Rennur "óháða" framboðið inn í Sjálfstæðisflokkinn?

Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna.   Það er greinilegt af ummælum Margrétar Sverrisdóttur að hún bíður færis á hliðarlínunni, tilbúin að sprengja upp þennan nýja meirihluta, ef veikindi Ólafs taka sig upp að nýju. Og hvers vegna er tabú að tala um veikindi Ólafs? Ef hann hefði verið með æxli einhversstaðar eða með brjósklos, þá hefði sjálfsagt verið viðtal og myndir á sjúkrabeðinu. En ef um afvötnun og andlega vanheilsu er að ræða þá er tiplað á tám og læðst um eins og köttur í kringum heitan graut. Ber þetta ekki vott um fordóma? Ég hélt að það væri löngu búið að kveða þá niður.

Ég verð að játa fákunnáttu mína í reglum um þegar óháð stjórnmálasamtök genga til  meirihlutasamstarfs í sveitarstjórnum. Hver verður réttur Margrétar sem staðgengils Ólafs ef hann gengur í Sjálfstæðisflokkinn? Getur forystumaður óháðra samtaka í stjórnmálum, runnið með framboð sitt inn í annann stjórnmálaflokk?  

Mér finnst ósennilegt að þessi meirihluti haldi út restina af kjörtímabilinu, til þess þarf hann bæði axlabönd og belti, annars missir hann niðrum sig. Kannski eru axlaböndin og beltið, að Ólafur renni með óháða framboðið sitt saman við Sjálfstæðisflokkinn. En það getur samt varla verið að hægt sé að bjóða kjósendum Ólafs upp á slíkt, þeir kusu jú ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Þó ég fagni því að Sjálfstæðismenn hafi komist í meirihluta á ný í borginni, þá hugnast mér ekki svona festuleysi í stjórnmálum. Og hvers eiga Reykvíkingar að gjalda? Það er ekki fyrr búið að eyða fé og fyrirhöfn í einhverjar áætlanagerðir, en allt er slegið út af borðinu og nýjar áætlanir hefjast. Nýtt fólk í nefndum o.s.f.v. Það væri gaman að sjá verðmiða á svona hringlandahætti.


mbl.is Nýr meirihluti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband