Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns KSÍ snemma árs 2007. Á tímabili keyrði hún svolítið á píkunni einni saman, en þegar hún sá að það dygði ekki til sigurs, reyndi hún að höfða til almennra þátta, s.s. um ungan aldur sinn, fegurð og ferskleika, jafnframt að vera víða sigld og þokkalega menntuð.
Skemmst er frá að segja að atkvæðin sem féllu henni í skaut í formannskjörinu, voru færri en vinir hennar og fjölskylda innan sambandsins.
Myndinni hér til hægri af Höllu, birtist með grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið fyrir tæpum áratug síðan, sjá HÉR
Asskoti sæt stelpa
![]() |
Halla og Einar aðstoða Ögmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hreinlega krefst þess að U-21 árs liðið fái algjöran forgang gagnvart A-liðinu í þessum umspilsleikjum gegn Skotum.
Gömlu jálkarnir í A- landsliðinu sem voru með allt niðrum sig í síðustu leikjum sínum, geta fengið séns á meðan til að bjarga ærunni.
Það yrði frábært ef þetta bráðefnilega lið okkar kæmist í 8 liða úrslit í Danmörku næsta sumar.
![]() |
Ísland mætir Skotlandi í umspili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 10.9.2010 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndbandið af þessu viðtali við Jón Gnarr, borgarstjóra, verður víðfrægt ef það verður þýtt og sett á youtube. Mér finnst þetta viðtal vera listrænt meistaraverk. Það er ekki hægt annað en elska þennan mann.
En þá er það pólitíkin.....
Auðvitað væri það fínt ef Jóni borgarstjóra auðnaðist að sópa til sín góðum ráðgjöfum, hverjum á sínu sviði, svo úr yrði góð stjórnun. En því miður hefur Samfylkinngin sennilega tögl og haldir í því að benda Jóni og Besta flokknum á "réttu" ráðgjafana, en svo bætast e.t.v. fáeinir úr vina og kunningjahópi Besta flokksins á garðann.
Svo fær Jón einhvern lítinn sjóð til að veita úr til gæluverkefna sinna, svona einhverskonar litla minnisvarða um sig, t.d. litla sæta garða með lítilli tjörn með öndum á. Listaverk frá vinum og kunningjum verða keypt og sett upp hér og þar um bæinn, aðallega þó í 101... og kannski líka í Breiðholtshverfinu sem hann ólst upp í.
Einhvern veginn er þetta ekki eins skemmtilegt og viðtalið...
![]() |
Ég er og verð óviðeigandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.9.2010 (breytt kl. 11:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er náttúrulega algjör snilld að geta virkjað sírennsli Ölfusár og ekki verra að framkvæmdin fari saman við nýja brúargerð.
Það væri forvitnilegt að fá að vita hvert aflið er í fyrirhugaðri virkjun.
![]() |
Áforma virkjun Ölfusár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 10.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessari bókabrennuhugmynd verður sennilega minnst sem einni verstu hugmynd ársins 2010, þó enn sé tæpur þriðjungur eftir af árinu..
En þó er einn vinkill á málinu sem vert er að hafa í huga. Hann er sá að með aðvörunarorðum þjóðarleiðtoga víða um heim og sennilega hótun frá varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þá hætti presturinn við brennuna.
Þó þetta sé argasti dónaskapur í prestinum frá Flórída, þá myndum "við", almenningur á vesturlöndum, aldrei svara slíkum dónaskap frá klerkum annarra trúarbragða, með morðum og limlestingum á óbreyttum borgurum og afhöfðunum í beinni útsendingu á netinu.
Það hljóta allir að sjá að þessi geðveikislega heift í öfgasinnuðum múslimum, stjórnar restinni af veröldinni með hótun um ofbeldi og viðbrögð okkar stjórnast af ótta.
Ef einhver er sigurvegari í þessu hræðilega ástandi, þá eru það múslimar.
![]() |
Hættur við Kóranabrennu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | 10.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sumir eiga ekki að koma nálægt dýrum. Sumir eru eiginlega bara "dýra óvinir"
Ég held að þannig fólki sé ekki treystandi fyrir nokkru lífi. Ég myndi að minnsta kosti ekki láta svoleiðis manneskju passa barnið mitt.
Í fyrrakvöld var ég í ökutíma með nemanda mínum. Það var komið myrkur og ég ákvað að gott væri að æfa hann í akstri á malarvegi í myrkrinu. Ég lét því nemandann aka sem leið liggur á suðurströnd Reyðarfjarðar í átt að Vattarnesi. Um eða yfir 20 kílómetrar er að fyrsta bæ á suðurströndinni, sem er Þernunes. Mitt í þessu 20 km. óbyggða svæði, sjáum við glitta í tvö augu á vegbrúninni. Við vorum á tiltölulega hægri ferð og fyrst hélt ég að þetta væri refur eða minkur, en svo sá ég að þetta var skelfingu lostinn kettlingur.
Ég lét ökunemann stöðva og steig út og rýndi í myrkrið fyrir aftan bílinn. Þá heyrði ég ámáttlegt mjálm sem samstundis bræddi hjarta mitt. Þegar ég gekk í átt að mjálminu, fór sjónin að venjast myrkrinu, sem þó var ekki alveg að fullu skollið á. Ég sá hreyfingu út í móanum í nokkurra metra fjarlægð frá veginum.
Ég gekk í áttina að mjálmandi kettlingnum, en þá skyndilega breyttist tónninn í honum úr yndislega "hjálp, ég er svo lítil" mjálminu í illilegt vein eins og það gerist verst hjá köttum. "Nú, já!", hugsaði ég með mér, "þetta er villiköttur", og sneri dauðskelkaður við. En þá kom blíðlega mjálmið aftur.... og ég sneri við.
Það tók mig 20-30 mínútur að ná kettlingnum. Ég talaði blíðlega til hans og sagði "kisi minn" í hverri setningu. Eftir nokkrar mínútur hætti illilega veinið og ég komst mjög nálægt honum. Ég rétti út höndina og hann læddist varlega nær og þefaði af puttunum. Ég var samt eiginlega ekki alveg viss hvort þetta væri villiköttur eða ekki og hafði því varan á mér. Ég prófaði að strjúka puttanum yfir kollinn en þá stökk hann í burt en kom strax aftur. Honum þótti þetta greinilega gott.
Kettlingurinn virtist mjög hræddur og vissi ekki hvort mér væri treystandi. Ég fékk þó að klappa honum meira og meira en þegar ég reyndi að lyfta honum upp, þá setti hann strax út klærnar og vildi losna. Ég lyfti honum smávegis upp í nokkur skipti og setti hann svo niður. Svo lengdi ég tíman sem ég hélt á honum og strauk létt um hálsinn í leiðinni. Feldurinn var silkimjúkur og ég var orðinn sannfærður um að þetta væri heimilisköttur. Einhver hefur haft fyrir því að keyra marga kílómetra út fyrir bæinn og fleygt svo greyinu út í móa til að deyja úr vosbúð og hungri.
Skyndilega fann ég að hann treysti mér fullkomlega. Það var skemmtilegt augnablik. Ég gekk með hann í fanginu að bílnum og lét nemandan halda á kettinum og svo keyrði ég heim. Ökutíminn fékk snubbóttan endi en neminn var alveg sáttur við það þó honum liggi á að fá prófið. Hann var hugfanginn af þessu verkefni eins og ég en treysti sér þó ekki til þess að taka kettlingin að sér þegar ég spurði, því fyrir væri einn köttur á heimilinu og það væri nóg.
Kettlingurinn var skelfilega umkomulaus og hræddur og að auki horaður í meira lagi.
Á mínu heimili er rúmlega tveggja ára gömul silki terrier tík, eða "ástralskur rottuhundur", eins og þessi tegund hét í upphafi. Það þóttu fínu frúnum í London hins vegar ekki nógu fínt nafn, snemma á síðustu öld, en þá var þessi hundategund vinsæl meðal hefðarkvenna. "Silki terrier" þótti frekar við hæfi.
Tíkin okkar er óttaleg dekurrófa og er frek eftir því en veit þó alveg sín mörk á heimilinu. Hún æsist skelfilega upp ef hún sér önnur dýr, sérstaklega hunda og þá helst stóra hunda. Þá rífur hún ógurlegan kjaft.... en bara ef hún er í taumi og ríghaldið er í hann. Sömuleiðis æsist hún upp ef hún sér dýr í sjónvarpinu og þá geta orðið hvimleið læti í henni.
Eftir rúmlega hálfan sólarhring var óhætt að sleppa þeim lausum saman, en í byrjun trylltist tíkin og ætlaði að murka lífið úr kettlingnum á augabragði.
Nú eru þau orðin nokkuð sátt en þó finnur maður á tíkinni að hún er stundum ráðvillt og veit ekki almennilega hvað er í gangi. Mér finnst hún þó ekki kæra sig um þennan "gest" til langframa, heldur sættir sig við hann eftir fortölur okkar. Þó hefur hún lúmskt gaman af kettlingnum en hugmyndir þeirra um að "koma að leika" eru ill samræmanlegar.
Þarna stillir hún "Dúva" okkar sér upp með "gestinum".
Ég hef lítinn frið fengið hérna í sófanum með fartölvuna í kjöltunni, til að skrifa þetta blogg. Kisu, (sem er læða) finnst voða gott að kúra í hálsakotinu á milli þessi sem hún er að borða og leika sér. Svo ef ég stend upp frá tölvunni og sný til baka, hefur hún legið marflöt yfir lyklaborðinu og fílar ylinn.
Þetta er gott eintak, kassavön, kelin, blíð og skemmtileg, sennilega um 8-9 vikna gömul. Hún var greinilega kvekkt í byrjun en er alveg búin að jafna sig, enda fengið gott atlæti.
En nú vantar hana nýtt heimili. Er ekki einhver þarna úti sem vill eignast fallegan og góðan kettling? Endilega hafið samband í síma 844 9133, ef þið eruð sannir dýravinir. Þið hin megið bara sleppa því.
![]() |
Heimskur heimskari á ferð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.9.2010 (breytt kl. 23:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Það er með ólíkindum að ekki hafi verið samræmt eftirlit með byggingagleði verktaka, á svona fámennu svæði og á Mið-Austurlandi. Til hvers voru spárnar og fyrir hverja voru þær gerðar? Greinilega ekki byggingaverktakana.
Þess má geta að eini og sami verktakinn, Byggingaverktaki Austurlands, (BVA), byggði megnið af þeim íbúðum sem Íbúðalánasjóður situr nú uppi með, eða alls 182 íbúðir. 101 á Reyðarfirði og 81 á Egilsstöðum. BVA varð gjaldþrota.
Á Egilsstöðum byggðu þeir þrjár sjö hæða blokkir. Mikil bjartsýni ríkti um að þessar íbúðir fylltust fljótlega allar af fólki.
Á sama tíma var BVA á fullu á Reyðarfirði og þar urðu blokkirnar fjórar, þar af ein sérhönnuð fyrir aldraða og öryrkja. Lang besta nýtingin hefur orðið á þeirri blokk, eða um 80%.
Skipulagsyfirvöld í Fjarðabyggð dönsuðu með í þessum dansi.... sem enginn væri morgundagurinn. Á Reyðarfirði var byggðinni dritað niður hingað og þangað og þar eru nú hálf tóm hverfi og rándýrt fyrir sveitarsjóð að hafa lagst í gatna og lagnagerð út um holt og hæðir.
Nafngiftir og númarakerfi gatnanna er svo sér kapitali útaf fyrir sig. Maður veltir því fyrir sér í hverju veitingar hafi verið fólgnar, á skipulags og nafnanefndarfundum sveitarfélagsins
![]() |
Húsnæði langt umfram þörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.9.2010 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég er nú enginn "fræðingur".... nema garðyrkjufræðingur... og kannski umferðarfræðingur
En ef ég hefði átt að nefna dæmi um gervigíga á Íslandi, þá hefði ég nefnt Mývatn. Þar eru þeir stærstir og frægastir.
![]() |
Gígar á Mars líkir gígum á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 7.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kæru Færeyingar,
þið þurfið ekkert að skammast ykkar fyrir þetta, það eru líka til svona brenglaðir einstaklingar á Íslandi. Þið eruð okkar bestu vinir, það vitum við Íslendingar.
Bestu kveðjur frá Reyðarfirði, Íslandi.
![]() |
Segir Færeyinga skammast sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hækkun OR um daginn mun skapa mikinn óróleika í kjaraviðræðum á næstunni. Þessi fáránlega mikla hækkun mun setja allt úr skorðum. Áhrifin af hækkuninni fara að sjálfsögðu inn í vísitöluna og bitna á öllum landsmönnum.
Trúðurinn verður okkur dýr.
![]() |
Óttast verðhækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 947300
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Afleiðingarnar af fordómum RÚV
- Trump beitir tollavopninu
- Hvernig bragðaðist hann?
- Fjórða Ríkið
- Hungursneyð í boði Hamas og Sameinuðu þjóðanna
- Hamas, þögnin og pólitísk meðvirkni heimsins
- Yfirreið um tolla, fríverslun og fullveldi á Sögu
- Kristrún í fótsporum Steingríms J.
- MODEL í MYND
- GB news er stærsta sjónvarpsstöðin í Bretlandi og Fox news í Bandaríkjunum