Breyttur tónn í fagnaðarerindinu

Með reglulegu millibili í ráðherratíð sinni, hefur Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, gefið út lýðsskrumsyfirlýsingar um áætlanir sínar varðandi skuldavanda heimilanna. Bílalánin hafa þar verið nokkuð áberandi hjá ráðherranum á undanförnum vikum, sennilega vegna þess að bílaskuldarar eru fleiri en t.d. húsnæðisskuldarar og því gjöfulli atkvæðamið þar.

árniPállNú hefur einhver hnippt í Árna Pál og sagt honum að það gengi ekki til lengdar að ljúga að almenningi, eins og hann hefur gert allt frá því í kosningabaráttunni í síðustu alþingiskosningum. Í dag kveður því við harðari tón frá postulanum:

"...markmið frumvarpsins væri ekki að létta ábyrgð af þeim sem tóku lánin; þeir yrðu aldrei betur settir en  ef þeir hefðu tekið verðtryggt lán í upphafi í stað gengistryggrða lána „og það vitum við að eru engin kostakjör," sagði Árni Páll.

Um miðjan apríl sl. mátti skilja Árna Pál svo að vandi bílaskuldara væri svo gott sem leystur og þá var enginn svona tónn eins og í ofangreindri tilvitnun. Einhverjir fylltust bjartsýni, sérstaklega sauðtryggir kjósendur Samfylkingarinnar.

Við hin héldum ró okkar.


mbl.is 18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þvílíkt skítkast sem þeir fá, sem eru að taka til eftir sukk og svínarí það sem íhaldsmenn stóðu fyrir og vernduðu á valdatíma sínum. Það er alveg hreint með ólíkindum. Fólk er alveg hætt að vera hissa.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.6.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tja.... ef þeir væru nú að taka til 

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.6.2010 kl. 11:37

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvaða mánuður er núna Þórdís ? jú 2 júní ... "Um miðjan apríl sl. mátti skilja Árna Pál svo að vandi bílaskuldara væri svo gott sem leystur" 15 apríl - 2 júní er nú dágóður slatti ... ég gafst upp á að borga mitt bílalán í fyrra, reyndar ákvað ég að hætta því eftir að þetta var dæmt ólöglegt. Fékk bréf frá Avant á miðvikudaginn þess efnis að samningnum væri rift og mér bæri að skila bílnum án tafar, bíll sem ég keypti 2007 á 1900þús ISK sem voru í evrum, svissnenskum frönkum og japönskum jenum, heildarskuld í dag með innheimtuþóknun er þrjár milljónur og sexhundruð þúsund ISK ...

Sævar Einarsson, 2.6.2010 kl. 16:21

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það hefði sennilega verið heillavænlegra fyrir þjóðina að láta bara íhaldið hreinsa til eftir sig. Þá hefðu skuldarar sennilega sloppið við allar þessar hörmungar?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.6.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband