar en ekki talað máli sveitarfélagsins á landsvísu í ljósvakamiðlunum og jafnan staðið sig afburða vel.

Það er eftirsjá í Smára Geirssyni úr Fjarðabyggðarpólitíkinni.


mbl.is Smári Geirsson að hætta í bæjarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skýrslan vond fyrir Samfylkinguna?

Maður spyr sig, er þetta óheppileg tímasetning fyrir vondar fréttir?

YouSuck


mbl.is Skýrslan frestast enn lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

76% segja nei

Samkvæmt skoðanakönnun sem er í gangi hér á blogginu hjá mér, segja 76% nei við lögunum. Það er nokk í samræmi við aðrar skoðanakannanir.

Ríkisstjórnin notar dómsdagsspár í áróðri sínum fyrir lögunum, en það virðist ekki vera að virka hjá þeim. Ég tel mikilvægt að synja þessum lögum og senda með því skýr skilaboð til viðsemjenda okkar. Reyndar yrðu þau skilaboð einnig skýr fyrir okkar eigin samningamenn.

 Ekki veitir af, sýnist mér Errm


mbl.is Kosið 6. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða vextirnir útgangspunkturinn?

funny_money_2_2Hefur Steingrímur Joð ekkert betra en þetta? Er allt þetta fuzz og vesen vegna einhverra vaxtabrota? Þá held ég að verra sé af stað farið en heima setið.

Það þarf að taka þennan hugsunarhátt og hugmyndafræði Vinstristjórnarinnar og leggja til hliðar. Málið á að nálgast með öðrum hætti.

 

P.s. Er þetta nokkuð Steingrímur á myndinni? Woundering


mbl.is Myndu stefna á lægri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband