Hans tími er liðinn

kopavogur_300404Flestir þeirra sem búið hafa í Kópavogi í áratugi vita hverslags grettistaki Gunnar I. Birgisson hefur lyft í mörgum framfaramálum í sögu bæjarins. Meira að segja margir pólitískir andstæðingar hans viðurkenna það.

Því miður varpa vafasamir verktakasamningar sem Kópavogsbær hefur gert í valdatíð Gunnars, skugga á annars glæsilegan feril hans.

Nú þarf Gunnar að sætta sig við niðurstöðu prófkjörsins og auðvitað væri réttast að hann drægi sig alfarið út úr pólitík. Raunar átti hann ekki að bjóða sig fram að mínu mati.


mbl.is Engin viðbrögð frá Gunnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

"Flestir þeirra sem búið hafa í Kópavogi í áratugi vita hverslags grettistaki Gunnar I. Birgisson hefur lyft í mörgum framfaramálum í sögu bæjarins."

Nú bý ég í Kópavogi en hef ekki hugmynd um hvaða framfaramál þetta eru. Geturðu upplýst mig um þau?

Sigurður Haukur Gíslason, 21.2.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heldur vildi ég spilltan og kannski eitthvað siðblindan karlrembutudda til að stjórna mínum hreppi en náttúrulausar feministatuðrur detoxlyktandi og tuðandi um nefndir og reglugerðir.

Ef ekki væri annað í boði. En hvað annað er í boði? Hvar er einhver mannræna í boði hjá þessu morfísdrasli?

Árni Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 22:48

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sá einhver viðskiptaráðherrann "hæstvirtan" í Kastljósinu núna í gær eða fyrrakvöld?

Vill einhver bjarga mér frá því að búa til langframa við aðra eins skelfingu? Þvílík andskotans forherðing að bjóða fólki upp á svona pólitíska eymd!

Árni Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 23:01

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flokksræðis kjaftæði virkar ekki lengur til þess er spillingin og einkavinavæðingin of mikil.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 23:21

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nafni þinn hefur öngvu lyft í Kópavogi nema nema ztöku glazi & zérgæðíngzlegum grettiztökum fyrir zig & zína.

Þetta gamla kratabæli gekk ágætilega áður en að hann bolaði zér þarna inn í bæjarztjórn, til þezz einz að verja zína hagzmuni í Fífuhvammi.

Steingrímur Helgason, 22.2.2010 kl. 00:39

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigurður Haukur, Kópavogur er í dag "lang-næst stærsta" sveitarfélag landsins með stóra verslunarkjarna og öflugu atvinnulífi. Bærinn hefur breyst úr svefnbæ Reykjavíkur og nágrennis í öflugt sjálfstætt sveitarfélag.

Uppbyggingin hefur vissulega kostað sitt en grunnurinn hefur verið lagður.

Mér skilst að það sé gott að búa í Kópavogi

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 01:11

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ekki vissi ég að fjölga íbúum væri framfaramál. Fleiri íbúar kalla á aukna þjónustu. Það sést best á því að þau sveitarfélög sem hafa stækkað örast eru í mestu vandræðum; Kópavogur, Álftanes og Hafnarfjörður.
Uppbyggingin skilur eftir sig 32 milljarða skuld. Ekki finnst mér það nú vera uppbygging til framtíðar.

Sigurður Haukur Gíslason, 22.2.2010 kl. 16:58

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú skil ég afhverju þú áttar þig ekki á grettistaki Gunnars.

Eins og ég sagði í svarinu áður, þá kostar uppbyggingin sitt en líta má á hana sem fjárfestingu til framtíðar. Stærri rekstrareiningar eru nánast alltaf hagkvæmari og það á við um sveitarfélög sem annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband