Í skýrslu sem Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri umhverfisverndarsamtök létu gera fyrir sig í aðdraganda framkvæmdanna við Kárahnjúka, laust eftir aldamótin, var fullyrt með "hjálp" sérfræðinga úr ferðaþjónustu, að vegna skaðaðrar ímyndar Íslands sem náttúruperlu myndi ferðamönnum fækka á Austurlandi um 50% og á landinu öllu um 20%. Ekkert var að marka þetta frekar en annað sem úr þessari áttinni kemur.
Allt var þó reynt til að þetta mætti nú rætast, m.a. í Þýskalandi þar sem íslenskir umhverfisvinir héldu pólitíska ljósmyndasýningu með ýmsum furðulegum yfirlýsingum og jafnvel sýndar myndir af hálendinu sem voru framkvæmdunum óviðkomandi. Vitnað var í erlenda gesti sýningarinnar í fjölmiðlum, bæði innlendum og erlendum, þar sem þeir lýstu hryggð sinni yfir framkvæmdunum.
Sömuleiðis reyndu umhverfisverndarsamtök með Árna Finnsson í broddi fylkingar að spylla fyrir lánamöguleikum Landsvirkjunar. Þessir aðilar stunduðu kerfisbundna og vel skipulagða skemmdarstarfsemi á því sviði, m.a. með hótunum við banka sem hugðust lána fé til framkvæmdanna.
Aldrei er þetta fólk dregið til ábyrgðar á gjörðum sínum og fullyrðingum.
660 þúsund ferðamenn 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 11.1.2013 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kærður fyrir ófyrnd kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 11.1.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aron Rafn í markinu, Aron Pálmason og innkoma Arnórs Þórs var ánægjuefni í kvöld. Að tapa niður 7 marka forskoti í tveggja marka tap er áhyggjuefni. Sömuleiðis hef ég áhyggjur af Snorra Steini og hreinlega efast um að hann sé í alþjóðlegum klassa þó hann sé mikilvægur og sjálfsagður í landsliðið okkar. Það vantar ógnandi og afgerandi mann á miðjuna og Ásgeir Örn er alltof misjafn. Getur verið glimrandi en einnig skelfilega slappur.
Maður verður bara að vona það besta. Áfram Ísland!
Íslendingar lágu fyrir Svíum, 31:29 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 9.1.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði sér um áramótabrennu Reyðfirðinga og er jafnframt með flugeldasýningu. Brennan er fyrir sunnan fjörð og sést vel frá þorpinu. Í ár var ég í fyrsta skipti ekki við brennuna sjálfa, heldur fór niður á bryggju og fylgdist með yfir fjörðinn fagra og tók myndband af atburðinum.
Bloggar | 7.1.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helstu talsmenn umhverfisverndar á Íslandi, Guðmundur Hörður Guðmundsson og Árni Finnsson ættu einmitt að stofna stjórnmálaflokk og hætta að menga umhverfissamtök með nærveru sinni.
Umhverfisvernd er í heljargreipum öfgafólks sem notar virt samtök eins og Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands í pólitísku áróðursskyni. "Venjulegt" umhverfisverndarfólk á enga samleið með þessum öfgamönnum og verkalýður landsins sem telur hagsmunum sínum best borgið með stuðningi við vinstriflokka sem upphaflega voru stofnaðir sem baráttusamtök fyrir bættum kjörum, öruggri atvinnu og velferð, losnar þá við þessa skemmdarvarga úr flokkum sínum, VG og Samfylkingu.
Stofni þá nýjan umhverfisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 4.1.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það stendur ekki steinn yfir steini hjá henni Jóhönnu gömlu. Það er ekki eitt.. það er allt.
Myndbandið hér að neðan sýnir nöturleika staðreyndanna. Atkvæðagreiðsla á Alþingi er stöðvuð.... gert á henni hlé því útlit var fyrir að atkvæði féllu ekki að smekk Jóhönnu. Það þurfti að hringja út liðsauka og smala inn í þingsal meðfærilegum þingmönnum svo kosið yrði "rétt". Svo var ákveðið að ómerkja fyrri atkvæðagreiðsluna og hefja nýja þegar Jóhanna taldi að smölun væri lokið. Það dugði ekki til.... einhverjir sviku lit, þ.á.m. Kristján Möller sem Jóhanna losaði sig við úr ráðherrastóli fyrr á kjörtímabilinu.
Þetta er virkilega sláandi myndband.
Opinberun forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.1.2013 (breytt 4.1.2013 kl. 03:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir miklar rigningar og hlýindi undanfarna daga, byrjaði að snjóa í nótt og í dag hefur gengið á með töluverðri snjókomu í logni og vægu frosti. Það er því virkilega jólalegt um að litast hér á Reyðarfirði.
Jólaskreytingin hjá Halla Jónasar á Reyðarfirði er fyrir löngu orðin ómissandi hefð hér í þorpinu og öllum yndisauki. Ég tók þetta myndband af húsinu hans í rigningunni á föstudagskvöldið. "I´m Dreaming of A White Christmas" hljómar undir og óhætt er að segja að draumurinn hafi ræst.
Gleðileg jól kæru bloggvinir
Jólasnjór á Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.12.2012 (breytt kl. 17:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sáu kostina við aðildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | 19.12.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er mjög alvarlegt mál þegar umhverfisverndarsamtök eru uppvís að lygabulli eins og oft hefur komið í ljós. Það skaðar hagsmuni umhverfisverndar sem er sorglegt og hinn almenni borgari á betra skilið.
Á haustfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær voru afar fróðleg erindi flutt af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Á fimmta hundrað manns sátu fundinn og voru spurningar leyfðar úr sal að erindum loknum. Vefútsendingu fundarins má sjá HÉR. Ég skora á alla að horfa á þetta, bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Ómar Ragnarsson, þekktasti umhverfisverndarsinni landsins, kom með undarlega spurningu. Hún var á þá leið, hvort einhver fótur væri fyrir því, sem heyrst hefur "innan úr kerfinu" að nú þegar þurfi að endurnýja hverfla Fljótsdalsvirkjunar (Kárahnjúkar), 30-40 árum fyrr en ráð var fyrir gert.
Svarið sem Ómar fékk var stutt og laggot: "Nei, það er enginn fótur fyrir því".
Hvaðan fær Ómar upplýsingar af þessu tagi? Hefur Ómar mann "innan úr kerfinu"..... einhverskonar "Deep Throat", sem ber í hann og/eða umhverfisverndarsamtök, lygaþvaður sem ætlað er að blekkja almenning og vera málstað umhverfisverndar til framdráttar?
Maður spyr sig.
Norðurál gerir athugasemd við Umhverfisvaktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.11.2012 (breytt kl. 16:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vinstri grænir eru í essinu sínu.... banna, banna, banna. Þeim leiðist það ekki.
Að sjálfsögðu á að taka tillit til þess að helmingurinn af veiðitímabilinu hefur verið ófær til veiða. Ef veður verða válynd síðustu veiðihelgina, er hætt við að einhverjir ani út í óvissu. Við skulum vona að ekki fari illa.
Óbreytt rjúpnaveiðitímabil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.11.2012 (breytt kl. 17:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Viðskipti
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE