Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það þarf ekki langan bloggpistil um þessa frétt. Allt sem haft er eftir Davíð á þessum ríkisstjórnarfundi, var hárrétt hjá honum.
En Samfylkingarráðherrarnir með fulltyngi Þorgerðar menntamálaráðherra, fóru í fýlu.... fengu áfall og gerðu athugasemd Davíðs um þjóðstjórn að aðal máli dagsins.
Hvílíkir viðvaningar!
![]() |
Uppnám vegna orða um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held að margir verði fyrir vonbrigðum með það hversu sökudólgarnir eru margir.
Í múgæsningnum sem stjórnað var af V-grænum á upphafsmánuðum hrunsins og í "búsáhaldabyltingunni", var því haldið fram að þetta væri allt saman Davíð Oddssyni að kenna og ef hann yrði krossfestur, þá yrði allt í fína lagi.... réttlætinu fullnægt.
Þeir verða nokkrir óbótamennirnir sem hengdir verða honum til samlætis. Það er nokkuð ljóst.
![]() |
Skýrslan kom þjóðinni á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk af þessum "Kanadíska" fundi í mótmælaskyni, fyrir hönd okkar Íslendinga, Finna og Svía. Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð gagnrýna kanadísk stjórnvöld opinberlega fyrir að hafa ekki boðið fulltrúum sínum og okkar á fund þar sem rætt er um framtíð norðurskautsins.
Hafa íslensk stjórnvöld gert slíkt hið sama?
Það læðist að mér sá grunur að svo sé ekki. Þessi ríkisstjórn er svo duglaus á öllum sviðum, að 1/3 væri nóg, ... jafnvel yfirdrifið.
![]() |
Svíar og Finnar gagnrýna kanadísk stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2010 (breytt kl. 16:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sá ég út við svarta kletta
selinn elta kött.
Það er best að botna þetta,
bara út í hött
(Helgi Sæm botnaði á hagyrðingakvöldi)
Skoðanakönnun hér til hliðar
![]() |
Dýrkeypt leit að köttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2010 (breytt 30.3.2010 kl. 00:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur, ásamt meirihluta vinstrimanna að því er virðist, gerir ekki greinarmun á "einkarekstri" og "einkavæðingu". Vinstrimenn telja sig hafa komið skammaryrðisstimpli á orðið "einkavæðing" og það má vel vera að þeim hafi tekist það innan sinna raða. En gagnrýni þeirra á einkavæðinguna verður ekki yfirfærð á einkareksturinn, nema breytingar á röksemdarfærslunni komi til.
Ég held að flestir aðrir viti að á þessum tveimur rekstrarformum er reginn munur. Með þessu er ég ekki að segja að annað formið sé verra en hitt, heldur einungis að segja að þetta er tvennt ólíkt.
Einkarekstur er þegar einstaklingar, félagasamtök eða fyrirtæki taka að sér rekstur að uppfylltum skilyrðum og kröfum um þjónustu fyrir opinberan aðila. Við einkavæðingu er rekstur seldur frá sveitarfélagi til einkaaðila.
Einkarekstur er í jafnmikilli samfélagslegri ábyrgð og rekstur sem opinber aðili sér um og gerðar eru sömu kröfur til þjónustu. Hagræðing hins opinbera við einkareksturinn er sá að að hægt er að spara í yfirstjórn, skrifstofukostnaði og slíku.
![]() |
Dagur bendir á fyrri ummæli Þorbjargar Helgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.3.2010 (breytt kl. 10:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórir fingur krepptir og þumallinn upp í loft....
"Ég get ekki tjáð það né túlkað með orðum...."
![]() |
Segir ekkert hæft í orðum Dags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hver ætlar að fylgjast með því að viðkomandi reikningar frá iðnaðarmönnunum tengist íbúðarhúsnæði?
Það verður svindlað feitt á þessu kerfi, það þarf engin að halda annað. En Steingrímur "eftirlitsmaður" mun sjálfsagt ráða fjölmennan flokk eftirlitsmanna til að stemma stigu við því. Hann lofaði jú að fjölga störfum fyrir síðustu kosningar og flokkur hans í NA-kjördæmi nefndi sérstaklega og auglýsti í kosningabæklingum sínum að það yrðu "opinber" störf.
Vinstrimenn þurfa að læra að slaka á aðeins og hætta að vera "Tight ass".... leyfa bara prumpinu að koma
![]() |
Viðhaldsvinna frádráttarbær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.3.2010 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hey!.... Allir!
Hvort á maður að hlæja eða gráta?
Losum okkur við þessa ríkisstjórn, þetta gengur ekki lengur.
![]() |
Afskriftir verða skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Segir sjóðurinn að háir vextir á innlendum markaði og mikil verðbólga hafi skilað mjög góðri afkomu"
Það er dapurlegt að sjá svona "gleðifrétt". Og í framhaldinu af þessari "jákvæðu" afkomu hjálparstofnunarinnar (Lánasjóði sveitarfélaga) þá þarf að fara með útsvarið upp í rjáfur, m.a. til að borga framkvæmdastjóra sjóðsins, Óttari Guðjónssyni, 1.333.333 krónur á mánuði í laun.... og ætli sé þá allt talið?
Hægt er að stækka myndina með því að smella þrisvar.
Þarna sést að laun framkvæmdastjórans hækka um tæpa miljón á milli ára. Ætli hin hreina og tæra vinstri-velferðarstjórn viti af þessu? Væri ekki ráð að lækka vextina og laun framkvæmdastjórans í leiðinni? Ég tel að það yrði nokkuð vinsæl aðgerð.
Ef skoðaður er listinn yfir nokkur skuldugustu sveitarfélögin við sjóðinn, sést að mjög misjafnt er hver skuldastaðan er, ef reiknað er á hvern íbúa.
- Sandgerðisbær 933.551.-
- Fjarðabyggð 865.291.-
- Sveitarf. Álftanes 684.550.-
- Grindavík 531.334.-
- Sveitarf. Árborg 520.960.-
- Fljótsdalshérað 507.321.-
- Ísafjörður 472.936.-
- Borgarbyggð 409.487.-
- Akranes 333.063.-
- Sveitarf. Skagafjörður 331.987.-
Þetta segir auðvitað ekki alla söguna um skuldastöðu sveitarfélaganna því Lánasjóður sveitarfélaga er í fæstum tilfellum, ef nokkrum, eini lánadrottinn þeirra. Reykjavíkurborg skuldar sjóðnum t.d. ekki nema rétt rúman miljarð sem gerir um 9.000.- kr. á hvern íbúa.
Sömuleiðis má segja að þessar tölur segi ekki mikið um skuldavandann, því tekjustofnar sveitarfélaganna eru mismiklir og misöruggir. T.d. er vandinn lang alvarlegastur á Álftanesi, þó sveitarfélagið sé í þriðja sæti á listanum hér að ofan.
Sveitarfélagið mitt, Fjarðabyggð, er þarna í öðru sæti. Vitað var í upphafi álversframkvæmdanna hér eystra, að sveitarfélagið yrði að skuldsetja sig töluvert vegna uppbyggingarinnar. Margar nýjar og glæsilegar þjónustubyggingar hafa verið byggðar, s.s. skólar, sundlaugar, íþróttahús, heilsugæslustöðvar, hafnir, gatnagerð o.fl. Skuldirnar eru auðvitað þungur baggi á sveitarfélaginu, en á móti kemur að tekjustofnarnir eru mjög öflugir og öruggir.
Það má hins vegar gagnrýna sveitarstjórnina hér í Fjarðabyggð fyrir margt, sérstaklega varðandi skipulagsmál. Það er eins og andskotinn sjálfur hafi unnið þau verk með öfugum klónum.
![]() |
Hafnarfjörður með hæstu skuldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.3.2010 (breytt kl. 13:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta hélt ég að ég myndi ALDREI gera! Að hrósa Álfheiði Ingadóttur!
En ég geri það hér með. Þetta á auðvitað að vera sjálfsagt mál.
![]() |
Samþykktu frumvarp um gjafaegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Siðfall sífellt farsakenndara
- Þessi sorglegi atburður endurómar og rímar við önnur pólitísk morð í Bandaríkjunum sem breyttu heiminum
- Daði seiglast, það er engin spurning.
- Siðlaust tilboð til nýbakaðra foreldra
- Þegar fólk er kallað nasistar þá bregðast þeir heilaþvegnu við
- Skilur ekki eyþjóðir
- Tiltekt, verðmætasköpun, einföldun og einangraður utanríkisráðherra
- Leftistar eru hryllilegt fólk
- Hlaupið yfir árið 1982
- Og verðbólgudraugurinn dafnar