Hæfniskrafa

jgEr ekki sjálfsagt að almenningur geri þá kröfu til pólitískra fulltrúa sinna, að þeir láti ekki persónulegan pirring trufla dómgreind sína?

Við erum jú öll mannleg, en starf borgarstjóra er ekkert venjulegt starf. Ég sé ekki að hver sem er geti gengt þessu starfi og það er eðlilegt að gera ríkar hæfniskröfur til þeirra sem sækjast eftir því.

Jón Gnarr er sennilega vanhæfur í starfið Errm


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert vanhæfari en hver annar. Hann er allavegana hreinskilinn, sem er meira heldur en við getum búist við af hvaða öðrum stjórnmálamanni sem þú eða hver annar vill minnast á.

Spekingur (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok.... þannig ef fólks segist bara vera bjánar og kunni ekkert og geti ekkert... þá sé allt í fína?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 11:11

3 identicon

Það hlítur að vera mjög þægilegt að vera í þeirri stöðu að ef maður gerir eða segir einhverja bölv... vitleysu, að geta bara sagt JOKE og þá er allt í lagi.

snilld!!!

Birkir (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 11:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki Gnarrinn aðeins með aðra aðkomu og taktík en við eigum að venjast hjá "hefðbundnum" stjórnmálamönnum?

Skil ekki þennan stanslausa pirring út í manninn, hann þarf að fá tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Gnarrinn gæti auðvitað gengið í Sjálfstæðisflokkinn til að fá gæðastimpilinn, líkt og Gunnar Örlygsson, sem af Davíð Oddsyni var flokkaður sem glæpamaður en fékk aðra og betri einkunn um leið og hann gekk í flokkinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 13:00

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er ekki "truflun á dómgreind" að vera pirraður út í Sjálfstæðisflokkinn.

Þú nærð ekki brandaranum er það?

Rúnar Þór Þórarinsson, 31.8.2010 kl. 14:40

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki rétt hjá þér Axel, að Gunnar Örlygsson hafi fengið einhverja silkimeðferð hjá Sjálfstæðisflokknum, eftir að hann gekk í hann. Enda hvar er hann í dag annars?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 14:48

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rúnar, pirringur, reiði og reyndar allt sem sveiflar tilfinningalífinu óeðlilega mikið, truflar dómgreind fólks. T.d. ráðleggja ökukennarar ungum ökumönnum að aka ekki bifreið undir tilfiningalegu álagi, s.s. reiði, ástarsorg o.s.f.v.

-

Góðir stjórnendur láta ekki koma sér auðveldlega úr jafnvægi, enda er það mikilvægt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 14:53

8 identicon

Úh... s.s. með þessum rökum var Davíð Oddsson þegar orðinn vanhæfur svona tveim vikum eftir að hann varð forsætisráðherra... Maðurinn var meira og minna pirraður út í allt og alla sem ekki voru sammála honum alla sína tíð og ól á umhverfi þar sem enginn þorði að tjá sig af ótta við að verða "lagður niður".

Áhugavert...

Svavar Knútur (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 01:52

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sagði ekki Gunnar að nafni þinn Örlygsson hefði fengið einhverja silkimeðferð, aðeins að þeir hefðu snarlega gleymt því að hann var "glæpamaður". Og ekki má gleyma Eyjajarlinum sem var af handhöfum forsetavalds, í skjóli myrkurs og að forsetanum fjarstöddum, rifinn upp úr forinni og hvítskúraður og drifinn á þing. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 02:19

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

The joke is on you

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.9.2010 kl. 13:30

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

What ever

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband