Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hæfniskrafa

jgEr ekki sjálfsagt að almenningur geri þá kröfu til pólitískra fulltrúa sinna, að þeir láti ekki persónulegan pirring trufla dómgreind sína?

Við erum jú öll mannleg, en starf borgarstjóra er ekkert venjulegt starf. Ég sé ekki að hver sem er geti gengt þessu starfi og það er eðlilegt að gera ríkar hæfniskröfur til þeirra sem sækjast eftir því.

Jón Gnarr er sennilega vanhæfur í starfið Errm


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinátta fyrir Jóhönnu og Steingrím!

Mér finnst ekki nokkur spurning að stjórnarparið Steingrímur og Jóhanna ættu a.m.k. að biðja bloggarann Edward Hugh um bloggvináttu, jafnvel slá á þráðinn til hans Woundering

Þeim yrði engin minnkun í því Errm


mbl.is Bloggari hjálpar AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglishóra

arni pallÁrni Páll, félagsmálaráðherra, gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Hann er duglegur koma með yfirlýsingar í fjölmiðlum. Að spila "sóló" virðist gefa honum eitthvert kikk.

Það er auðvitað fáránlegt að ætla sér að frysta laun í þrjú ár í 8-10% verðbólgu eins og verið hefur sl. ár.

Og svo bílalánaútspilið hjá honum fyrir nokkrum vikum síðan, sem reyndist bullið eitt.

Ég hef alltaf haft illan bifur á þessum manni Errm


mbl.is Ekki svigrúm til launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyttur tónn í fagnaðarerindinu

Með reglulegu millibili í ráðherratíð sinni, hefur Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, gefið út lýðsskrumsyfirlýsingar um áætlanir sínar varðandi skuldavanda heimilanna. Bílalánin hafa þar verið nokkuð áberandi hjá ráðherranum á undanförnum vikum, sennilega vegna þess að bílaskuldarar eru fleiri en t.d. húsnæðisskuldarar og því gjöfulli atkvæðamið þar.

árniPállNú hefur einhver hnippt í Árna Pál og sagt honum að það gengi ekki til lengdar að ljúga að almenningi, eins og hann hefur gert allt frá því í kosningabaráttunni í síðustu alþingiskosningum. Í dag kveður því við harðari tón frá postulanum:

"...markmið frumvarpsins væri ekki að létta ábyrgð af þeim sem tóku lánin; þeir yrðu aldrei betur settir en  ef þeir hefðu tekið verðtryggt lán í upphafi í stað gengistryggrða lána „og það vitum við að eru engin kostakjör," sagði Árni Páll.

Um miðjan apríl sl. mátti skilja Árna Pál svo að vandi bílaskuldara væri svo gott sem leystur og þá var enginn svona tónn eins og í ofangreindri tilvitnun. Einhverjir fylltust bjartsýni, sérstaklega sauðtryggir kjósendur Samfylkingarinnar.

Við hin héldum ró okkar.


mbl.is 18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún fann upp heilbrigðiskerfið

"Hún [Jóhanna] horfi fram á niðurskurð í velferðarkerfi sem hún hafi byggt upp."

..... og Al Gore fann upp internetið..... GetLost

bush_invent_internets


mbl.is Samfylking finni nýja forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins heiðarleg afsögn

steinunnÁn þess að reyna á nokkurn hátt að afsaka sig, sagði Steinun Valdís Óskarsdóttir af sér þingmennsku. Ég tek ofan fyrir Steinunni Valdísi fyrir heiðarleika sinn og auðmýkt gagnvart aðstæðum sínum. Sporgöngumenn hennar í "afsögnum" hefðu betur haft svipaða afstöðu til stöðu sinnar en í stað þess mátti heyra skýrt og greinilega í máli þeirra afsakanir og jafnvel fullyrðingar um að þeir sjálfir væru fórnarlömb.

Steinunn Valdís hefur ekki verið sökuð um nokkurn glæp, en fjármálatengs af þeirri stærðargráðu sem um ræðir í hennar máli, er þess eðlis að sjálfstæði hennar verður dregið í efa og það er ótækt þegar stjórnmálamaður er annars vegar, ekki síst stjórnmálamaður í forystusveit.

Fleiri þingmenn mættu fylgja fordæmi Steinunnar. Ég vil ekki nefna einstök nöfn.... en ef ég nauðsynlega þyrfti... er fyrsti stafurinn í nafninu hans, Guðlaugur.


mbl.is Þingmenn breyti tungutaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíðsbrandari

 Maðurinn sem nokkuð margir elska að hata, Davíð Oddsson, hefur sennilega verið þræddur í gegnum fleiri og smærri nálaraugu rannsakenda en nokkur annar Íslendingur í sögu þjóðarinnar. Niðurstaðan úr þeim rannsóknum er mörgum "hatara" Davíðs, vonbrigði.

Ávirðingar þær er Davíð fær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, eru studdar hæpnum laga og siðferðisrökum, enda hefur Davíð ekki verið kærður og þaðan af síður dæmdur að lögum. Engin efni standa til lögsóknar á hendur Davíð og auðvelt yrði fyrir hann að hrynda slíkri málssókn.

Af ÞESSU bloggi nappaði ég þessari sögu hér að neðan, af hnyttni Davíðs í tilsvörum. Hann er fljótur að greina aðalatriði frá smáatriðum. Íslenska þjóðin þarf á manni eins og Davíð að halda, nú sem aldrei fyrr.

"Margrét Danadrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands í maí 1998. Við það tækifæri færði Ólafur Ragnar Grímsson henni að gjöf ljósmynd af Grími rakara Kristgeirssyni, föður sínum. Þótti mörgum það einkennilegt. Skömmu síðar var Davíð ræðumaður á fundi sjálfstæðismanna á Selfossi. Eftir framsögu Davíðs spratt upp einn fundarmanna og spurði, hvað hann segði um það sem forsætisráðherra, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara, föður sínum. Davíð svaraði: „Ég geri enga athugasemd við það.“ Nokkrar aðrar spurningar voru bornar upp, en þá kvaddi fyrsti fyrirspyrjandinn sér hljóðs aftur og spurði: „Skil ég forsætisráðherra virkilega rétt, að hann geri enga athugasemd við það, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skuli hafa gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara, föður sínum, í opinberri heimsókn hennar?“ Davíð svaraði að bragði: „Já, það er alveg rétt skilið, enda veit ég ekki til þess, að Margrét drottning hafi átt neina ljósmynd af Grími rakara.“


mbl.is Handtökuskipun alltof harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að lyfta undir rassinn?

Ég skil ekki jafnréttisbaráttu af þessu tagi.

Félagsmenn BÍ kjósa væntanlega stjórnina fyrir félagið og konur og karlar hafa þar jafnan atkvæðarétt. Er verið að fara fram á það hvert atkvæði sem fellur konu í skaut, hafi meira vægi en þau sem karlar fá?

Eiga konur ekkert að hafa fyrir því að komast í áhrifastöður? Er það jafnréttið í hnotskurn.... er það hugmyndafræði kvenna?

Mér finnst þetta niðurlægjandi hugsunarháttur fyrir kvenþjóðina.

femínismi


mbl.is Fjölmiðlakonur harma átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Raddir fólksins" ??

Raddir HVAÐA fólks eru þarna á ferðinni?

Mér hefur alltaf fundist dálítið hæpið þegar samtök, af hvaða tagi sem þau kunna að vera, skreyta sig með svona nöfnum.

20030925-268-VoiceOfThePeople-thumb


mbl.is „Raddir fólksins“ með kaffihúsafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra en ráðherraafsögnin

Þessi afsögn er trúverðugri en þegar hann sagði af sér ráðherraembætti í fyrri ríkisstjórn, þegar hann vissi að stjórnin var í andaslitrunum.

Hvort sem hann sagði af sér vegna utanaðkomandi þrýstings eða ekki. þá er þetta ágætt hjá honum.

Ég hef verið stuðningsmaður Þorgerðar Katrínar undanfarin ár. Hún á að fara að fordæmi Björgvins.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband