Færsluflokkur: Bloggar
Ótal tilraunir voru gerðarar á fólki með LSD um miðja síðustu öld, bæði óbreyttum borgurum og hermönnum og það var ekkert leyndarmál. Það sem gerir þetta Pont-Saint-Esprit mál sérstakt, er auðvitað að þarna var heilt þorp dópað án íbúanna vilja eða vitundar.
![]() |
Gerði CIA tilraun með LSD á heilu þorpi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér finnst gaman að kíkja á vefsíður sem bjóða upp á skemmtilegar ljósmyndir og hér deili ég nokkrum þeirra með ykkur.
Bloggar | 6.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 4.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er ekki um neitt tölvutrikk að ræða heldur einfaldlega línur málaðar á ganginn og hurðina. Magnað helvíti.
Cool videos
Bloggar | 1.3.2010 (breytt kl. 13:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir margra ára hjónaband hlýtur skilnaður alltaf að vera erfiður, jafnvel þó ástin hafi kulnað og maðurinn og konan séu ásátt um að skilnaður sé besta lausnin.
Michael Bublé er frábær söngvari. Ekki af því að hann sé með mikla rödd, heldur vegna þess að hann er einlægur og tjáningin er einföld og látlaus en samt einstök.
Hér að neðan er besta útgáfan sem ég fann af "Live" flutningi herra Bublé á "Hold On" á youtube. Hljóðið er frekar lágt stillt, a.m.k. fyrir fartölvuna mína, en ég bætti úr því með því að tengja heyrnartól við tölvuna. Sömuleiðis er örugglega gott að tengja tölvuna við græjur með magnara og góðum hátölurum........
.... fyrir þá sem vilja hlusta með góðum styrk og með andakt.
Fyrir um viku síðan sagði ég við Eyrúnu, 19 ára dóttur mína að þetta lag yrði orðið vinsælt innan tveggja vikna. Þá var lagið að vísu komið á einhverja "top 100" lista en í dag er það komið í fimmta sæti á vinsældalista Bylgjunnar
![]() |
Eiginmaðurinn þurrkaður út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.2.2010 (breytt kl. 13:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varla eru þessar vélar grafnar í jörð, þannig að ekki er þetta grafreitur.
Legstaður, frekar
![]() |
Stærsti flugvélagrafreiturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað varð um "Bannað að leggja ökutæki", merkið? Það er alþjóðlegt og hafið yfir tungumálamisskilning. Og hvað skyldi græna merkið þýða? Er það undirmerki undir "No parking" undirmerkinu? Bannað að leggja fólki? Nei, reyndar ekki .
Þessi merki eru við bílastæði fyrir utan aðalinngang í álver Alcoa á Reyðarfirði. Hvað haldið þið að græna merkið þýði?
P.s. þeir sem vinna í álverinu hafa ekki svarrétt
Em hvað þýðir þetta undirmerki? "Varúð!, ... fólk á flugi"?
Bloggar | 23.2.2010 (breytt kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Rútan sem lenti í árekstrinum var frá Austfjarðaleið , með farþega frá álverinu í Reyðarfirði. Sem betur fer voru meiðsli ekki alvarleg en höggið við áreksturinn var gríðarlegt og björguðu bílbeltin því sem bjargað varð.
Rútan er talin ónýt, vélin í henglum og grindin rammskökk.
Rútan er um ársgömul og þeim hjá Austfjarðaleið leist illa á stólana í henni þegar þeir fengu hana og ákváðu að skipta um öll sæti og setja önnur í staðinn. Á myndinni eru gömlu sætin úr rútunni en festingarnar í gólfið voru ómerkilegar og veigalitlar.
Festingar fyrir öryggisbelti voru á einum litlum bolta í gatinu sem sést á myndinni.
Eftir áreksturinn höfðu nýju sætin skekkst mikið fram við höggið. Auðvelt er að ímynda sér hvernig hefði farið ef gömlu sætin hefðu verið í rútunni. Hugsanlega værum við að tala um banaslys ef svo hefði verið. Þessi búnaður á sætum rútunnar fékk grænt ljós hjá bifreiðaeftirliti.
Samkvæmt vitnum að árekstrinum var stórum, breyttum jeppa, ekið fram úr snjóruðningstæki, í gegnum þykkt snjókóf, svo útsýni til framúrakstur var ekkert. Bílarnir skullu saman af fullu afli við hliðina á snjóruðningstækinu. Ökuritinn í rútunni sýndi að hraði hennar var 74 km. á klukkustund.
![]() |
Níu fluttir á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
FBI skipaði svo fyrir að netsíða með skilaboðum "mótmælandans" yrði tekin niður. 20 miljón manns höfðu lesið skilaboðin.
Þarna er Uncle Sam að verja samborgara sína... verja kerfið. Þeir sem vilja kúka á kerfið, koma auðvitað með samsæriskenningar um djöfullegt baktjaldamakk stjórnvalda.
![]() |
Hrósa sjálfsmorðsflugmanninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 947648
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Veruleikafirring vestrænna ríkja þekkir fá mörk.
- ENN EITT "BULLMÁLIÐ" SEM JÓN GNARR KEMUR MEÐ - HVAÐ ER ÞESSI MAÐUR EIGINLEGA AÐ GERA Á ÞINGI SVONA YFIRLEITT??????
- Fyrstu 20 dagar septembermánaðar 2025
- Hvað þýðir það í raun og veru að þessi lönd viðurkenni Palestínu ?
- Herratíska : JOHN RICHMOND vorið 2026
- Formsnnskostningar
- Reykjavík er á lista
- Ertu í þóknunarhlutverki?
- Að falla fyrir eigin leikreglum
- Hvað er tveggja ríkja lausn?
Sumir segja að karlar og konur séu ólík, næstum eins og tvær mann-tegundir og þá sérstaklega hvað tilfinningalífið varðar.
Ég er ósammála því. Karlar og konur hafa sömu tilfinningar og einnig sömu kostina og lestina. En skapgerð karla og kvenna er ólík. Vera má að hluti skapgerðarinnar sé lærður að einhverju leiti hjá hverjum og einum hjá báðum kynjum, en mig grunar að "genatíkin" komi þar einnig verulega við sögu.
Ég tel að skapgerð margra kvenna sé að hluta arfur frá árdögum mannkyns, þegar aðstæður forfeðra okkar voru að meitla skapgerðirnar í genabankann. Það hentaði betur í harðri lífsbaráttunni að konur væru heima og önnuðust börnin, fæddu þau og klæddu og hugsuðu um öryggi þeirra meðan karlmaðurinn veiddi til matar. Og þar eð hann var (og er) stærri, sterkari og fljótari.... og hún með brjóstin, þá lá verkaskiptingin nokkuð í augum uppi.
Aðeins þeir hæfustu lifðu. Drápseðli, styrkleiki og snör handtök, skildi á milli lífs og dauða hjá veiðimanninum og svigrúm fyrir mistök voru lítil. Til að lifa og koma genum sínum áfram til næstu kynslóða, þurfti drápseðli til að sigra... ellegar vera sigraður, "að éta eða vera étinn".
Í skákinni, þessari miklu baráttu og hugaríþrótt, þarf líka þessa grimmd..... nokkurskonar drápseðli; "killer instinct".
Konur standa körlum langt að baki í skák, þó vissulega hafi dregið saman á undanförnum árum. Sömu sögu má segja um aðra hugaríþrótt; bridge. Það er þó auðvitað bara tímaspursmál hvenær afburða konur koma fram á sjónarsviðið í þessum hugaríþróttum og "skáki" bestu karlmönnum, en karlar munu þó hafa vinninginn um ókomna framtíð. Þeir munu alltaf vinna sveitakeppnina.
En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Nú á að jafna kynjakvótan og það á að gera með valdboði. Mér líst afar illa á það. Hæfileikaríkar konur þurfa ekki meðgjöf í samkeppni við karla. Slíkt er aumkunarvert og skilar ekki árangri, heldur skaðar sjálfsmynd þeirra og þar með sjálfsöryggi, ef eitthvað er.
Og hvaða helvítis máli skiptir það hvað er í klofinu á fólki? Það er jú eftir höfðinu sem limirnir dansa. Ég hef trú á frumkvæði og frelsi, en ekki síst á jafnrétti, en það á að virka í báðar áttir.
Sýn ungra karlmanna á framtíðina hlýtur að vera ófögur ef þeir sjá að þeim muni verða hafnað í baráttunni um brauðið, á grundvelli kynferðis síns. Vilja foreldrar ungra karlmanna í dag, sjá þessa framtíð sona sinna?
Í ákveðin störf þarf grimmd veiðimannsins. Ég ætla ekkert að segja um hverskonar störf það eru, þau geta eflaust verið margskonar. Ef eigandi fyrirtækis telur að hann þurfi grimman veiðimann, þá á hann að geta boðið grimmum veiðimanni vinnu, hvort sem hann er karl eða kona. Lög eiga ekki að banna honum það. E.t.v verða konur að tileinka sér þessa grimmd í "baráttu" sinni við karla um feita launabita, þ.e.a.s. ef þær vilja einmitt þau störf þar sem "typpin" hafa ráðið ríkjum.
Konur hafa líka grimmd veiðimannsins, bara í minna mæli.... að jafnaði. Það eru líka til karlar sem eru óttalegar kerlingar.
Stöðluð hæfismöt er ekki óskeikul. Stundum (og sennilega oftar en ekki) er huglægt mat og innsæi lagt til grundvallar við ráðningu, e.t.v. með hliðsjón af stöðluðu mati.... eða ekki.
Áfram stelpur!