Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Lyfjagjöf er að verða "tabú"

Það var frétt í DV um daginn, undir fyrirsögninni; "Horfði á fimm ára barn í korter og úrskurðaði það ofvirkt", sjá:  HÉR  

Athugasemdirnar frá lesendum blaðsins eru allt að því óhugnanlegar, þ.e. þeirra sem fordæma að veikum börnum séu gefin lyf. Og að vitna í föður sex ára gamals barn, með ofangreindir fyrirsögn, er auðvitað ekki til þess fallið að upplýsa almenning um hvernig þessi mál eru alla jafnan meðhöndluð á Íslandi. 

Ísland á víst heimsmetið í notkun rítalíns og sjálfsagt mál að rannsaka það. Fyrir þessu geta legið margar skýringar og ein af þeim er ekki endilega sú vinsælasta; að börnum sé gefið lyfið ótæpilega, vegna þess að læknum dettur ekkert annað betra í hug.

En dettur engum í hug að greining og meðferð á ADHD (ofvirkni með athyglisbresti) meðal skólabarna á Íslandi, sé betri og skilvirkari hér en annars staðar? Hefur það verið rannsakað hvort fullorðnir fíkniefnaneytendur sæki meira í rítalín hér en annarsstaðar? Hugsanlega með þægilegu aðgengi í lyfið í gegnum börn sín? Svo eru til læknar sem ávísa efnum á fullorðið fólk og fara jafnvel á svig við lög í þeim efnnum. Það þarf ekki marga slíka lækna í okkar fámenna landi, til þess að skekkja stöðu mála í samanburði við önnur lönd. Í fjölmennum borgum erlendis, er framboð af allskyns efnum mun meira en á Íslandi. Dópistarnir þar þurfa ekki að "þekkja" lækni til að fá "fixið".

Ef börn greinast með ADHD, en alvarleiki sjúkdómsins er mjög mismikill, þá er það ekki gert með því að "horfa á barnið í korter", eins og segir í DV fyrirsögninni, það er órafjarri lagi. 

Oft eru foreldrum gefin ýmis ráð varðandi meðhöndlun sjúkdómsins, s.s. sérstakt mataræði, hreyfing o.þ.h. en svo virðist sem að ekki séu allir foreldrar tilbúnir í slíka "vinnu". Hvort það er sér-íslenskt fyrirbrigði, að foreldrar hafa ekki tíma fyrir börnin sín, veit ég ekki, en hafa ber í huga að meðal vinnutími á Íslandi er lengri en víðast annarsstaðar. Stundum mæla læknar með lyfjagjöf, en þó er það ekki svo, að börn séu sett á lyf án samráðs við foreldrana nema í algjörum undantekningartilvikum, t.d. ef barnið er hættulegt sjálfu sér og umhverfi sínu.

Oft heyrist fólk gagnrýna skólakerfið vegna mála af þessu tagi. Þeir skólar sem ég þekki til, gera það sem til er ætlast af þeim... og stundum meira en það.  Fyrir fólk sem ekki hefur tíma fyrir börnin sín sem eiga í erfiðleikum, getur verið afskaplega þægilegt að kenna skóla og heilbrigðiskerfinu um.


mbl.is Skar bekkjarbróður sinn á háls í frímínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnubrögð "velferðarstjórnarinnar"

Það hlýtur að vera sárt fyrir félagshyggjufólk að horfa upp á hvernig fyrsta hreina og tæra vinstristjórnin í sögu íslenska lýðveldisins, hagar vinnubrögðum sínum við flest tækifæri.

Mér finnst vanta í fréttina, hvaða heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á skipun þessa "embættismannavinnuhóps". Enginn fagmaður er í vinnuhópi um geðheilbrigðismál! Vanhæfni viðkomandi ráðherra er glæpsamlegt.


mbl.is Gera alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjóst- góð hugmynd

Siðferðiskennd fólks er mismunandi. Hún getur verið ólík milli landa og gjörólík milli menningarsamfélaga. Það sem þykir gott og gilt í einu landi er e.t.v. tabú í öðru.

Ég verð alltaf jafn hissa og hneykslaður þegar Bandaríkjamenn flagga bjánalegri siðferðiskennd sinni. Bíómyndir og sjónvarp þeirra er uppfullt af grófu ofbeldisefni, en ef glittir í kvenmannsbrjóst, þá ætlar allt vitlaust að verða. Woundering

Ég kíkti inn á þetta nýsjálenska veftímarit sem vitnað er í í fréttinni. Þegar smellt er á "click for more", fær maður stærri mynd og nokkur orð frá fyrirsætunni. Þessi fjáröflunaraðferð og herferð til kynningar á brjóstakrabbameini, finnst mér bara nokkuð góð. Happy Vefsíðan er Hér "New uploads every day!"111-480x413

What my favourite things are about my breasts

they feed my bubba and make a great cupholder. 

Why this cause is important to me

Because I have an amazing friend in her 20's battling breast cancer, I'm so proud of her strength. I want to do anything I can to help rally support for breast cancer research. 


mbl.is Berbrjósta konur valda usla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forræðishyggja?

mcd1Forræðishyggja er eitur í mínum beinum, en þetta getur ekki flokkast undir forræðishyggju. McDonalds og aðrir skyndibitastaðir selja almenningi tilbúnar máltíðir. Almenningur getur gert, og á að gera þá kröfu til þessara aðila um að þeir séu ekki að selja sannanlega óholla vöru.

Spyrjum "sérfræðingana" um það að hvað er heppilegt magna efna í matvöru... og svo skoðum við það út frá því.

Ég held að transfitusýrufrumvarp Jóns Bjarnasonar sé hið besta mál. Við eigum ekki að láta selja okkur eiturblandaðar matvörur. Það er ekkert skárra en maðkaða mjölið hér í den.


mbl.is Hertar reglur um innihald barnamáltíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er myndbandið

nurse-460_1746075cÞetta er skelfilegt atvik og greinilegt að "hjúkrunarfræðingurinn"  (sem ég efast um að þessi asíska kona hafi leyfi til að kalla sig) veit ekkert hvað hún er að gera.

Myndbandið af atvikinu má sjá HÉR , ásamt fréttaskýringu.

Eflaust tengja margir þetta atvik einkavæðingu heilbrigðisgeirans, að þarna sé verið að ráða réttindalausa eða litla fagaðila, sem hægt er að greiða mun lægri laun.

En auðvitað þarf þetta ekkert að vera svoleiðis. Í þessu breska tilviki, verður vinnuveitandi þessarar hjúkrunarkonu-ónefnu, væntanlega rannsakaður fyrir refsiverða háttsemi og viðurlög eiga auðvitað að vera í samræmi við alvarleika afleiðinganna. Ég tel ekki að hjúkrunarkonan eigi að fá neina refsingu.... nema e.t.v. að vera lækkuð í tign og sett í önnur störf við hæfi.

 Allir vita að ríkisreknu spítalarnir eru ekki lausir við mistök og handvömm og það verður sennilega aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir slíkt. Þó ég sé fylgjandi því að einkarekstur heilbrigðisstofnana sé skoðaður, þýðir það ekki að ég trúi á slíkt í blindni. En ég vil hins vegar að það sé skoðað með opnum huga, en ekki slegið út af borðinu, eins og margir harðir vinstrimenn vilja gera.


mbl.is Slökkti óvart á öndunarvél sjúklings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Geldingaleiðin"

" [ fíkill frá Leicester gefur ]... þá skýringu að hann sé ekki hæfur til þess að verða faðir".

Hann er sjálfsagt ekki hæfur til eins né neins í dag, þessi breski fíkill, en allir eiga von og heilbrigðisyfirvöld eiga að hlúa að og næra þá von. Opinbert fé á ekki að fara í að elta þetta ógæfufólk uppi og fangelsa það og þaðan af síður í að gelda það.

JUNKYAð gelda fíkla hljómar skelfilega miðaldalega. Það er einnig siðferðilega rangt að freista þeirra með peningum til þess að láta framkvæma á sér óafturkræft líffærainngrip. Langt leiddir fíklar eru þekktir fyrir að gera nánast hvað sem er fyrir "fixið". Framtíðarsýn þeirra er engin, enda litla hjálp og lítinn skilning að fá.

Ég held að ástandið sé ögn skárra hér á landi. Skilningurinn er til staðar hjá almenningi en stjórnmálamennirnir halda að sér fjárveitingahöndunum. Meðferðarstofnanir líkt og S.Á.Á. líða fyrir alvarlegan fjárskort. Því þarf að breyta.

Það er kannski ekki allir sem átta sig á því, en sá "kostnaður" sem fer í að aðstoða manneskju frá fíkninni, skilar sér margfalt til baka, jafnvel þó einhverjir þurfi oft á meðferð að halda og fáeinir nái aldrei bata.  Að auki verður samfélagið heilbrigðara og öruggara fyrir alla.

"Geldingaleiðin" er leið uppgjafar. Hvað verður það næst? Undecided


mbl.is Fíklum borgað fyrir ófrjósemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo mælir Tvíhöfði

asmiAð kysssa reykingamann er eins og að sjúga endaþarm á rotnandi líki sem legið hefur í stífluðu klóaki um nokkurra vikna skeið.

 

Ef við notum annað dæmi þá er að kyssa reykingamann ekki ósvipað því að láta berklasjúkling æla upp í sig kverkaskít, blóði og gallblönduðu hlandi eða sleikja mygluskán af rotnandi rottu sem legið hefur á úldnandi hundshræi um áraraðir. -Tvíhöfði...


mbl.is Tóbaksvarnir hafa haft áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smartís kynslóðin

Á fyrrihluta níunda áratugarins varð mikil aukning í barneignum á Eskifirði og nágrenni. Menn veltu því fyrir sér hvernig stæði á þessu og eftir miklar bollaleggingar, rifjaðist það upp hjá mörgum að Auðbergur læknir á Eskifirði, ávísaði nýrri gerð getnaðarvarnapilla um þetta leyti.

Gárungarnir sögðu að Auðbergur væri að gera tilraunir með nýju pilluna og honum þætti e.t.v. ekki alslæmt ef svo færi að hún virkaði ekki sem skyldi. Fólki hafði nefnilega farið fækkandi á Eskifirði og það var náttúrulega ótækur andskoti.

Hinir stóru árgangar sem fæddust laust eftir 1980 á Eskifirði, hafa alla tíð síðan verið kallaðir "Smartís árgangarnir".

condom-sponsors


mbl.is Nýtt getnaðarvarnarlyf fyrir karla hugsanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

OrganDonorPosterÉg mæli með að álíka frumvarp um líffæragjöf og í Finnlandi komi fram hér. Ég hef lengi ætlað mér að láta skrá mig sem líffæragjafa, en einhvernveginn gleymist það svo.

Þeir sem ekki vilja gefa öðrum líf, eiga að hafa fyrir því að neita þeim um það.


mbl.is Líffæragjöf verður sjálfkrafa í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur í vændum

Fréttir af þróun svínaflensuveirunnar undanfarna mánuði, væru nothæfar í skáldsögu í "horror" deildinni og ýmsir atburðir undanfarið hafa verið tilefni til "fabuleringar" um framhaldið. Þetta hljóta að vera æsilegir tímar hjá þeim sem hafa fjörugt ímyndunarafl. Hvert girnist hugurinn að fara?

horror


mbl.is Stökkbreytt svínaflensuveira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband