Loksins heiðarleg afsögn

steinunnÁn þess að reyna á nokkurn hátt að afsaka sig, sagði Steinun Valdís Óskarsdóttir af sér þingmennsku. Ég tek ofan fyrir Steinunni Valdísi fyrir heiðarleika sinn og auðmýkt gagnvart aðstæðum sínum. Sporgöngumenn hennar í "afsögnum" hefðu betur haft svipaða afstöðu til stöðu sinnar en í stað þess mátti heyra skýrt og greinilega í máli þeirra afsakanir og jafnvel fullyrðingar um að þeir sjálfir væru fórnarlömb.

Steinunn Valdís hefur ekki verið sökuð um nokkurn glæp, en fjármálatengs af þeirri stærðargráðu sem um ræðir í hennar máli, er þess eðlis að sjálfstæði hennar verður dregið í efa og það er ótækt þegar stjórnmálamaður er annars vegar, ekki síst stjórnmálamaður í forystusveit.

Fleiri þingmenn mættu fylgja fordæmi Steinunnar. Ég vil ekki nefna einstök nöfn.... en ef ég nauðsynlega þyrfti... er fyrsti stafurinn í nafninu hans, Guðlaugur.


mbl.is Þingmenn breyti tungutaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband